Síða 1 af 1
Fullt af jeppa myndum.
Posted: 14.feb 2011, 22:45
frá Bessi
Frá tækjamóti Landsbjargar og f.l inni á
www.123.is/strond
Re: Fullt af jeppa myndum.
Posted: 15.feb 2011, 16:14
frá Bessi
Toyotur Patrolar Fordar Landroverar og Pajero
Re: Fullt af jeppa myndum.
Posted: 15.feb 2011, 16:23
frá birgthor
Já það er ekki mikil fjölbreitni í þessu ;)
Re: Fullt af jeppa myndum.
Posted: 15.feb 2011, 17:13
frá JonHrafn
Haha rólegir á neglingunni

Re: Fullt af jeppa myndum.
Posted: 15.feb 2011, 18:22
frá DABBI SIG
JonHrafn wrote:Haha rólegir á neglingunni
hehe þetta er eins og spilateningar kubbarnir í munstrinu
Re: Fullt af jeppa myndum.
Posted: 15.feb 2011, 23:23
frá Bessi
Það eru 18 í röðinni og 42 raðir í hringnum minnir mig,eru þá ekki 756 naglar í dekkinu..3024 stk undir bílnum,já sææll eins og eitthver sagði.
Re: Fullt af jeppa myndum.
Posted: 16.feb 2011, 11:02
frá Óskar - Einfari
Hérna eru líka myndir:
http://www.facebook.com/album.php?fbid=1839552277558&id=1503065930&aid=2108324og sömu myndir hérna, nema bara stærri og vantar texta eins og er:
http://www.oskarandri.com/?page_id=13&album=1&gallery=9Síðan nokkrar spilæfingar... reyndar arfaleiðinleg upptaka en bara til gamans:
http://www.youtube.com/watch?v=jT59qorS-BUenjoy :)
Re: Fullt af jeppa myndum.
Posted: 16.feb 2011, 12:01
frá Bessi
Góð heimild þetta video.Þarna náðist á filmu þegar Patrol er að spila upp svarinn Patrol andstæðing,nefnum engin nöfn en gaman að þessu enga síður:)
Re: Fullt af jeppa myndum.
Posted: 16.feb 2011, 12:17
frá bjornod
Endilega pósta öllum myndasöfnum af tækjamótinu hér.
Vil nú samt seta inn eina ath.semd við titilinn "nokkrar festur". Eini bíllinn sem var fastur í þessu myndskeiði var Súlufordinn. Hinum var bara rétt smá hjálparhönd til að flýta fyrir og koma í veg fyrir skemmdir ;)
Já, það var enginn Citroen!
Re: Fullt af jeppa myndum.
Posted: 16.feb 2011, 12:25
frá Óskar - Einfari
nei auðvitað voru þeir ekkert fastir..... bara verið að tékka á olíunni.....
Re: Fullt af jeppa myndum.
Posted: 16.feb 2011, 12:33
frá Óskar - Einfari
svona.... betra ;)
Re: Fullt af jeppa myndum.
Posted: 16.feb 2011, 12:35
frá bjornod
Óskar - Einfari wrote:svona.... betra ;)
Snilld, fólki var bara umhugað um ísinn og vildi ekki brjóta hann meira en þurfa þykir. Margir hafa verið kærðir fyrir minna.
Flottar myndir!
Re: Fullt af jeppa myndum.
Posted: 18.feb 2011, 20:31
frá DFNDR
Hér eru nokkrar myndir sem ég tók af tækjmótinu. Frábær ferð með góðum ferðafélögum. Verst að við vorum svo sjaldan nálægt brasi vegna þess að við vorum oft langt á undan flestum. :)
http://www.facebook.com/album.php?id=1249712805&aid=111350Einnig eru myndirnar hér
http://public.fotki.com/arnsig/tkjamt/
Re: Fullt af jeppa myndum.
Posted: 19.feb 2011, 00:01
frá birgthor
Arnaldur það er ekki hægt að skoða myndirnar þýnar
Re: Fullt af jeppa myndum.
Posted: 19.feb 2011, 08:55
frá Kiddi
Bessi wrote:Það eru 18 í röðinni og 42 raðir í hringnum minnir mig,eru þá ekki 756 naglar í dekkinu..3024 stk undir bílnum,já sææll eins og eitthver sagði.
46" MT eru huuundleiðinleg í hálku þannig að ég skil vel að menn kafnegli þau, þó þetta sé kannski aaaaðeins meira en góðu hófu gegnir heheh
Re: Fullt af jeppa myndum.
Posted: 19.feb 2011, 15:21
frá Izan
Sælir
Ég er voðalega mikill efasemdamaður í öllu mínu eðli og hef náttúrulega efasemdir um þessa neglingu. Er ekki orðin hætta á að naglarnir hafi þveröfug áhrif á meðan ekið er út úr bænum s.s. á þurrum vegi. Ég fæ ekki séð að dekkin sjálf komi við malbikið og ég myndi ekki vilja keyra langa vegalengd á nöglunum einum.
Ég spyr að þessu því að bara með venjulegri neglingu á 38" GH er tölverður munur hvernir hann hagar sér á malbili.
Kv Jón Garðar
Re: Fullt af jeppa myndum.
Posted: 19.feb 2011, 17:59
frá JonHrafn
Ég er alveg þrususáttur við 100stykki í 39.5" irok, þeir koma sér oft vel þegar sleipt er undir, hliðarhalla osfr... Finn ekki fyrir óþægindum á malbiki enda fullpumað og væntanlega keyrir hann að mestu leiti á miðjunni. Þarf sennilega að þroskast aðeins meira til að fara í óneglt,, eða hvað
Re: Fullt af jeppa myndum.
Posted: 19.feb 2011, 20:37
frá DFNDR
birgthor wrote:Arnaldur það er ekki hægt að skoða myndirnar þýnar
Hér er linkur ínn á annað albúm
http://public.fotki.com/arnsig/tkjamt/:)
Re: Fullt af jeppa myndum.
Posted: 19.feb 2011, 21:20
frá DFNDR
Re: Fullt af jeppa myndum.
Posted: 19.feb 2011, 22:02
frá Brjótur
Jón Hrafn ætlar þú semsagt að keyra miðjuna úr dekkjunum? ég er einmitt nýbúinn að sjá svoleiðis gang, hræðilegt að sjá miðjuna búna en hálft munstrið eftir úti á köntunum dekkin hálfnýtt en ónýt samt, ekki góð speki þetta að mínum dómi.
Re: Fullt af jeppa myndum.
Posted: 19.feb 2011, 22:33
frá JonHrafn
Brjótur wrote:Jón Hrafn ætlar þú semsagt að keyra miðjuna úr dekkjunum? ég er einmitt nýbúinn að sjá svoleiðis gang, hræðilegt að sjá miðjuna búna en hálft munstrið eftir úti á köntunum dekkin hálfnýtt en ónýt samt, ekki góð speki þetta að mínum dómi.
Það var nú ekki það sem ég átti við, efast um að 24p á 2.2t bíl sé að keyra "bara á miðjunni"
Re: Fullt af jeppa myndum.
Posted: 19.feb 2011, 22:54
frá Brjótur
Ég var með svona gang undir Trooper á 14 tommu breiðum felgum og aldrei meira en 20 pund og þau slitnuðu mjög jafnt þó svo að gúmmiv.stofan vildi ekki að ég setti þau á svona breiðar felgur, semsagt sleit ekki miðjuna fyrst úr þeim, núna er ég á 44 trxus á pattanum og er aldrei með meira en 14 pund í þeim , frábært að keyra á þeim svona og slitna jafnt :)