90 Cruser


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

90 Cruser

Postfrá sukkaturbo » 16.aug 2017, 20:07

Sælir félagar var að eignast 90 Cruser 1997 beingíraðan með 4:88 hlutfall og færslu á afturhásingu um 10 cm bodílyft búið að færa upp eitthvað af bodifestingum og á 38 At dekkum.Þekki þessa bíla ekki neitt. Tek eftir að glóðarhitaljósið logar mjög stutt kanski 5 sek. ER það eðlilegt. Bíllinn góður í gang. Hann vigtar á 35" dekkum og fullur af olíu 2080 einhverjir kastarar talstöðvar aukatankur og fleira smádót.Eitthvað ískur að framan ekki bremsur eða legur frekar eins og í klöfum næ ekki að greina það. En eru þetta ekki segir bílar grind er góð að sjá
makker
Innlegg: 208
Skráður: 16.sep 2012, 23:55
Fullt nafn: jón marel magnússon

Re: 90 Cruser

Postfrá makker » 16.aug 2017, 23:47

Á svona bíl og glóðakertaljósið logar líka mjög stutt en hann sprettur alltaf í gang þetta hefur líklega bara erfst úr genonum í 80 cruser grindin fer alltaf í þessum bílum sitthvorumegin við olíutankinn og fyrir framan hásingu ég er mjög hrifinn af þessum bílum þeir eru ornir ódýrir eiða litlu einfaldir endingargóðir og bila lítið.
En varðandi hjóðin hjá þér gætu þetta verið þornaðir spindlar eða ónýtar spirnufóðringar ef þú ferð að skifta u allar spirnufóðringar skaltu hugsa þig vel um hvort það borgi sig ekki bara að brenna allt klafa ruslið undan og setja rör í staðinn það getur verið djöfullegt að koma þessu undan bílnum ef þetta er fast

User avatar

jongud
Innlegg: 2231
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: 90 Cruser

Postfrá jongud » 17.aug 2017, 08:28

Já, það getur ískrað illilega í spyrnufóðringunum.
Ef þú ferð út í að laga þetta skaltu athuga vel hvort það borgi sig að nota gömlu neðri-spyrnurnar.
Það er kleppsvinna að ná fóðringunum úr og setja nýjar í, þannig að ef þú ert ekki að gera það sjálfur þá borgar sig líklegast að kaupa nýjar.
Og þá dugir EKKERT annað en original Toyota. Ég brenndi mig á því að kaupa frá öðrum framleiðenda ódýrari spyrnur en eftir örfáa mánuði kom í ljós að stífugúmmíin í þeim voru of mjúk þannig að jeppinn hélt ekki hjólastillingu.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: 90 Cruser

Postfrá sukkaturbo » 17.aug 2017, 12:30

Jamm drengir ég vissi það að menn mundu koma með góð svör er að fara í spindlana og vonandi hættir garnagaulið í honum við það. Jú glóðarhitaljósið logar stutt en bíllinn er góður í gang enn þá enda hlítt í veðri. Sá að affallsrörið fyrir túrbínuna er farið að leka virðist vera erfitt að skipta um það allavega óþrifaverk

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1775
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: 90 Cruser

Postfrá Sævar Örn » 17.aug 2017, 18:46

það er allt i lagi að skipta um affallið á túrbinunni það er leiðilegt að losa banjoboltann sem fer upp í blokkina en vel gerlegt ef maður tekur sig úr úlnliðslið

grindin ryðgar líka í hækkuninni þar sem næstfremsta body festing er, borgar sig að banka vel í hana alveg frá afturhornum og fram í grill
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: 90 Cruser

Postfrá sukkaturbo » 17.aug 2017, 18:56

Jamm ha ha Sævar ertu ekki á leiðinni norður ég skal berja grinda en hitt lýst mér ekki á Á--i uss ekki gott


olafur f johannsson
Innlegg: 702
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: 90 Cruser

Postfrá olafur f johannsson » 17.aug 2017, 19:43

Það er lítið mál að skipta um olíu rörið fyrir turbo í svona lc 90 þegar búið er að body hækka en það verður að taka litlu pinnboltana sem eru fyrir rörið á turboinu annars er hætta á að skemma nýja rörið. Með réttum verkfærum og á lyftu er þetta kannski um 1.5 tími Og eins með að skipta um klafa fóðringar er ekki mikið mál en slatti vinna og eins ef það á að skipta um spindilkúlur áð mæli ég með að kaupa original frá toyota
Toyota Yaris GRMN 2018


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: 90 Cruser

Postfrá sukkaturbo » 17.aug 2017, 22:02

Takk fyrir félagar er í spindlum geymi fóðringar vona að vælið og ískrið hætti prufa á morgun annars fer ég í klafan


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir