Demparar.


Höfundur þráðar
kristinng
Innlegg: 25
Skráður: 04.aug 2012, 10:35
Fullt nafn: KristinnGíslason
Bíltegund: E-350

Demparar.

Postfrá kristinng » 16.aug 2017, 19:47

Er með Econoline 350 árgerð 2007 diesel 35" breyttan. S.l. haust lét ég setja nýja dempara undir bílinn og hélt ég væri að kaupa olíu dempara en annað er komið í ljós þetta eru gasdemparar og bíllinn nánast ókeirandi á hörðum vegi. Fór í Þórsmörk s.l. helgi og fór niður í 15 psi. og það var eins og bíllinn væri fjaðralaus. Nú er spurning hvort einhverjir geti bent mér á nothæfa dempara undir bílinn því hann var ekki svona á original dempurunum.
Þess má geta að þessi bíll er breyttur af Quicley USA.




grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Demparar.

Postfrá grimur » 18.aug 2017, 02:45

Hvað átti við með gas en ekki oliu?
Það er olía á öllum dempurum. Gasdemparar eru bara hlaðnir með yfirþrýstingi af köfnunarefni til að olían sjóði ekki....
Spurning um að skríða undir vagninn og komast að því hvaða demparar eru þarna og deila því. Þá eru meiri likur á að fá vitræn svör.


Höfundur þráðar
kristinng
Innlegg: 25
Skráður: 04.aug 2012, 10:35
Fullt nafn: KristinnGíslason
Bíltegund: E-350

Re: Demparar.

Postfrá kristinng » 21.aug 2017, 16:16

grimur wrote:Hvað átti við með gas en ekki oliu?
Það er olía á öllum dempurum. Gasdemparar eru bara hlaðnir með yfirþrýstingi af köfnunarefni til að olían sjóði ekki....
Spurning um að skríða undir vagninn og komast að því hvaða demparar eru þarna og deila því. Þá eru meiri likur á að fá vitræn svör.

Þessir demparar eru Gabriel frá Stál og Stönsum.

User avatar

Jónas
Innlegg: 111
Skráður: 10.apr 2010, 09:56
Fullt nafn: Jónas Hafsteinsson
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Demparar.

Postfrá Jónas » 23.aug 2017, 17:49

Ég er með góða reynslu af Koni ( Bílanaust ) Búnir að vera undir Unimog hjá mér frá ca 1990, eknir ca 100þús mest við erfiðar aðstæður eins og td. Arnarvatnsheiði.

kv. Jónas

http://www.pbase.com/jonash/unimog


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Demparar.

Postfrá grimur » 28.aug 2017, 03:06

Gabriel eru nú held ég ekkert þekkt drasl merki, en akkúrat þessir gætu hæglega verið alltof mjúkir fyrir svona trukk.
Koni er nú alveg topp klassi, stillanlegir gjarna annað hvort með því að rífa í sundur og breyta í stimplinum, eða þá með að reka þá alveg saman í botn og snúa. Eignaðist reyndar bíl með Koni pari sem fékk að fjúka þar sem annar var fastur á stífustu stillingu, engin leið að losa upp á honum. Fremur áhugaverðir aksturseiginleikar fram að því, hann var allavega ekki grautlinur svo mikið er víst.
Kv
G


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 9 gestir