Síða 1 af 1

Kjúklingafeiti

Posted: 14.feb 2011, 21:50
frá HHafdal
Sælir hvernig farið þið að því að hreinsa djúpsteikingarfeitina af vatni og matarleifum þannig að hún verði brennsluhæf
ég var að prufa að sía hana í gegn um grisju og fannst ég vera á frekar slöku tímakaupi við það.Eins væri gaman að heyra blöndunarhlutföll á þessu á móti diesel. kveðja Dóri ( feiti )

Re: Kjúklingafeiti

Posted: 14.feb 2011, 22:10
frá andrig
til að losna við vatnið er sennilega best að sjóða uppá henni þá ætti vatnið að byrja að gufa upp.

Re: Kjúklingafeiti

Posted: 14.feb 2011, 22:20
frá Offari
Vatnið er þyngra en olían þannig að best er að láta olíuna setjast. Ég sía þetta gegnum gallabuxur og blanda þetta 50/50 til 75/25 og nota olíuna engöngu yfir sumarmánuðina. Hægt er að haf þetta óblendað ef olían er hituð.