Síða 1 af 1

Eldsneytiseyðsla á jeppum/jepplingum m. hjólhýsi

Posted: 18.júl 2017, 12:02
frá vippi
Daginn
Mig langar að forvitnast hvað bílar eru að eyða miklu sem eru að draga hjólhýsi,
hvaða bílar koma best út í eyðslu í þeim efnum
endilega tjáið ykkur um þetta :)

Re: Eldsneytiseyðsla á jeppum/jepplingum m. hjólhýsi

Posted: 18.júl 2017, 15:13
frá Járni
Svona semi-relevant, 38" 130 td5 Defender

~12 l/100 : tómur
~14 l/100 : með pallhýsi
~16 l/100 : með pallhýsi í bölvuðu roki

Re: Eldsneytiseyðsla á jeppum/jepplingum m. hjólhýsi

Posted: 18.júl 2017, 19:25
frá Heidar
38" Navara 1999 mdl 2.5l turbo diesel keyrandi á 37" á 4.88 hlutföllum

-Óhlaðinn (2.200kg): um 13-14l/100km

-Hlaðinn (2.400kg): 14-15l/100km

-Drekkhlaðinn með tjaldvagn (3.350 m. Vagni): 16-17l/100km

..Gef mér líters frávik..

Re: Eldsneytiseyðsla á jeppum/jepplingum m. hjólhýsi

Posted: 18.júl 2017, 19:48
frá StefánDal
Musso 2.9tdi 35". 4.27 hlutföll (orginal hlutföll).
Innanbæjar: 12
Þjóðvegaakstur: 12
Þjóðvegaakstur með 9 feta fellihýsi: 12

Hyundai SantaFe 2006 2.0crdi (túrbó dísel).
Þjóðvegaakstur: 8.7
Þjóðvegaakstur með 250kg. tjaldvagn og fullann bíl af farangri: 9.7

Re: Eldsneytiseyðsla á jeppum/jepplingum m. hjólhýsi

Posted: 19.júl 2017, 00:47
frá vippi
Ég gleymdi náttúrulega að nefna bílinn minn en er á explorer 2006 V6 og hann er með 12 -15 L en fór með hjólhýsi eina ferð og þá var hann með 22L
Þannig að nú þarf að fara að leita að einhverju eyðslugrennra

Re: Eldsneytiseyðsla á jeppum/jepplingum m. hjólhýsi

Posted: 19.júl 2017, 10:44
frá Óskar - Einfari
Hilux 2007 3.0 SSK 38" m. 4:88 hlutföll. 2 fullorðnir 2 börn, stútfullur pallur af farangri, 950kg fellihýsi. Alla jafna 13 til 15 lítrar á hundraði. Hefur einusinni farið í meira á leiðinni RVK - Akureyri.... þá var reyndar stormviðvörun í gangi, leiðindar veður og sterkur mótvindur alla helvítis leiðina. Þá eyddi hann 18 lítrum á hundraði með fellihýsið. Það er mesta eyðsla sem ég hef séð á þessum bíl fyrir utan þungt færi í snjó.....

Re: Eldsneytiseyðsla á jeppum/jepplingum m. hjólhýsi

Posted: 19.júl 2017, 12:28
frá olei
Eru menn að draga þetta svo langar leiðir á ári að eyðslan skipti verulegu máli?
Segjum að hýsi sé dregið 2000km á sumri. Það eru 20 x 100 km. Þá telur hver lítri til eða frá í eyðslu bílsins alls 20 lítra yfir sumarið í drættinum.
Bíll sem eyðir 10 lítrum minna sparar þá 200l af eldsneyti sem er innan við 40 þús kall í dag og jafnvel niður undir 30 þús ef hægt er að elta verðtilboð á eldsneyti.

Persónulega mundi ég ekki íhuga bílaskipti á þessum forsendum einum saman. Eyðslan á bílnum alla hina dagana, þegar hýsið er ekki meðferðis, réði líklega meira um það.

Re: Eldsneytiseyðsla á jeppum/jepplingum m. hjólhýsi

Posted: 19.júl 2017, 23:33
frá Offari
Á gamlan Isuzu Crew cab með 3,1 disel og létt hjólhýsi. Bílinn eyðir um 10 lítrum hjá mér að meðaltali en þegar ég dróg hjólhýsið tók ég eftir því að bíllinn var farinn að eyða mun meira þá dróg ég úr hraðanum og bíllinn eyðir 13 lítrum með hjólhýsið á 70-80 km hraða. Það undarlega er samt að ég er oft að draga bílfluttningskerru með bíl á en verð ekki eins var við aukningu á eyðslu og þegar ég dreg hjólhýsið.

Re: Eldsneytiseyðsla á jeppum/jepplingum m. hjólhýsi

Posted: 19.júl 2017, 23:43
frá einsik
Þegar þú dregur hjólhýsi ertu með vegg fyrir aftan þig, ekki á kerru eða fellihýsi.
Í því liggur munurinn.