Síða 1 af 1

Bann við akstri í miðbæ

Posted: 15.júl 2017, 11:04
frá Hjörturinn
Daginn.

Hefur einhver kynnt sér þetta bann við stórum bílum í miðbænum, nær þetta almennt yfir breytta jeppa eða bara bíla með fólksflutningaleyfi?

http://www.visir.is/g/2017170719385/ofu ... dborginni-

Re: Bann við akstri í miðbæ

Posted: 15.júl 2017, 15:13
frá jongud
Hjörturinn wrote:Daginn.

Hefur einhver kynnt sér þetta bann við stórum bílum í miðbænum, nær þetta almennt yfir breytta jeppa eða bara bíla með fólksflutningaleyfi?

http://www.visir.is/g/2017170719385/ofu ... dborginni-


Þetta nær bara yfir breytta jeppa sem eru skráðir sem hópferðabílar.

Re: Bann við akstri í miðbæ

Posted: 15.júl 2017, 18:38
frá ivar
Ekki það að hér séu svo margir að þetta sé almennileg sprengja, en ég er bara nokkuð ánægður með þetta bann. Rútur, lengdir excursion og 46" sprinterar eiga ekkert erindi niður í miðbæ eins og hann er settur upp í dag. Einhverstaðar þarf að draga línuna og þetta með hópferðaleyfið jafn gott og hvað annað. Annars væri alltaf verið að fara í kringum þetta.
Einstaklingur á sínum prívat bíl getur ennþá keyrt hvar sem hann vill en þeir sem vilja hafa af þessu tekjur fara allir undir sama hatt.

Sjáum áhrif heimskulegra laga í sjávarútveginum þegar sum skip eru öll styttri en X til að meiga veiða hér og þar o.s.fv.

Re: Bann við akstri í miðbæ

Posted: 16.júl 2017, 22:10
frá Izan
Sælir

Rétt, sumir bílar eru bara of stórir til að flækjast um borgina en það er ekki bann við vörubílum, hvernig stendur á því? Ef tilteknir bílar passa ekki á göturnar geta þeir ekki passað heldur ef þeir eru að ferðast þar í öðrum tilgangi. Dæmið gengur ekki upp að mér finnst.

Ef það er verið að sporna við því að erlendir ferðamenn séu hirtir upp og downloadað niður hist og her með tilheyrandi töfum á umferð þá er ekki verið að vinna gegn þvi vandamáli sem er raunverulega uppi.

Kv Jón Garðar

Re: Bann við akstri í miðbæ

Posted: 17.júl 2017, 08:41
frá jongud
Izan wrote:Sælir

Rétt, sumir bílar eru bara of stórir til að flækjast um borgina en það er ekki bann við vörubílum, hvernig stendur á því? Ef tilteknir bílar passa ekki á göturnar geta þeir ekki passað heldur ef þeir eru að ferðast þar í öðrum tilgangi. Dæmið gengur ekki upp að mér finnst.

Ef það er verið að sporna við því að erlendir ferðamenn séu hirtir upp og downloadað niður hist og her með tilheyrandi töfum á umferð þá er ekki verið að vinna gegn þvi vandamáli sem er raunverulega uppi.

Kv Jón Garðar


Vörubílar eru bara ekkert að þvælast um miðborgina mörgum sinnum á dag framan við sömu húsin. Það er ekki eins og fólk sé að flytja búslóðir í sömu götunni oft á dag.

Re: Bann við akstri í miðbæ

Posted: 17.júl 2017, 17:07
frá Óttar
Ég sé því miður ekki að málið leysist á þennan hátt. Viðkomandi ferðamaður hlítur að þurfa að komast í sömu götuna á sitt gistiheimili hvort sem fólki líkar betur eða verr. Ég efast um að þetta fólk labbi bara frá sleppistöðunum er þá ekki betra að rútan skutli fólkinu frekar en að vera að splitta því upp í 20 leigubíla.

Re: Bann við akstri í miðbæ

Posted: 18.júl 2017, 05:51
frá grimur
Lítur dálítið út eins og enn ein vanhugsuð aðgerð til að reyna að leysa vanda sem vissulega er til staðar.
Banna eitthvað án þess raunverulega að koma með lausn.
Ef safnstæðin væru virkilega vel upp sett þyrfti ekki að banna neitt, það væri bara þægindaauki af því að nota þau fyrir þjónustuaðilana. Í staðinn dettur skipulagsgúrúunum í hug að banna hópferðabíla á stórum svæðum án þess að hugsa málið til enda. Asnar.

G