Síða 1 af 1

skoðunarmál

Posted: 14.feb 2011, 00:48
frá KÁRIMAGG
Sælir spjallfélagar, nú fer að koma að skoðun á bílnum hjá mér sem er hi-lux dc lengdur og er á 44" með 305 sbc en er bara breytingaskoðaður fyrir 38. Eins og staðan er hef ég ekki tök á að láta breytingaskoða fyrir stærra og ætla ég að láta reyna á það hvort einhver hefði hjartað á réttum stað og væri til í að lána mér dekk á felgum einn dag eða svo til að fara á í skoðun. dekkin þurfa ekki að vera neiit eðal heldur bara að sleppa skoðun. Ef einhver væri til í þetta myndi ég sækja og skila án neinna óþæginda og kannski borga eitthvað smá fyrir. Endilega verið í bandi ef þú átt auka gang sem þú getur séð af í sólarhring .
kv Kári 8987428

Re: skoðunarmál

Posted: 14.feb 2011, 01:37
frá Freyr
Þú veist að ef þú ert á stærri dekkjum en 10% yfir þeim sem hann er breytingaskoðaður fyrir ertu ólöglegur. Ef þú lendir í slysi þá eru góðar líkur á að tryggingafélagið geri endurkröfu á þig fyrir eignatjón og sjúkrakostnað eftir slysið. Hvet þig til að hafa þessa hluti í lagi, hafa hann á minni dekkjum eða breytingaskoða hann á 44".

Kv. Freyr

Re: skoðunarmál

Posted: 14.feb 2011, 07:09
frá danfox
Ef þú ætlar að keyra á 44" og ert breytinga skoðaður fyrir 38" þá getur þú allt eins sleppt því að borga tryggingarnar.

Re: skoðunarmál

Posted: 14.feb 2011, 09:16
frá Tómas Þröstur
Skráningamál á jeppa sem búin er að sérskoða eru dálítið skrítin samkvæmt reglugerðum og öðruvísi en á ósérskoðuðum jeppa. Sérskoðaður jeppi er bara löglegur á þeim dekkjum sem hann er sérskoðaður á. Sem þýðir að sérskoðaður 38" bíll er alveg eins ólöglegur á 35" og á 44". Lítur kannski betur út að vera á minni ólöglegum dekkjum heldur en stærri ólöglegum en ekki samt bókstaflega og alveg eins hægt að hanka menn á vera á minni dekkjum eins og að vera á of stórum dekkjum.

Re: skoðunarmál

Posted: 14.feb 2011, 09:24
frá JonHrafn
Tómas Þröstur wrote:Skráningamál á jeppa sem búin er að sérskoða eru dálítið skrítin samkvæmt reglugerðum og öðruvísi en á ósérskoðuðum jeppa. Sérskoðaður jeppi er bara löglegur á þeim dekkjum sem hann er sérskoðaður á. Sem þýðir að sérskoðaður 38" bíll er alveg eins ólöglegur á 35" og á 44". Lítur kannski betur út að vera á minni ólöglegum dekkjum heldur en stærri ólöglegum en ekki samt bókstaflega og alveg eins hægt að hanka menn á vera á minni dekkjum eins og að vera á of stórum dekkjum.


Maður hefur alltaf heyrt að 10% frávik sé löglegt.

Þannig að 38" bíll væri löglegur á 34,45" upp í 41,8" . Það ætti að koma í ljós núna í feb þar sem ég þarf að fara með hiluxinn í skoðun á 39.5" , sérskoðaður á 38"

Re: skoðunarmál

Posted: 14.feb 2011, 12:32
frá Jens Líndal
Miðast ekki 10% frávik við upprunaleg hjólin, og þegar bíllinn er breytingaskoðaður þá verður bíllinn að vera á þeirri stærð sem hann er skráður á og frávikin verða engin, en hins vegar var mér sagt af einhverjum að það mætti alltaf setja minni hjól undir en ekki stærri uppá tryggingarnar..

Re: skoðunarmál

Posted: 14.feb 2011, 18:36
frá Kiddi
Í skoðunarhandbókinni (aðgengileg á us.is) stendur að ef hjólastærð er breytt frá upplýsingum framleiðanda eða skráðri stærð eigi að gera athugasemd, og þá ef það munar meira en 10%. Ef þið flettið þessu upp (atriði 6.1.0.2) þá sjáið þið að það er EKKERT tekið fram um breytta bíla = þetta gildir líka fyrir þá!

Síðan stendur þetta í reglugerð um gerð og búnað ökutækja (bls. 60):
"Við skipti á hjólbörðum undir bifreið sem ekki er breytt bifreið má mesta frávik á stærð ummáls þeirra
vera + 10% miðað við stærstu hjólbarða sem ætlaðir eru fyrir viðkomandi bifreiðargerð skv.
upplýsingum framleiðanda."

Þarna er ekkert tekið fram hvað má ekki á breyttum bíl... það sem er ekki bannað, það er þá leyft? Ég ætla þá að túlka þetta á þann veg að það eina sem við þurfum að fara eftir sé að halda okkur innan þessara 10%, nú þangað til einhver getur sannfært mig um annað!

Síðan rámar mig einhverstaðar í að ég hafi heyrt, eða séð að bíllinn ætti að fara í skoðun á stærstu mögulegu dekkjum, en mér tekst bara ómögulega að finna það svona í fljótu bragði...

Re: skoðunarmál

Posted: 14.feb 2011, 19:21
frá Stebbi
Þumalputtareglan var sú að þú þarft ekki breytingaskoðun ef þú heldur þig innan 10% skekkjumarkana. Hafði ekkert með breytingarskoðaða bíla að gera.

Re: skoðunarmál

Posted: 14.feb 2011, 19:29
frá Offari
Stebbi wrote:Þumalputtareglan var sú að þú þarft ekki breytingaskoðun ef þú heldur þig innan 10% skekkjumarkana. Hafði ekkert með breytingarskoðaða bíla að gera.

Hvernig er það þá? ef bíll er skráður á 38" en skoðaðu á 41" fæst hann þá skráður á 41" án breytingarskoðunar og því heimilt að vera á 44"?

Re: skoðunarmál

Posted: 14.feb 2011, 20:05
frá Stebbi
Ef að bíllinn er skráður á 38" dekk þá á að skoða hann á 38" dekkjum það eru þær upplýsingar sem ég hef fengið á skoðanastöðvum. Menn hafa sloppið með þetta í gegnum tíðina og þar á meðal ég.

Re: skoðunarmál

Posted: 14.feb 2011, 20:28
frá jeepson
Ef að það er miðað við 10% samkvæmt þeirri stærð sem bíllinn er skoðaður á. Þá er sniðugt að vera með 41" breytingar skoðun fyrir þá sem aka um á 38" og 44" Þar sem sleppa menn í báðar áttir. En þetta er nú kanski eitthvað sem einhver okkar hérna ætti kanski að tékka á með því að hringja í umferðastofu :)

Re: skoðunarmál

Posted: 14.feb 2011, 20:41
frá jeepcj7
Er þá ekki sniðugra að skoða á 42" og geta notað 38" og 46" með 10% túlkuninni. ;O)

Re: skoðunarmál

Posted: 14.feb 2011, 22:50
frá juddi
Hver er þá kostnaðurinn við að fá 38" breytingarskoðaðan bíl skráðan á 42" eða 44"

Re: skoðunarmál

Posted: 15.feb 2011, 09:48
frá Tómas Þröstur
Kiddi wrote:Í skoðunarhandbókinni (aðgengileg á us.is) stendur að ef hjólastærð er breytt frá upplýsingum framleiðanda eða skráðri stærð eigi að gera athugasemd, og þá ef það munar meira en 10%. Ef þið flettið þessu upp (atriði 6.1.0.2) þá sjáið þið að það er EKKERT tekið fram um breytta bíla = þetta gildir líka fyrir þá!

Síðan stendur þetta í reglugerð um gerð og búnað ökutækja (bls. 60):
"Við skipti á hjólbörðum undir bifreið sem ekki er breytt bifreið má mesta frávik á stærð ummáls þeirra
vera + 10% miðað við stærstu hjólbarða sem ætlaðir eru fyrir viðkomandi bifreiðargerð skv.
upplýsingum framleiðanda."

Þarna er ekkert tekið fram hvað má ekki á breyttum bíl... það sem er ekki bannað, það er þá leyft? Ég ætla þá að túlka þetta á þann veg að það eina sem við þurfum að fara eftir sé að halda okkur innan þessara 10%, nú þangað til einhver getur sannfært mig um annað!

Síðan rámar mig einhverstaðar í að ég hafi heyrt, eða séð að bíllinn ætti að fara í skoðun á stærstu mögulegu dekkjum, en mér tekst bara ómögulega að finna það svona í fljótu bragði...



Þarna er misræmi á milli US og reglugerðar. Grátlegt hvernig reglugerðin er uppsett.

Skoðunarstöðvar virðast hafa sína ákveðna túlkum á dekkjastærð og fleiru sem ég veit ekki hvaðan eru komnar eða gildi þeirra utan skoðunnarstöðva. En varla eru þessar túlkarnir ofar reglugerðarbókstafnum ef í hart færi í tryggingamáli. Ekki heppilegt að reiða sig á geðþóttaákvörðun tryggingafélaga hverju sinni þegar reglugerðarbókstaf vantar til að styðja túlkarnir umferðastofu og skoðunnarstöðva.

Re: skoðunarmál

Posted: 15.feb 2011, 14:03
frá Offari
juddi wrote:Hver er þá kostnaðurinn við að fá 38" breytingarskoðaðan bíl skráðan á 42" eða 44"

Ég held að það kosti ekki mikið. málið er að eftir að búið er að breytingarskoða bíl er ekki fullt breytingarskoðunargjald á þeim breytingum sem gerðar voru eftir það. Í gamla daga notfærðu menn sér 10% regluna til fulls og stækkuðu dekkin um 10% á ári og fengu hverja breytingu skráða án þess að fara í sérskoðun. Ég held að kostnaðurinn við að breytingarskrá 38" bíl yfir í 42" sé svipaður og að skrá dráttarkúlu undir bíl. (svo framarlega sem að ekki fylgi einhver önnur stór breyting dekkjastækkunini) Best er samt að spurja skoðunarmennina að þessu því þeir vita þetta örugglega betur en ég.

En ef þú ferð yfir 10% stækkun á dekkjum held ég að þú þurfir nýtt hraðamælavottorð.

Re: skoðunarmál

Posted: 15.feb 2011, 15:10
frá juddi
þá er bara að koma 42" á felgur og þá get ég notað alla gangana sem ég á

Re: skoðunarmál

Posted: 15.feb 2011, 15:40
frá jeepcj7
Ég á 42" og 38" nú vantar bara að skoða á 42" og versla svo 46" :o)