Eyðsla og almennt viðhald Pajero 3.2 diesel 2007


Höfundur þráðar
binso
Innlegg: 90
Skráður: 31.maí 2013, 12:49
Fullt nafn: Brynjar Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Eyðsla og almennt viðhald Pajero 3.2 diesel 2007

Postfrá binso » 19.maí 2017, 10:17

Sælir.
langaði til að athuga hvort einhver hafi reynslu af c.a 2007 árgerð af pajero með 3.2 diesel.
Er eitthvað sem ber að varast við kaup á svona bíl og hvað er ykkar reynsla af eyðslu?

Fyrirfram þakkir.
grimur
Innlegg: 756
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Eyðsla og almennt viðhald Pajero 3.2 diesel 2007

Postfrá grimur » 21.maí 2017, 03:39

Skoða afturhluta grindarinnar vel eins og með flesta bíla. Toyota hefur skipt út grindum í svipuðum árgerðum þar sem ryðvesen var sérstaklega slæmt í þeim, en sama á við um fleiri tegundir án þess að það hafi náð sérstaklega mikilli athygli. Það er rosalega svekkjandi að vera með hálfónýtan 10 ára gamlan bíl útaf svona þegar ekkert er til ráða annað en að láta tjasla í það með ryðbætingum.

Kv
Grímur


grimur
Innlegg: 756
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Eyðsla og almennt viðhald Pajero 3.2 diesel 2007

Postfrá grimur » 21.maí 2017, 03:44

Má bæta því við að tengdó eiga 2005 árgerð af Santa Fe, sem nánast missti afturendann undan útaf tæringu. Umboðið tók það í fyrstu atrennu, en það var ekki skipt um nógu mikið. Fyrir rest þurfti að skipta út öllum spyrnum, allskonar bracketum og drasli sem líklega var allt claimað í fyrstu umferð en í raun ekki skipt út. Þetta er eitthvað sem þarf að passa uppá, að skoða hvað umboðið claimar til framleiðanda og hvað er í raun skipt um. Allskonar skítabissness í gangi með svona.

Kv
G

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2705
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Eyðsla og almennt viðhald Pajero 3.2 diesel 2007

Postfrá elliofur » 21.maí 2017, 12:44

Og enn meiri viðbætur, BL er að kaupa nissan navara og nissan pathfinder og henda þeim útaf ryðguðum grindum. Toyota ákvað að skipta um grindur í td 120 bílnum en nissan bara hendir þeim. Og sérstaklega tekið fram að það má ekki hirða neina varahluti. Það var umræða um þetta á facebook um daginn. Í vetur fékk ég inn á lyftu til mín nissan navara sem var við það að grindarbrotna, ég setti inn myndir og spurningu á facebook hvort þetta væri þekkt og þá frétti ég um 3 bíla sem brotnuðu á lyftum á verkstæði (lyftur sem halda undir grindur, ég var með lyftu sem bíllinn keyrir uppá) og svo töluðu fleiru um að bílar hefðu brotnað úti á götu. Skelfilegt! En nissan kaupir þessa bíla aftur á fínum verðum svo eigendur verða sáttir.

Þetta er talsvert útfyrir upphaflega fyrirspurn en ýtir enn frekar undir að menn skoði eða láti fagmenn skoða grindur í bílum, jafnvel þó þeir séu bara rétt nýjir! Ég þekki ekki hvort þessir 3.2 pajeroar hafa ryðgað en gömlu bílarnir (fyrir 2000) voru alvarlega sýktir af grindarryði.

User avatar

muggur
Innlegg: 239
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Eyðsla og almennt viðhald Pajero 3.2 diesel 2007

Postfrá muggur » 21.maí 2017, 20:38

Pajero eftir 2000 er ekki með grind!!!!

Þarf að fara reglulega í fóðringar að aftan í þessum bílum.
Tékka vel á sjálfskiptingu og spíssum hef ég heyrt að sé ráðlegt.

Annars fínir bílar þó persónulega finnist mér pajero fyrir 2000 meiri bíll, en sumir myndu segja "meiri traktor"
Kv. Muggur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Höfundur þráðar
binso
Innlegg: 90
Skráður: 31.maí 2013, 12:49
Fullt nafn: Brynjar Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Eyðsla og almennt viðhald Pajero 3.2 diesel 2007

Postfrá binso » 10.okt 2017, 14:43

Hvernig er með 2001 árgerð af 3.2 bílnum er tímagír eða tímareim í honum?


Axel Jóhann
Innlegg: 112
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: Musso 3.2 Bensín 35"
Staðsetning: 110

Re: Eyðsla og almennt viðhald Pajero 3.2 diesel 2007

Postfrá Axel Jóhann » 11.okt 2017, 19:56

Tímagír og keðja í 3.2 vélinni, það sem aðrir hafa bent á eru fóðringar bæði framan og aftan, ef bíllinn er orðinn hjólaskakkur og þarf að hjólastilla eru allar líkur á því að allir stilliboltar séu fastir í fóðringum og þarf þá að skipta þeim öllum út, svo leka olíutankar, bremsurör í afturhjól gefa sig, borgar sig að skipta þeim út samhliða því þegar tankurinn er tekinn niður.
2000 Musso 3.2 Bensín á 35"
2005 Nissan Navara á 33"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir