Síða 1 af 1

Ledbar pælingar

Posted: 16.maí 2017, 11:18
frá Halldorfs
Ég er að fara að panta ledbar bæði frekar löng og stutt en langar í góð gæði og góðar festingar. Svo ég þurfi ekki að vera að finna upp hjólið vitið þið um einhvern söluaðila úti sem er allt að 100% og er komin reynsla af?

Kv Halldór

Re: Ledbar pælingar

Posted: 18.maí 2017, 12:01
frá Höfuðpaurinn
Finndu Jökul Brjánsson (minnir mig) hann er að flytja inn frá www.auxbeam.com og er að bjóða sömu verð og ef þú myndir panta sjálfur frá Kína.

Re: Ledbar pælingar

Posted: 18.maí 2017, 20:46
frá eyberg
Ég mundi fá mér tvo styttri til að þurfa ekki að losa þetta af í skoðun :)

Re: Ledbar pælingar

Posted: 25.maí 2017, 11:02
frá Sævar Örn
tveir led bar, eitt led bar, skiptir engu máli í skoðun, bæði jafn ólöglegt

Re: Ledbar pælingar

Posted: 25.maí 2017, 20:52
frá eyberg
Sævar Örn wrote:tveir led bar, eitt led bar, skiptir engu máli í skoðun, bæði jafn ólöglegt

Afhverju er það ólöglegt ?

Þurfa ekki aukaljós að vera í pörum eða stendur að Led sé ólöglegt.

Re: Ledbar pælingar

Posted: 25.maí 2017, 20:54
frá Sævar Örn
ekki e eða ce e1 merkt, og ekki með hlífar einsog eiga að vera yfir kösturum sem eru einu ljósin framan á bílnum sem eru undanþegin þessari reglu

Re: Ledbar pælingar

Posted: 26.maí 2017, 08:10
frá elli rmr
Sævar Örn wrote:ekki e eða ce e1 merkt, og ekki með hlífar einsog eiga að vera yfir kösturum sem eru einu ljósin framan á bílnum sem eru undanþegin þessari reglu



Led barið sem ég er með (visionx) er með hlíf og á ég bæði svarta hlíf og gula. En ég veit ekki með þessar merkingar, þarf að skoða það