Goodyear 42"

User avatar

Höfundur þráðar
Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Goodyear 42"

Postfrá Óttar » 15.maí 2017, 16:14

Sælir spjaverjar


Hver er að selja þessi dekk? Hafa menn góða reynslu af þeim?

kv Óttar




elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Goodyear 42"

Postfrá elli rmr » 15.maí 2017, 16:41

Klettur selur og þeir sem ég hef talað við eru sáttir


karlguðna
Innlegg: 66
Skráður: 17.apr 2017, 17:47
Fullt nafn: guðmundur karl guðnason
Bíltegund: econoline

Re: Goodyear 42"

Postfrá karlguðna » 15.maí 2017, 16:48

eru þetta ekki KEFLAR dekk ???


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Goodyear 42"

Postfrá olei » 17.maí 2017, 01:43

Ég er með svona dekk á 14" breiðum felgum undir Nissan Terrano á Patrol hásingum. Bíll upp á 2,3 tonn ólestaður. Mér finnst þau vera ágæt í akstri eins og radial er almennt. Það er dásamlegt að geta rúntað um þjóðvegina á 40"+ dekkjastærð án þess að vera með lífið í lúkunum. Það er talsvert veghljóð í þeim eins og búast má við af MT mynstri. Líklega sambærilegt við gamla 38" mudder/ground hawk

Ég tók strax eftir því að það þýddi ekki fyrir mig að hleypa meira úr þeim en niður í 3 psi. Ef ég tappaði meira úr þá gekk miðjan á bananum í þeim upp og ef maður keyrði á hörðu undirlagi á minna en 3 psi þá hoppaði bíllinn. Semsagt - þau eru nokkuð stíf ný. Þetta kom náttúrlega niður á drifgetu í snjó. Góðu fréttirnar eru þær að með því að keyra þau á lágum loftþrýstingi þá mýkjast þau og í dag tappa ég úr þeim niður í 1,5 psi og þau eru farin að fletjast fínt út og drifgetan er orðin miklu betri.

Í fyrstu snjó-ferðunum hafði ég ekki við sambærilegum bílum á 44 DC. Ég held að ég ljúgi engu þegar ég segi að það sé ekki lengur tilfellið, mér finnst þau jafnvel standa sig betur en 44 DC upp á síðkastið. Ég hef tekið eftir fínum yfirborðssprungum við felguna á dekkjunum hjá mér en sýnist ekki ástæða til að hafa áhyggjur af því.

Ég var á tímabili heitur fyrir því að prófa 46" túristadekk en ég er fallin frá þeim vangaveltum eftir að 42" fór að sýna sínar betri hliðar. Það eina sem kæmi til greina í dag sem einhverskonar betrumbót í snjóakstri væri nýja 44" Nokien /AT dekkið. En það er erfitt að réttlæta prísinn á nýjum dekkjagangi í þeim verðflokki þegar maður er þegar nokkuð sáttur við 42"

Mæli með 42" Good Year.

User avatar

Höfundur þráðar
Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Goodyear 42"

Postfrá Óttar » 18.maí 2017, 09:17

Takk fyrir svörin

Gangurinn af Goodyear 42" hjá Summit racing og heim með shop usa kostar tæp 400þús. Hef einmitt haft áhuga á Nokian 44" en það kostar 2x meira miðað við þessa tölu.

14" felga er það ekki orðið max á þessu dekki?

kv Óttar


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Goodyear 42"

Postfrá olei » 19.maí 2017, 10:48

Ég færi ekki í breiðara en 14". Ekki viss um að það sé neitt betra en bara 12-13" í þessi dekk - en ég hef engan samanburð í þeim efnum.


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Goodyear 42"

Postfrá grimur » 21.maí 2017, 03:32

Eru þessi dekk bara til fyrir 17" felgur?
Það er svosem ekki vandamál útaf fyrir sig hugsa ég, minna vesen með bremsudælur og þegar maður pælir í því, þá er dekkið sjálft með jafn mikinn belg á 38"/15" felgu einsog 42"/17" felgu.
Þetta gæti alveg verið dekkið fyrir eilífðarverkefnið mitt...6hjóla Toyota pickup. Var með 46" í huga fyrst, en það sem angraði mig mest var að svoleiðis bíll gæti orðið ansi erfiður í vatni...hann gæti nefninlega flotið eins og gúmmíbátur. Ég hef svosem verið leiðsögumaður í gúmmíbátaróðri en þar fyrir þykist ég vita að þetta gæti orðið aðeins of spennandi/taugastrekkjandi.
6 hjóla konseptið gæti verið býsna sniðugt með svona tiltölulega mjóum dekkjum sem eru ekki að troða of mikið á breiddina, en taka flotið út á lengdina í staðinn. Allt í línu...fullt af dekkjum fyrir flot en ekki svo mikið afl sem fer bara í að troða snjó.
Breidd dekkja er líka ofmetin í drifgetu að mínu mati. Hæð/sporlengd hefur mikið meira að segja. Breiddin eykur bara aflþörfina en gefur ekki svo mikið meira flot.
Verst hvað þessi dekk eru dýr, finn þau ekki undir $765 stykkið hérna í USA. Það er meira en 46" MT kostar, fann 20" dekk á $701. Sjæse. En ef þetta hentar betur, þá það.

Gott í bili
Grímur


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Goodyear 42"

Postfrá sukkaturbo » 21.maí 2017, 17:26

Jamm Grímur nú erum við sammála með það að vera ekki að hafa of breiðar felgur fyrir radialdekk. Hef reynt að gera nokkrar tilraunir á sama bílnum allt frá 10 til 15" breiðar felgur og var með radial mudder og 2 tonna bíl Jeepster í þessum tilraunum. Fannst hann bestur á 10 " breiðum sérstaklega í lausasnjó og ef brekkan var löng og brött fann engan eða mjög lítin mun á jafnsléttu. Nema þá á langkeyrslu þar var 10" langbest. Hrúgaðist minnst af snjó fyrir framan framhjólin og á milli framhjólanna þannig útbúinn. Hann skar sig mun betur áfram í brekkum án þess að ryðja á undan hjólunum.En þetta er bara sérviskupúkinn úr sveitinn he he sem heldur þessu fram

User avatar

Höfundur þráðar
Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Goodyear 42"

Postfrá Óttar » 21.maí 2017, 21:23

grimur wrote:Eru þessi dekk bara til fyrir 17" felgur?
Það er svosem ekki vandamál útaf fyrir sig hugsa ég, minna vesen með bremsudælur og þegar maður pælir í því, þá er dekkið sjálft með jafn mikinn belg á 38"/15" felgu einsog 42"/17" felgu.
Þetta gæti alveg verið dekkið fyrir eilífðarverkefnið mitt...6hjóla Toyota pickup. Var með 46" í huga fyrst, en það sem angraði mig mest var að svoleiðis bíll gæti orðið ansi erfiður í vatni...hann gæti nefninlega flotið eins og gúmmíbátur. Ég hef svosem verið leiðsögumaður í gúmmíbátaróðri en þar fyrir þykist ég vita að þetta gæti orðið aðeins of spennandi/taugastrekkjandi.
6 hjóla konseptið gæti verið býsna sniðugt með svona tiltölulega mjóum dekkjum sem eru ekki að troða of mikið á breiddina, en taka flotið út á lengdina í staðinn. Allt í línu...fullt af dekkjum fyrir flot en ekki svo mikið afl sem fer bara í að troða snjó.
Breidd dekkja er líka ofmetin í drifgetu að mínu mati. Hæð/sporlengd hefur mikið meira að segja. Breiddin eykur bara aflþörfina en gefur ekki svo mikið meira flot.
Verst hvað þessi dekk eru dýr, finn þau ekki undir $765 stykkið hérna í USA. Það er meira en 46" MT kostar, fann 20" dekk á $701. Sjæse. En ef þetta hentar betur, þá það.

Gott í bili
Grímur


Ég held að þau sé einmitt bara fyrir 17" . En það er bara kostur held ég, það rúmast ekki jeppabremsur í þessum 15" felgum. En það þýðir þá að það þarf að smíða sér felgur.

https://www.summitracing.com/int/parts/ ... /overview/

þau eru á 642$ hjá summit, mér finnst það samt nógu dýrt


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Goodyear 42"

Postfrá grimur » 22.maí 2017, 00:19

Já það svíður svolítið...og þá er eftir að koma þessu til landsins og borga skatta....held samt að þetta séu firna sniðug dekk. Ef þau eru sæmilega kringlótt og molna ekki niður eins og Parnelli gerðu þá er þetta alveg dæmi. 44"DC eru svoddan skítadreifaradekk að það er með ólíkindum í rauninni að það megi nota þau á almennum vegum yfir 50km/h.

Kv
Grímur


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Goodyear 42"

Postfrá olei » 22.maí 2017, 13:24

Ég breikkaði felgur undan einhverjum Toyota Cuiser, 120 eða 150 eða hvað þeir nú heita. Sterkar og fínar felgur svosem en leiðinda vesen að breikka þær út af því að það þarf að færa miðjuna og minnka hlemminn af því að hann færist inn í tunnuna úr jaðri felgurnnar. Ég sé samt 17" stálfelgur undir nýjum Hi-luxum sem eru talsvert öðruvísi og gætu hugsanlega verið auðveldari í meðförum ef það er hægt að lifa við original backspaceið í þeim. Hugsanlega hægt að sleppa við miðjufærsluna!?

User avatar

Höfundur þráðar
Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Goodyear 42"

Postfrá Óttar » 22.maí 2017, 23:10

Eru felgur undan venjulegum fílksbíl nothæfar í svona felgusmíðu? Ef það væri smíðunð ný miðja

User avatar

Höfundur þráðar
Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Goodyear 42"

Postfrá Óttar » 22.maí 2017, 23:10

Óttar wrote:Eru felgur undan venjulegum fílksbíl nothæfar í svona felgusmíði? Ef það væri smíðunð ný miðja

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Goodyear 42"

Postfrá jeepcj7 » 22.maí 2017, 23:43

Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að felgan komi undan fólksbíl líklega heldur léttari fyrir vikið sem er bara kostur
Heilagur Henry rúlar öllu.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Goodyear 42"

Postfrá olei » 23.maí 2017, 04:04

Flestir björgunarleiðangrar sem ég hef farið inn á hálendi til að sækja bilaða bíla eru vegna lélegra felga og í ótrúlega mörgum ferðum þarf að bjástra við viðgerðir tengdar þeim. Brotnir/jagaðir felguboltar, brotnar felgumiðjur, beyglaðar eða brotnar felgur þannig að dekk heldur ekki lofti og svo framvegis. Fyrir nú utan vandræðin með allskonar bed-lock drasl sem heldur hvorki vatni né vindi - en það er kannski önnur saga. Tilfellið er samt að felgur eru meiriháttar álagspunktur í fjallaferðum og raunar yfirleitt.

Þessvegna lít ég ekki svo á að felgur séu heppilegur staður til að spara þyngd. Jafn fúlt og það nú er gagnvart fjöðrun, drifgetu og allskonar. Þær bila líka yfirleitt þegar síst skyldi; kalt, vont veður, langt heim og vinna daginn eftir.

Ég vil þykkar stálmiðjur, lágmarks þykkt í breikkun 3mm og ekkert nema stál takk. Í svipinn man ég ekki eftir neinum fólksbílafelgum sem ég léti mér detta í hug að nota sem efnivið í jeppafelgur.

Önnur framfelgan undir bílnum hjá mér er lifandi vitnisburður um að það veitir ekki af því að hafa sæmilega sterkt í þessu - hún er með 15cm beinan legg í ytri kantinum eftir eitthvað stunt. En hún skilaði mér heim með sóma og borgaði þannig fyrir öll kílóin sem hún viktar.


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Goodyear 42"

Postfrá grimur » 25.maí 2017, 03:52

Þarna er ég sammála, það munar skrattakollinn ekki svo miklu á þyngd með að spara einn mm í þykkt í breikkun. Reiknast til að það séu kannski 800 grömm á felgu, miðað við 100mm breikkun í ca 15" felgu. Það er minna en gúmmíið sem stundum er skorið úr dekki til að það losi sig, til dæmis.
Góðar brúnir, þykkar miðjur, fríbil kringum felguboltana á bakhliðinni til að miðjan virki sem spenniskífa, vel innbrenndar suður frekar en skrautsuður....það er svona það helsta sem ég hef komist að. Hef sett saman felgur með basískum pinnavír með góðum árangri. Ekki það fallegasta kannski þar sem ég er ekki besti suðumaðurinn í bransanum, en potthélt og engir svikataumar.

Kv
Grímur


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Goodyear 42"

Postfrá juddi » 25.maí 2017, 09:23

Það hafa verið að koma upp vandamál td í ferðaþjónustunni þar sem felgur eru að springa á samsetninguni og í þeim tilfellum eru felgurnar bara soðnar að innan útaf útliti en væri nær að tig sjóða þær að utan
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Tjakkur
Innlegg: 115
Skráður: 15.nóv 2012, 15:26
Fullt nafn: Karl Ingólfsson

Re: Goodyear 42"

Postfrá Tjakkur » 25.maí 2017, 11:06

Fæst hjólnöf eru þeirrar gerðar að felguboltarnir eigi að stýra og bera felguna. Miðjugatið í felgunni og passandi stútur út úr miðju hjólnafinu hafa það hlutverk. Hlutverk felguboltanna er að klemma felguna á þessa miðjustýringu og taka á sig tork frá bremsum og drifrás.
Yfirleitt voru þessar stýringar renndar í burtu tam á Patrol svo að hægt væri að nota nær hvaða 6 gata felgu sem er, óháð mðjustýringu.
Menn virðast bera litla virðingu fyrir þessu samspili felgu og nafs, -jafnvel þeir sem aka á felgum sem helst minna á tunnu og þurfa að hafa gjörgæslu á felguboltunum þar sem miðjustýringin er ekki lengur til staðar.

Keypti eitt sinn aftermarket álfelgur undir SAAB. Felgurnar voru með of stóru miðjugati og víbruðu þar sem þær sátu ekki rétt á nafinu fyrr en ég fékk passandi millihiringi til þess að stýra þessu stóra miðjugati rétt upp á nafstýringuna.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Goodyear 42"

Postfrá olei » 25.maí 2017, 13:24

Þetta er alveg rétt - svo langt sem það nær. En þetta er ekki alveg ekki öll sagan varðandi okkar aðstæður. Flestir óbreyttir bílar eru með felgumiðjuna nokkurn veginn í plani við felguplattann. Það þýðir að öllu jöfnu þá er bara lóðréttur kraftur ,sem stafar af þyngd bílsins, í gegnum felguboltana og stýring á felgunni tekur það átak líka. Jafnvel alfarið ef hún er nægilega stíf.

Þetta er ekki tilfellið með með breiðar felgur. Þær eru komnar með miðjuna talsvert út fyrir þetta plan. Við það myndast vægisátak sem felguboltarnir verða að taka upp. Stýringin á felgunni hjálpar ekkert við það. Þar af leiðir að það er meira álag á felguboltana og miðjuna í felgunni. Málið versnar síðan enn frekar þegar menn keyra utan í gangstéttarkant, upp á stein eða eitthvað þar sem ysta brún á felgunni þarf skyndilega að bera bílinn. Og hún er 30cm frá boltaflangsinum á 16" breiðri felgu með 10cm backspace, en ekki 10-12 cm eins og á óbreyttum bíl. Nærri þrefalt vægisátak þar.

Þetta vægisátak myndar síðan dynamískt álag á felguboltana - langt umfram það sem gerist í original bíl. Eða, þegar bolti er efst í hringnum þá er ekkert álag á hann af völdum þessa vægis af því að það leitast við að þrýsta felgunni að nafinu. Neðst í hringnum veldur vægið hreinu togátaki á boltana. Þannig er síbreytilegt álag á boltann af völdum þessa vægis. Sama gildir raunar um felgumiðjuna fyrir utan boltahringinn. Vissulega er breytilegt álag á felgubolta í óbreyttum bíl, en stærðargráðan á breytingunni er lítil m.v það sem er í breittum bíl. Og þar með hrynur endingin niður - langar leiðir.

Þykkar stálfelgur undir dæmigerðum óbreittum pickup eru svona þykkar af því að framleiðandinn vill ekki fá milljóna kröfur vegna slysa og óhappa. Þær eru því hannaðar upp fyrir svokölluð þreytumörk og vafalaust hressilegur öryggisstuðull til viðbótar þannig að þær bila aldrei (fræðilega séð geta þær enst endalaust). En við að breikka svona felgur einhvern slurk, upp í 14-16" þá eru þessi þreytumörk að öllum líkindum farin út í veður og vind. En þær endast samt verulega lengi bara ekki endalaust. Þ.e.a.s eftir nógu og mikinn akstur springa þær einhversstaðar og bila vegna þess að styrkurinn er kominn niður fyrir þreytumörkin í stálinu. Með því að velja veikara efni í miðjur og annað í felgunni er síðan verið að stytta líftímann. Jafnvel niður í nokkur þúsund km ef menn ganga of langt í þeim efnum. Sama gildir náttúrulega um felguboltana og jafnvel nafið sjálft.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Goodyear 42"

Postfrá olei » 25.maí 2017, 15:06

Og fyrst ég er hálfpartinn búinn að ræna þræðinum þá langar mig að nefna eitt varðandi felgur undir jepppum.

Herðið felguboltana/rærnar með mæli. Það er ódýrasta viðhaldstrikk á jeppa sem ég veit um. Því miður er það gjörsamlega landlægur andskoti að freta felgur undir bíla með loftlyklum. Það er einfaldlega fúsk en sleppur svosem yfirleitt. En á breiðum felgum þarf að totta allan styrk út úr dótinu sem er í boði og þá notar maður bara herslumæli. Ég persónulega herði aldrei hjól undir með loftlykli. Aldrei.


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Goodyear 42"

Postfrá grimur » 26.maí 2017, 03:52

Fæst hjólnöf/felgur fyrir jeppa hafa nákvæmni til að taka í alvöru upp krafta í akstri. Kónískar blikkfelgur undir fólksbílum eru annað mál. Ef það er minnsta bil, þá er ég að tala um eitthvað stærra en 0,01mm, þá þarf felgan að skríða á nafinu í hverjum einasta hring ef boltarnir eiga ekki að taka álagið. Það er ekki tilfellið nema rærnar séu lausar.
Miðjun er annað mál, og krefst ekki sömu nákvæmni. Ég gæti trúað að allt að 0,2mm skekkja skipti ekki sköpum án þess að ég hafi reiknað það. Hef það eftir Freysa heitnum að plasthringir voru notaðir í Arctic Trucks til að miðjustýra, og millimetrabrot skipti máli, man bara ekki hvað hann tiltók sem þolmörk í þeim efnum.
Kv
G

User avatar

Höfundur þráðar
Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Goodyear 42"

Postfrá Óttar » 26.maí 2017, 12:54

Hugmyndin mín var að smíða felgu úr stáli með álmiðju eða þykku stáli sem væri þá fræst til að létta en halda styrknum. Ég breikkaði felgur hér forðum daga, ekki white spoke heldur þessar með kringlíttu götunum og það var ekki tunnan sem var að fara heldur rifnaði miðjan úr, það er eins og mig minni að breikkunin hafi verið 4mm og tunnan líka. Veit að N1 selur tunnur 17" 18500kr stk en veit svosem ekkert um efnisþykkt á þeim. En væntanlega mun ég reyna að hafa miðjuna sem næst miðju til að sleppa við álag á legu og felgubolta
En ef ég væri að renna miðjugatið fyrir naf mundi ég hafa 5-7 hundruðustu á álmiðju en þunn stálmiðja mundi leyfa aðeins minni rýmd


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Goodyear 42"

Postfrá grimur » 27.maí 2017, 04:07

Það var einhver smiðja að stansa botna í felgur úr slatta hraustu efni, svo bara rennt og borað í mál.
Spurning um að laser eða vatnsskera léttingar í þetta, svakalega seinlegt að fræsa svona stærðar göt í stál...

User avatar

Höfundur þráðar
Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Goodyear 42"

Postfrá Óttar » 27.maí 2017, 08:32

Ef það væri gat í gegn þá væri best að skera það en ef það er pocket þá verður að fræsa það. Það tekur enga stund með High feed fræs


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 13 gestir