Síða 1 af 1
Common-Rail sensor Hilux 2008 3.0D
Posted: 24.apr 2017, 20:53
frá xflex
Mig langaði að athuga hvort einhver geti hjálpað mér að finna Common-Rail sensor fyrir Toyota Hilux 3.0D.
Ég er að leita eftir réttu partnumber sem gengur í þennan bíl.
Takk fyrir
Re: Common-Rail sensor Hilux 2008 3.0D
Posted: 25.apr 2017, 08:06
frá jongud
Virðist vera 8945871010
það er sami fyrir 3.0 og 2.5 D4D
Re: Common-Rail sensor Hilux 2008 3.0D
Posted: 26.apr 2017, 22:47
frá xflex
Takk fyrir þetta
Re: Common-Rail sensor Hilux 2008 3.0D
Posted: 01.maí 2017, 17:49
frá xflex
Hvernig get ég fundið rétta stykkið miðað ef ég nota vin númerið sem er kun26l-drpsyw
Re: Common-Rail sensor Hilux 2008 3.0D
Posted: 02.maí 2017, 00:21
frá eyberg
xflex wrote:Hvernig get ég fundið rétta stykkið miðað ef ég nota vin númerið sem er kun26l-drpsyw
Hvar fékstu þetta gefið upp sem VIN numer ?
Var ég ekki búinn að finna það fyrir þig ?
Re: Common-Rail sensor Hilux 2008 3.0D
Posted: 02.maí 2017, 08:13
frá jongud
xflex wrote:Hvernig get ég fundið rétta stykkið miðað ef ég nota vin númerið sem er kun26l-drpsyw
Þetta er greinilega ekki Toyota VIN-númer.
Ef þú verð inn á Samgöngustofu hérna;
https://www.samgongustofa.is/umferd/okutaeki/okutaekjaskra/uppfletting/þá getur þú slegið inn bílnúmer og fengið VIN-númerið.
Re: Common-Rail sensor Hilux 2008 3.0D
Posted: 02.maí 2017, 17:47
frá Navigatoramadeus
Þetta kun26 er gerðarnúmer hjá Toyota, kun26 er hilux og gerðin í framhaldinu, hvaða markaðssvæði, double cab, vél o.fl.
Oft er beðið um þetta varðandi varahluti og viðgerðabækur.
Re: Common-Rail sensor Hilux 2008 3.0D
Posted: 02.maí 2017, 21:57
frá xflex
Það sem ég er að pæla í hvort Common rail sensor í þennan bíl sé 3 pin eða 6 pin.
Re: Common-Rail sensor Hilux 2008 3.0D
Posted: 04.maí 2017, 19:23
frá olafur f johannsson
xflex wrote:Það sem ég er að pæla í hvort Common rail sensor í þennan bíl sé 3 pin eða 6 pin.
Er með 2 ónýtar svona vélar aðra úr LC-120 og hinn er úr 2008 hilux og þær eru báðar með 6pinna common rail sensor
Re: Common-Rail sensor Hilux 2008 3.0D
Posted: 04.maí 2017, 21:55
frá xflex
Sæll Ólafur
Er einhver möguleiki að þú getur tekið mynd af þessu tengi þar sem sést inní þau fyrir mig.
Re: Common-Rail sensor Hilux 2008 3.0D
Posted: 05.maí 2017, 08:14
frá jongud
Kíktu hérna;
Það er hægt að slá þetta undirtegundarnúmer inn á toyodiy.com í stað VIN-númers
url]http://www.toyodiy.com/parts/q?vin=kun26l-drpsyw[/url]
En einhverra hluta vegna finnur sú síða ekki rail sensorinn. En ég þori næstum að hengja mig upp á að partanúmerið er 89458-71010 út frá vélargerðinni, 1KDFTV
Re: Common-Rail sensor Hilux 2008 3.0D
Posted: 05.maí 2017, 13:42
frá helgiarna
Eftir því sem ég kemst næst er partanúmerið sem þig vantar 23810-30100 þetta er 6 pinna skynjari og honum fylgir common rail rörið og er verðið eftir því. Toyota virðist ekki bjóða uppá þennan skynjara stakan í þennan bíl. Skynjari númer 89458-71010 er þriggja pinna og passar í eldri bíla.
kveðja Helgi
Re: Common-Rail sensor Hilux 2008 3.0D
Posted: 05.maí 2017, 13:51
frá xflex
Takk fyrir aðstoðina félagar.
Re: Common-Rail sensor Hilux 2008 3.0D
Posted: 05.maí 2017, 17:05
frá Navigatoramadeus
helgiarna wrote:Eftir því sem ég kemst næst er partanúmerið sem þig vantar 23810-30100 þetta er 6 pinna skynjari og honum fylgir common rail rörið og er verðið eftir því. Toyota virðist ekki bjóða uppá þennan skynjara stakan í þennan bíl. Skynjari númer 89458-71010 er þriggja pinna og passar í eldri bíla.
kveðja Helgi
Var með lc120 um daginn og virtist sem affallsventillinn á railinu væri bilaður og Toyota bíður ekki uppá stakan ventil heldur allt railið með skynjara og ventli, amk í þann bíl.
Þetta hlýtur að vera til einhversstaðar. :-)
Re: Common-Rail sensor Hilux 2008 3.0D
Posted: 05.maí 2017, 23:00
frá olafur f johannsson
xflex wrote:Sæll Ólafur
Er einhver möguleiki að þú getur tekið mynd af þessu tengi þar sem sést inní þau fyrir mig.
Skal reina gera það á morgun það sést allavega vel í hann á annari vélinni
Re: Common-Rail sensor Hilux 2008 3.0D
Posted: 06.maí 2017, 20:47
frá olafur f johannsson
Þetta er á Lc 120 vélinni og er alveg eins á hilux vélinni

Re: Common-Rail sensor Hilux 2008 3.0D
Posted: 07.maí 2017, 00:09
frá grimur
Án þess að ég viti það fyrir víst, þá kæmi mér þó ekki á óvart að það væri ástæða fyrir að þessi skynjari er ekki seldur stakur. Dettur í hug að hann sé paraður með ventlinum þar sem um einhvern breytileika er að ræða í opnunarþrýstingi milli eintaka. Þetta eru nú svosem bara getgátur, en það er stundum ástæða fyrir hlutunum önnur en sú að vera með hrein leiðindi. Ef ég væri að setja upp varahlutalagerinn fyrir Toyota myndi ég amk forðast svona samsetningar nema góð ástæða væri fyrir að vera með samsett.
Kv
Grímur
Re: Common-Rail sensor Hilux 2008 3.0D
Posted: 07.maí 2017, 13:06
frá xflex
Takk fyrir myndina Ólafur.
Re: Common-Rail sensor Hilux 2008 3.0D
Posted: 07.maí 2017, 15:40
frá Navigatoramadeus