Stolnir hlutir


Höfundur þráðar
emmibe
Innlegg: 250
Skráður: 20.mar 2013, 08:43
Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
Bíltegund: ssangyong musso

Stolnir hlutir

Postfrá emmibe » 15.apr 2017, 23:32

Það var farið inn í Musso inn minn síðast liðna nótt í Kópavoginum en þar sem svæðið er vel myndavélavætt og tvær vélar eru í 5 metra fjarlægð þá verður ekki mikið mál að finna viðkomandi en ekki fyrr en eftir helgi............ En ég var að brasa í bílnum svo flest öll smáverkfærin mín voru þarna topplyklasett rafmagnsmælir og gamall og góður kíkir í harðri svartri tösku með rauðu filti að innan. En svartri með gylltum ramma 10" Transformer TF100 spjaldtölvu var stolið sem mér þætti voðalega vænt um að fá aftur en hún var eingöngu notuð sem GPS og það er oruxmaps + gpsmaps.is kort í henni en það er ekkert batteri í vélinni svo hún virkar bara í sambandi en þessi hleðslutæki eru sjaldgæf, Svo á ég hana nú bara líka :-)
Veit að það er kannski lítil von að fá þetta aftur en... kannski.

Kv. Elmar


Elmar Þór Benediktsson
emmibe@gmail.com
SsangYong Musso E32


ivar
Innlegg: 686
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Stolnir hlutir

Postfrá ivar » 16.apr 2017, 09:58

Hvar í kópavogi var þetta?
Það var farið inn í bíl hjá mér aðfaranótt föstudags. Það var á Kársnesinu. Viðkomandi var óheppinn en ég var að vanda vakandi, eh að sýsla í skúrnum og heyrði umgang.
Hljóp þjófinn upp með aðstoð lögregluna og náði honum. Hann var með einhverja muni á sér sem ég átti ekki svo þetta var sjálfsagt ekki fyrsti bílinn það kvöld.
Þar sem þú ert með myndavélar þá get ég lýst viðkomand sem rúmlega 180cm, dökkum fötum, með slatta skegg (c.a. 4cm löng hár). Hettupeysa undir og úlpa yfir, minnir mig með kraga.

Amk, ef þetta er sá sami, náði lögreglan honum svo eh ætti að geta endurheimst.

Kv. Ívar


Höfundur þráðar
emmibe
Innlegg: 250
Skráður: 20.mar 2013, 08:43
Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
Bíltegund: ssangyong musso

Re: Stolnir hlutir

Postfrá emmibe » 16.apr 2017, 12:14

Takk fyrir þetta Ívar, bíllinn minn var í bílageymslu í Hamraborginni sem er orðin vörðuð af myndavélum. Góður að elta kvikindið.....hefði samt ekki látið lögga fá hann ;-).......
En þetta kemur víst í ljós eftir páska.
Kv Elmar
Elmar Þór Benediktsson
emmibe@gmail.com
SsangYong Musso E32


Höfundur þráðar
emmibe
Innlegg: 250
Skráður: 20.mar 2013, 08:43
Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
Bíltegund: ssangyong musso

Re: Stolnir hlutir

Postfrá emmibe » 17.apr 2017, 07:04

Já, búinn að vera að skoða svipuð mál og fengið sendar reynslusögur og er kominn með hnút í magann, gæti einhver bent mér á lögfræðing/stofu til að vera klár að hjóla í Sjóvá, vill helst ekki hafa samskipti við Sjóvá in person :-)
Ef að rúðurnar liggja ekki inni í bílnum/húsinu eða kúbeinið stendur ekki í falsinu þá ertu bara EKKERT tryggður fyrir þjófnaði.
Hér vantar fordæmisgefandi niðurstöðu að þú sért tryggður ef það er stolið frá þér.
Kv. Elmar
Elmar Þór Benediktsson
emmibe@gmail.com
SsangYong Musso E32


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 5 gestir