Síða 1 af 1

Hvaða 16" felgur eru hentugar í breikkun fyrir 46"

Posted: 07.apr 2017, 14:40
frá Svenni30
Hvaða 16" felgur eru hentugar í breikkun fyrir 46" og hvað er ríkis breidd fyrir 46" undir hilux ?
Óska líka eftir svona felgum til að breikka

Re: Hvaða 16" felgur eru hentugar í breikkun fyrir 46"

Posted: 07.apr 2017, 16:13
frá sukkaturbo
Jamm sæll vinnur veit ekki hvort ég hafi nokkuð vit á svona löguðu.Fann mér 16" sex gata felgur undan Toyota Hiace að mig minnir og bað hann Þórir Hroll að breikka þær fyrir mig.Setti krana í leiðinni og græjaði kanta báðumegin.Flott vinna hjá honum. Jamm svo kemur að helgispjöllunum hvað mikla breidd fyrir 46".17" 18" 19" 20" 21". Jamm ég valdi 20" svo auðvelt að muna þá tölu en pældi mikið í 18 til 19 þar sem ég taldi minni hættu á affelgun og minna álag á legur og stýri.Svo var bara sett undir og prufað og þá fannst mér 20" vera of mikið kom smá dæld niður í sólann og að 18" væri alveg nægilegt.Þarna hefur þú mína skoðun. 46" á 20" breiðum felgum helskorinn vigtaði 76kg stikkið.Á myndir af þeirri vigtun kveðja Guðni

Re: Hvaða 16" felgur eru hentugar í breikkun fyrir 46"

Posted: 08.apr 2017, 09:43
frá jongud
Ég hef heyrt hjá nokkrum reynsluboltum að White-spoke felgur henti illa fyrir breikkanir. "spókarnir" eigi það til að gefa sig enda minnka þeir út í átt að tunnunni.
Image

Heilir botnar og "hringjabotnar" eru sagðir betri, enda oft næstum heilsoðið þar sem botninn tengist við tunnuna.
Image
Image

Svo er líka mikilvægt að felgurnar sem á að breikka séu alveg hringlaga og ekki skakkar eða með kasti á sér.