Síða 1 af 1

Millikassa pælingar.

Posted: 28.mar 2017, 16:05
frá StebbiKristins
Sælir Félagar
Er í smá millikassa pælingum, er með 6L80 skiptingu með 32 rillu output og er að reyna ákveða kassa helst með sama rillu fjölda, léttleiki er mikill kostur og einnig sem styðstur á lengd / norður-suður, hvað leggið þið framm?

Re: Millikassa pælingar.

Posted: 28.mar 2017, 17:36
frá jongud
Ef hann þarf að vera með framdrifsúttakið bílstjóramegin þá myndi ég stinga upp á Atlas millikassa en þeir eru rándýrir.
Ef úttakið er farþegamegin þá myndi ég segja Dana 300 en í þá er hægt að fá 32-rillu inntakshjól.
Þessir kassar eru með því stysta sem hægt er að fá "norður-suður".
Mér dettur líka í hug alveg sprengjuheldur hlunkur sem er álíka upp byggður og Atlas og Dana 300, en það er New-Process 205 og hann er hægt að fá bæði bílstjóra- og farþegamegin. Lága drifið er leiðinlega lágt en það er hægt að fá tannhjól fyrir 1:3 í lága drifið.

Millikassinn úr gamla Bronco er líka mjög stuttur og með framdrifsúttakið bílstjóramegin, en með frekar grófum tannhjólagangi. Lága drifið er 1:2.46 en ég held að það sé ekki hægt að fá 32-rillu inntak í þá.
Það er hins vegar hægt að fá 32-rillu milligír sem Bronco dana 20 boltast beint aftaná og þá er settið bara rétt um 13cm. á lengd.
http://www.northwestfab.com/BlackBox-i_p_12.html

Re: Millikassa pælingar.

Posted: 28.mar 2017, 20:11
frá oliexplorer
það er líka möguleiki á að fá np241 og np208 báðir mjög sterkir og nokkuð léttir.

Re: Millikassa pælingar.

Posted: 30.mar 2017, 09:33
frá Valursmara
Það þarf að gelda dragliðinn aftaná np241 og np208 en það er ekkert mál græjaði það mjög smekklega i willysnum hja mer

Re: Millikassa pælingar.

Posted: 30.mar 2017, 10:06
frá StebbiKristins
Góðar pælingar, er akkúrat mikið búin að pæla í 241 kassanum, hvaða leið fórst þú Valur að gelda dragliðinn? Setur þú þá jóka í staðinn?

Re: Millikassa pælingar.

Posted: 30.mar 2017, 11:08
frá Kiddi
Myndi skoða að taka NP231 og setja í hann 32 rillu input og stystu gerð af SYE kitti t.d. þetta: http://www.jbconversions.com/products/s ... rt_sye.php

Það er hægt að setja í 231 kassana 6 hjóla plánetugíra eins og eru í 241 og jafn svera keðju, en kassinn er minni um sig og með grennri öxla sem þetta SYE kit bætir úr að aftan (sverað upp í 32 rillu) en framöxullinn er 26 rillu sem er nú alveg nóg í léttan bíl. Í rauninni álíka sterkur kassi og 241 en minni um sig.

Re: Millikassa pælingar.

Posted: 30.mar 2017, 11:52
frá StebbiKristins
Kiddi wrote:Myndi skoða að taka NP231 og setja í hann 32 rillu input og stystu gerð af SYE kitti t.d. þetta: http://www.jbconversions.com/products/s ... rt_sye.php

Það er hægt að setja í 231 kassana 6 hjóla plánetugíra eins og eru í 241 og jafn svera keðju, en kassinn er minni um sig og með grennri öxla sem þetta SYE kit bætir úr að aftan (sverað upp í 32 rillu) en framöxullinn er 26 rillu sem er nú alveg nóg í léttan bíl. Í rauninni álíka sterkur kassi og 241 en minni um sig.


Lýst virkilega vel á þetta, kannski er betra að taka framm búnaðinn sem verður í bílnum, þetta er semsagt lc9/Ls vél um 340 hp við hana 6l80, d44 hásingar og 38" dekk, bíllinn verður um 1300-1400kg.

Re: Millikassa pælingar.

Posted: 30.mar 2017, 13:22
frá Robert
Guðdómlegt.Er að elska þessa samsetningu og bílinn er þetta í Fordinn á myndinni?

Re: Millikassa pælingar.

Posted: 30.mar 2017, 13:30
frá StebbiKristins
Robert wrote:Guðdómlegt.Er að elska þessa samsetningu og bílinn er þetta í Fordinn á myndinni?

Willys tvistur ;) fer í hann jabb.

Re: Millikassa pælingar.

Posted: 30.mar 2017, 14:11
frá jongud
StebbiKristins wrote:
Robert wrote:Guðdómlegt.Er að elska þessa samsetningu og bílinn er þetta í Fordinn á myndinni?

Willys tvistur ;) fer í hann jabb.


Þarf úttakið fyrir framdrifið þá að vera farþegamegin?

Re: Millikassa pælingar.

Posted: 30.mar 2017, 14:25
frá StebbiKristins
jongud wrote:
StebbiKristins wrote:
Robert wrote:Guðdómlegt.Er að elska þessa samsetningu og bílinn er þetta í Fordinn á myndinni?

Willys tvistur ;) fer í hann jabb.


Þarf úttakið fyrir framdrifið þá að vera farþegamegin?

Já, gleymdi að taka það framm :)

Re: Millikassa pælingar.

Posted: 30.mar 2017, 14:30
frá jongud
StebbiKristins wrote:
jongud wrote:
StebbiKristins wrote:Willys tvistur ;) fer í hann jabb.


Þarf úttakið fyrir framdrifið þá að vera farþegamegin?

Já, gleymdi að taka það framm :)


Þá myndi ég segja Dana 300, sérstaklega þar sem þú er með svona stuttan Willys.

Re: Millikassa pælingar.

Posted: 30.mar 2017, 14:40
frá StebbiKristins
jongud wrote:
StebbiKristins wrote:
jongud wrote:
Þarf úttakið fyrir framdrifið þá að vera farþegamegin?

Já, gleymdi að taka það framm :)


Þá myndi ég segja Dana 300, sérstaklega þar sem þú er með svona stuttan Willys.

Hann verður eitthvað lengdur, er d300 ekki svo svakalegur hlunkur? Og þá þarf bæði 32 rilla breytingu og kaupa milliplötu fyrir rétta bolta deilingu er það ekki?

Re: Millikassa pælingar.

Posted: 30.mar 2017, 17:44
frá jongud
Dana 300 er um 40 kg.
Og jú, þú þarft milliplötu og annað inntak. En það þarf líka annað inntakshjól í NP231 og hann er lengri.