Síða 1 af 1

Er að íhuga að fá mér jeppa...

Posted: 12.feb 2011, 15:25
frá ÓskarÓlafs
Sælir jeppasérfræðingar!

Eftir langa og mikla íhugun hef ég komist á þá niðurstöðu að stuðið og skemmtunin á íslandi er útá landi, sem lengst frá bygð, þannig að hugmyndin er að fá sér jeppa.

Ég skal játa það að ég er spenntur fyrir bæði Toy og Landrover á 38"+, en er annars opinn fyrir öllum ábendingum og góðum ráðum.

kv. Óskar

Re: Er að íhuga að fá mér jeppa...

Posted: 12.feb 2011, 16:15
frá Izan
Þá hefðirðu ekki átt að kjósa vinstri græna.....http://mbl.is/frettir/innlent/2011/02/1 ... ekkar_enn/

Það er til mikið af allskyns Toyotum og allskyns útgáfur af Landrover. Ég held að þú verðir að þrengja þetta aðeins t.d. hvernig þú ætlar að nota bílinn s.s. sem eiga hann einann og nota í allt eða eiga inní skúr og nota bara á fjöllum.

Ég get ímyndað mér að þú sért að tala um LC 80 annarsvegar og bíla af því kaliberi og þá er af nógu að taka en mér lýst illa á að þú íhugir ekki Patrol. Af bílum í þessari stæðrargráðu er hann klárlega langódýrastur og er langt frá því að vera síðri bíll en hinir.

Kv Jón Garðar

Re: Er að íhuga að fá mér jeppa...

Posted: 12.feb 2011, 17:03
frá ÓskarÓlafs
ég myndi nota hann í allt, snatt innanbæjar og leika mér uppá fjöllum.

og hvar sagði ég að ég væri ekki að íhuga Patta ?? ekkert að þeim bílum



og btw
kaus ekki vinstri græna þakka þér kærlega fyrir :P

Re: Er að íhuga að fá mér jeppa...

Posted: 12.feb 2011, 20:38
frá Einar
Izan wrote:Þá hefðirðu ekki átt að kjósa vinstri græna.....http://mbl.is/frettir/innlent/2011/02/1 ... ekkar_enn/

Kv Jón Garðar

Það þarf ekki VG til að hækka eldsneiti, ég bý í Austurríki og þar er eldsneytisverð í hæðstu hæðum og hægri/miðju sinnuð stjórn.
Hvað varðar jeppa til að kaupa að ef ekki væri þetta ógnarháa eldsneytisverð þá myndi ég segja fáðu þér Grand Cherokee, skemmtilegur ferðabíll, skemmtilegur snattbíll og bara yfirhöfuð skemmtilegur bíll á góðu verði. Hægt að finna talsvert af bílum sem eru sáralítið notaðir, og þeir eru gangvissir og léttir.
Gallinn er að flestir eru bensínbílar og þar með er rekstrarkostnaður talsverður en það má að vísu kaupa talsvert bensín fyrir verðmismunin á honum og Patrol svo ekki sé talað um verðið á þessum Toyotum sem er ekkert annað en rán um hábjartan dag.

Re: Er að íhuga að fá mér jeppa...

Posted: 12.feb 2011, 20:53
frá Stebbi
Einar wrote:Hvað varðar jeppa til að kaupa að ef ekki væri þetta ógnarháa eldsneytisverð þá myndi ég segja fáðu þér Grand Cherokee, skemmtilegur ferðabíll, skemmtilegur snattbíll og bara yfirhöfuð skemmtilegur bíll á góðu verði. Hægt að finna talsvert af bílum sem eru sáralítið notaðir, og þeir eru gangvissir og léttir.
Gallinn er að flestir eru bensínbílar og þar með er rekstrarkostnaður talsverður en það má að vísu kaupa talsvert bensín fyrir verðmismunin á honum og Patrol svo ekki sé talað um verðið á þessum Toyotum sem er ekkert annað en rán um hábjartan dag.


Ef maður þarf ekki allt heimsins pláss að innan þá er 4.7 grand langt frá því að vera slæmur kostur. Ef að vélin er í þokkalega góðu lagi þá kemur bensínnotkunin skemmtilega á óvart, þá meina ég hvað hún er minni en maður á von á. Svo mokast þetta áfram þegar það er beðið um það.

Re: Er að íhuga að fá mér jeppa...

Posted: 13.feb 2011, 23:48
frá LeibbiMagg
Izan wrote:Þá hefðirðu ekki átt að kjósa vinstri græna.....http://mbl.is/frettir/innlent/2011/02/1 ... ekkar_enn/

Það er til mikið af allskyns Toyotum og allskyns útgáfur af Landrover. Ég held að þú verðir að þrengja þetta aðeins t.d. hvernig þú ætlar að nota bílinn s.s. sem eiga hann einann og nota í allt eða eiga inní skúr og nota bara á fjöllum.

Ég get ímyndað mér að þú sért að tala um LC 80 annarsvegar og bíla af því kaliberi og þá er af nógu að taka en mér lýst illa á að þú íhugir ekki Patrol. Af bílum í þessari stæðrargráðu er hann klárlega langódýrastur og er langt frá því að vera síðri bíll en hinir.

Kv Jón Garðar


ég ætla ekkert að skíta patrol neitt út kann ágætlega við þá þar sem það er einn þannig á 38" í fjölskyldunni og þekki ég patrolinn aðeins og þetta eru góðir bílar ....en ég veit nu ekki allveg hvernig þeir geta verið lang ódýrastir nu er trooperinn ekki dýr og eyðir mun minna en patrolinn allavega minna en 2,8 vélin

ekkert skítkast her á ferð bara mín skoðun endilega svaraðu og rökstyddu jón

Re: Er að íhuga að fá mér jeppa...

Posted: 13.feb 2011, 23:52
frá LeibbiMagg
Izan wrote:Þá hefðirðu ekki átt að kjósa vinstri græna.....http://mbl.is/frettir/innlent/2011/02/1 ... ekkar_enn/

Það er til mikið af allskyns Toyotum og allskyns útgáfur af Landrover. Ég held að þú verðir að þrengja þetta aðeins t.d. hvernig þú ætlar að nota bílinn s.s. sem eiga hann einann og nota í allt eða eiga inní skúr og nota bara á fjöllum.

Ég get ímyndað mér að þú sért að tala um LC 80 annarsvegar og bíla af því kaliberi og þá er af nógu að taka en mér lýst illa á að þú íhugir ekki Patrol. Af bílum í þessari stæðrargráðu er hann klárlega langódýrastur og er langt frá því að vera síðri bíll en hinir.

Kv Jón Garðar


ég ætla ekkert að skíta patrol neitt út kann ágætlega við þá þar sem það er einn þannig á 38" í fjölskyldunni og þekki ég patrolinn aðeins og þetta eru góðir bílar ....en ég veit nu ekki allveg hvernig þeir geta verið lang ódýrastir nu er trooperinn ekki dýr og eyðir mun minna en patrolinn allavega minna en 2,8 vélin

ekkert skítkast her á ferð bara mín skoðun endilega svaraðu og rökstyddu jón

Re: Er að íhuga að fá mér jeppa...

Posted: 14.feb 2011, 09:37
frá Izan
Sælir

Þetta með vinstri græna var bara svolítið spaug og hreint ekki meiningin að móðga neinn, þetta lág bara svo hrikalega vel við.

"LeibbiMagg", fyrir mér er Isuzu Trooper og Patrol alls ekki af sömu stærðargráðu, sorrý. Ég er ekki að segja þessa bíla verri eða betri an aðra en ef ég skildi rétt það sem maðurinn talaði um voru LC 80 og Landrover að koma til greina. Þessir bílar eru báðir á framhásingum og með gormafjöðrun allan hringinn. Þetta eru, að Patrolnum viðbættum, bílar sem lítið þarf að gera til að þeir beri 44" dekk, óhemjulegt magn af aukabúnaði í boði o.s.frv.

Hinsvegar mætti, miðað við þetta, setja LC 80 í flokk með Trooper og 90 krúser því að ef vel á að vera þarf að skipta framhásingunni út fyrir aðra sterkari ef á að nota 44" hjól.

Að þessu sögðu stend ég við það sem ég sagði að Patrolinn væri ódýrastur af jeppum af sínu kaliberi.

Sem betur fer eru margar tegundir sem falla illa í svona huglæga flokkun t.d. er erfitt að staðsetja Wrangler, Cherokee og þessa litlu amerísku jeppa. Cherokeeinn er ekki byggður á sjáfstæðri grind og það þarf að taka tillit til þess við notkun bílsins en hann er tölvert mikið léttari en t.d. patrol og trúlega léttari en Trooper, en þessar pælingar gera þetta svo skemmtilegt og núna koma jeep karlarnir og skamma mig fyrir að setja ekki cherokee í vörubílaflokkinn og Pajeró eigendurnir verða brjálaðir að ég vilji meina að þeir séu ekki á sama kaliberi og Patrol og 80 krúser. Líf og fjör í umræðurnar!!!!, skammiði mig bara, ég þoli það alveg.

Kv Jón Garðar

Re: Er að íhuga að fá mér jeppa...

Posted: 14.feb 2011, 13:23
frá Stebbi
Izan wrote:og núna koma jeep karlarnir og skamma mig fyrir að setja ekki cherokee í vörubílaflokkinn og Pajeró eigendurnir verða brjálaðir að ég vilji meina að þeir séu ekki á sama kaliberi og Patrol og 80 krúser.


Ég ætla fyrir hönd allra Pajero og Grand Cherokee eigenda að þakka þér fyrir að bera ekki Patrol og 80 að jöfnu við þá. Pajero og Grand Cherokee eru engan vegin eins miklar vandræða dollur og ofangreind tröll og mega þeir slást um vörubílaflokkinn fyrir okkur. Við hjá Pajero og Grand Cherokee samtökunum tökum ekki pólitíska afstöðu geng einstaka tegundum og reynum eftir fremsta megni að rægja ekki aðra þó það sé gert með sannleikan einan að vopni, við stöndum frekar hjá en að berja á lítilmagnanum.
Við hjá POGC vitum hvað okkar bílar geta og þekkjum takmörk þeirra þó lítil sem engin séu og virðum alla aðra jeppaeigendur og skoðanir þeirra sama hversu arfa-vitlausar þær eru.

Takk fyrir lesturinn. :) :) :)

Re: Er að íhuga að fá mér jeppa...

Posted: 14.feb 2011, 13:29
frá jeepcj7
Það gleymdist allavega ekki að setja vél í trooperinn eins og suma af "vörubílunum"

Re: Er að íhuga að fá mér jeppa...

Posted: 16.feb 2011, 15:33
frá JHG
jeepcj7 wrote:Það gleymdist allavega ekki að setja vél í trooperinn eins og suma af "vörubílunum"


Held að það hafi ekki gleymst, var bara ákveðið að nota eitthvað annað og senda vélina til Ástralíu :(