Síða 1 af 1

beinskiptur 120 cruiser 2006 árg diesel þekktir gallar ??

Posted: 16.mar 2017, 10:51
frá Andri M.
sælir eg er búinn að leita á þessari síðu en finn ekkert bitastætt,

allaveganna eg er að fara á föstudaginn á morgunn :) að skoða 2006 120 cruiser diesel keyrður um 170000 km hverjir eru kostir og gallar þessara bíla(aðallega gallar samt svo maður viti hvað maður er að fara út í) og er einhvað sem þið mælið með að eg spurji um og skoði sérstaklega, og hvernig hafa þessir bílar verið að koma út almennt ?? er þetta verkstæðismatur eða er þetta "ódrepandi" :) :)

með fyrirfram þökkum um svör

Re: beinskiptur 120 cruiser 2006 árg diesel þekktir gallar ??

Posted: 16.mar 2017, 15:01
frá oddur
ég átti svona bensín bíl árg 2004 og það helsta sem ég var búinn að afla mér upplýsingar um algengar bilanir í þessum bílum.
- ryð í grind
- heddpakkning í bensín bílnum
- spíssar í dísel bílnum (eftir 2005 árg)
- rúðuþurrkubrakket fyrir framrúðu
- swiss (til að starta bílnum, brotnar)
- rafmagnsdriflæsing í afturdrifinu

Re: beinskiptur 120 cruiser 2006 árg diesel þekktir gallar ??

Posted: 17.mar 2017, 11:19
frá Andri M.
engar fleiri reynslusögur ?? það er enginn skortur af þessum bílum á götum bæjarins :) nema þetta séu bara svona góðir og gallalausir bílar þá fagna eg því :)

Re: beinskiptur 120 cruiser 2006 árg diesel þekktir gallar ??

Posted: 17.mar 2017, 19:48
frá Járni
Eftir því sem ég best veit er búið að nefna stærstu gallana. Ryð í grind og spíssar. Annars er bara normal bilerí eins og gengur og gerist.

Re: beinskiptur 120 cruiser 2006 árg diesel þekktir gallar ??

Posted: 18.mar 2017, 14:28
frá Andri M.
ok takk fyrir svörin