Síða 1 af 1
Trooper sérfræðingar athugið!
Posted: 01.mar 2017, 00:51
frá eddi ola
Reif framan af vél í trooper 2001 vegna olíuleka. Stilti timamerkin rétt á bæði knastásunum og olíudælunni. Tók síðan hlífina framan af neðri tímatannhjólunum og kemur þá í ljós að engin merki stemma á þeim. Verð ég að rífa knastásanna af og setja merkin rétt með því að snúa hjólunum á réttann stað eða er þetta í lagi? Vélin gekk nokkuð vel áður en ég reif framan af henni og hún þjappar vel þegar ég sný henni með skafti. Kvorki knastáshjólið eða dæluhjólið hreyfðust þegar ég tók reimina og hjólin af þeim. Vonandi fæ ég svör við þessu. Mkv Eggert.
Re: Trooper sérfræðingar athugið!
Posted: 01.mar 2017, 19:08
frá biturk
Ertu ekki bara á röngum tdc?
Re: Trooper sérfræðingar athugið!
Posted: 01.mar 2017, 19:30
frá Steinmar
Ekki vil ég kalla mig sérfræðing, en þegar ég var að vasast í mínum gamla (´99) lenti ég í svipuðu vandamáli.
Öllum merkjunum ber ekki saman nema á 60. hring eða svo, ég man ekki töluna. Ef þú opnar þetta og snýrð sveifarásnum með skafti, geturðu séð að það líður langur tími (margir snúningar) þar til öll merkin standast á.
Það sem ú þarft að passa, er að snúa engu, nema tímareimin sé á sínum stað. Þegar maður skiptir um tímareim stillir maður merkin á knastásunum saman og tekur reimina af, passar að hreyfa ekkert, setur nýju á og málið dautt.
Ég fékk einhverjar upplýsingar um hvernig ætti að stilla gumsið allt rétt saman, en að sjálfsögðu er ég búinn að gleyma hvaðan þær upplýsingar komu. Þú gætir prufað einhver verkstæði sem vinna í þessum bílum, nú orðið þér út um verkstæðishandbók.
Gangi þér vel með þetta
Steinmar
Re: Trooper sérfræðingar athugið!
Posted: 01.mar 2017, 20:41
frá hobo
Bara setja þetta saman með tímamerkin á olíudælu og knastás eins og þau voru áður. Já merkin passa sjaldnast alveg saman, nema einstaka sinnum :)
Re: Trooper sérfræðingar athugið!
Posted: 02.mar 2017, 00:26
frá eddi ola
set hana saman óhreifða þá. Takk fyrir svörin. KV Eggert