Síða 1 af 1

dularfullt hvítt duft fannst í reykjavík

Posted: 26.feb 2017, 19:43
frá íbbi
jæja eru menn ekki búnir að ganga í barndóm í púðrinu í dag?

það gerði ég allavega, hlussan mín var bara merkilega dugleg

Image
Image

bjartsýnin var full mikil á köflum
Image

ég reyndi að létta bílinn með að kasta konuni út...
Image

Re: dularfullt hvítt duft fannst í reykjavík

Posted: 26.feb 2017, 21:03
frá Járni
Haha, góðar myndir. Þetta er snilldar ástand.

Re: dularfullt hvítt duft fannst í reykjavík

Posted: 26.feb 2017, 21:49
frá íbbi
Alveg brilliant, svona winter wonderland stemning í gangi

Re: dularfullt hvítt duft fannst í reykjavík

Posted: 27.feb 2017, 16:51
frá Óskar - Einfari
Þetta er frekar fáránlegt... hef sjaldan skemmt mér jafn vel hérna á höfuðborgarsvæðinu. Venjulega er maður kominn langt frá höfuðstaðnum til að komast í svona mikinn púðursnjó. Þetta var upp á stuðara á Hilux, sumstaðar komu langir kaflar þar sem þetta náði vell upp á grill og frussaðist upp á húddið.

Re: dularfullt hvítt duft fannst í reykjavík

Posted: 27.feb 2017, 23:06
frá íbbi
djöfull hefur verið gaman á þessum hilux í gær, og öðrum sambærilegum, þetta hjálpar ekkert til við að seðja löngunina í að breyta flykkinu mínu

hérna er smá video eftir að ég var búinn að moka hann út

Re: dularfullt hvítt duft fannst í reykjavík

Posted: 27.feb 2017, 23:12
frá íbbi
festan :D

Image

Re: dularfullt hvítt duft fannst í reykjavík

Posted: 28.feb 2017, 17:08
frá Járni
Ívar, þú þarft stærri dekk :)

Re: dularfullt hvítt duft fannst í reykjavík

Posted: 28.feb 2017, 17:29
frá íbbi
Alveg sammála því, og betri fjöðrun og læsingar,

En.. ætli það sé nú ekki nóg að reka þetta flykki meðan maður er í skóla, :(

Re: dularfullt hvítt duft fannst í reykjavík

Posted: 28.feb 2017, 17:43
frá Járni
Haha, jú. Góður skólabíll, fullt af plássi fyrir bækur og nesti! :)

Re: dularfullt hvítt duft fannst í reykjavík

Posted: 28.feb 2017, 19:39
frá íbbi
Góður maður sagði eitt sinn að það væri algjört lágmark að skólabíll viktaði að lágmarki 3tonn, og drægi ekki minna en 6 tonn,