Síða 1 af 1

Mitusbisu Pajero 2001 3,2

Posted: 16.feb 2017, 00:53
frá sukkaturbo
Sælir félagar var að eignast Pajero 2001 með 3,2 lítra vél og sjálfskiptan.Tók eftir því er ég var að leggja í stæði er heim kom að í hvert skipti sem ég skipti úr Drive og í Back eða öfugt er ég var að manúera inn í stæðið þá drepst á hjá mér og þarf ég að starta þó nokkuð til að fá í gang aftur.Vélinn snýst um 800 rpm í hæga gangi.Ekki konu væn bilun.Einhver sem kannast við þetta. Annars bara fínn bíll sem eyðir litlu og vinnur vel finnst mér. Kveðja frá Sigló guðni

Re: Mitusbisu Pajero 2001 3,2

Posted: 16.feb 2017, 08:16
frá jongud
Þetta er bíll þar sem allt er tölvustýrt, vél, skipting og fjandinnmávitahvaðmeira.

Ef mögulegt er væri líklega best að vera með tölvulesara tengdann við bílinn um leið og það er skipt úr drive í bakk, eða reynt að leggja í stæði til að finna út hvað er að klikka.

Re: Mitusbisu Pajero 2001 3,2

Posted: 16.feb 2017, 13:55
frá Startarinn
Mig minnir að kallinn hennar tengdamömmu hafi lent í svona þegar raunasaga gamla pajerosins hans var í gangi. það reyndust einhverjar vacuum slöngur hafa víxlast sem ollu þessu

Re: Mitusbisu Pajero 2001 3,2

Posted: 16.feb 2017, 16:35
frá sukkaturbo
Jamm drengir prufaði þetta í morgun og var þá allt í lagi.Var að koma úr langkeyrslu í nótt en ég sótti bílinn í Víðihlíð og bar á þessu í nótt er bíllinn var vel vinnuheitur .Hefur ekki borið á þessu í dag en er að leita mér að vitneskju kanski fer ég úr öskunni í eldin að skipta á Range Rover og Pajero samt eitthvað minni eyðsla á þessum. Engin ljós loga í þessu Pajero dóti og er það viðburður frá Range Rover sem var eins og jólasería

Re: Mitusbisu Pajero 2001 3,2

Posted: 16.feb 2017, 17:52
frá sukkaturbo
Jamm Pajero var fínn á leiðinni niður á verkstæðið hjá mér í morgun.Búið að bóna og sjæna í allan dag.Þegar átti að fara að bakka út fór hann í gang en um leið og sett var í bakk þá drapst á honum. Sett í gang aftur og í drive og það drepst en á honum svo nú ég næ honum ekki út af verkstæðinu.
Gengur lausa gang en neitar að keyra bara steindrepst á honum.Lét núverandi eiganda vita og kannast hann ekki við að bíllinn hafi látið svona hjá sér.Eigendaskipta blöð hafa ekki enn verið lögð inn spurning hver réttur manns er í svona tilfellum??
Er viðgerðin á minn kostnað eða fyrri eiganda.En er ekki liðinn sólarhringur fyrr en um miðnætti?Ég lét núverandi eiganda vita skriflega um stöðuna svo það sé klárt.Helvítis leiðindi að lenda í svona brasi á fyrsta degi.Hefði verið betra að vika hefði liðið.Nei segi svona he he