Síða 1 af 1

Fyrirspurn um pallhús?

Posted: 04.feb 2017, 20:49
frá Amos05
Sælir .

Ég er með Isuzu D-max 2010 og er í smá pælingum hvar er hægt að fá pallhús á svona bíl.
Það virðist eingin vera selja svona notað og er eingin annar en arctic trucks að selja svona hús? eða vitið þið síðu sem menn hafa verið að panta svona að utan?

Re: Fyrirspurn um pallhús?

Posted: 05.feb 2017, 10:23
frá jongud
Amos05 wrote:Sælir .

Ég er með Isuzu D-max 2010 og er í smá pælingum hvar er hægt að fá pallhús á svona bíl.
Það virðist eingin vera selja svona notað og er eingin annar en arctic trucks að selja svona hús? eða vitið þið síðu sem menn hafa verið að panta svona að utan?


Pallhús er líklega ansi leiðinlega stórt til að flytja inn á eigin vegum. Rúmmálið er svo leiðinlega mikið. Bara það að flytja bensíntanka á milli landa er suddalega dýrt. En hver veit, þú gætir prófað að hafa samband við shopusa það virðist sæmilega hagkvæmt á aukahlutum í bíla. Húsgögn og heimilistæki sem geta verið álíka rúmfrek og pallhús eru á þetta 40-50 þúsund í flutning og gjöld.