Síða 1 af 1

LandRover-afföll

Posted: 03.feb 2017, 23:26
frá thor_man
Enn einn langur farinn, er það túristinn eina ferðina enn? Einhver áhrif hefur þetta allt á tryggingaiðgjöldin mundi maður halda! http://bilauppbod.is/auction/view/24770-land-rover-defender

Re: LandRover-afföll

Posted: 04.feb 2017, 00:13
frá svarti sambo
Var ekki búið að færa Landrover merkið undir þessa bíla. :-)

Re: LandRover-afföll

Posted: 04.feb 2017, 01:20
frá grimur
Þetta teljast nú vera svona sæmilegar rispur á Land Rover mælikvarða. Ekkert sem slaghamar og kúbein fær ekki lagað...

Re: LandRover-afföll

Posted: 04.feb 2017, 07:53
frá hvati
Getum ekki kennt túristum um allt:

„ ... bifreiðinni var ýtt lyklalausri fram af háum bakka, valt en endaði á hjólum, sviss er skemmdur.“

Re: LandRover-afföll

Posted: 04.feb 2017, 09:12
frá Járni
Hræðilegt

Re: LandRover-afföll

Posted: 04.feb 2017, 11:54
frá jongud
thor_man wrote:Enn einn langur farinn, er það túristinn eina ferðina enn? Einhver áhrif hefur þetta allt á tryggingaiðgjöldin mundi maður halda! http://bilauppbod.is/auction/view/24770-land-rover-defender


Ég held að bílaleigur og almenningur séu ekki í sama potti þegar kemur að tryggingum.

Re: LandRover-afföll

Posted: 04.feb 2017, 12:35
frá svarti sambo
Þessu tapi sem tryggingafélögin verða fyrir á bílaleigunum, er alveg örugglega velt yfir á almenning, eins og allt annað.

Re: LandRover-afföll

Posted: 04.feb 2017, 16:41
frá thor_man
hvati wrote:Getum ekki kennt túristum um allt:

„ ... bifreiðinni var ýtt lyklalausri fram af háum bakka, valt en endaði á hjólum, sviss er skemmdur.“

Já! Sá ekki þennan texta í auglýsingunni, en skrýtið að tryggingafélagið sé að auglýsa bílinn ef það er eigandinn sem hefur staðið í þessu. Þá sæti hann líklega uppi með bílinn og tjónið. Annaðhvort hefur honum verið stolið eða í útleigu..