Síða 1 af 1
HJÁLP!! Truntugangur í TRITON 4.6.
Posted: 01.feb 2017, 08:45
frá Bubbi byggir
Er nýlega búinn að fjárfesta í Ford 150 Triton v8, sá eðal bíll er árgerð 1998. það er að angra mig gangurinn í vélinni en það er þannig að það ber ekki mikið á þessum gangtruflunum í venjulegu snatti en þegar ég er kominn út á þjóðveg og bíllinn skiptir í hæsta gír í ca 1500 snúningum byrjar þessi truntugangur í honum og smá saman dregur af honum nema ef ég gef honum inn þá hressist hann aftur í smá stund, er búinn að skipta um kerti með litlum árangri.
Hvað getur verið að angra bílinn vantar tilfinnanlega einhver svör, er einhver sem kannast við þetta??
Re: HJÁLP!! Truntugangur í TRITON 4.6.
Posted: 01.feb 2017, 08:48
frá eyberg
Ertu búinn að athuga hvort hann sé réttur á tima ?
Re: HJÁLP!! Truntugangur í TRITON 4.6.
Posted: 01.feb 2017, 09:07
frá Bubbi byggir
Úff, nei ef hann hefur breitt tímastillingunni eitthvað ætti það þá ekki að koma fram í venjulegum lausagangi?? en hann gengur fínt þannig.
Re: HJÁLP!! Truntugangur í TRITON 4.6.
Posted: 01.feb 2017, 10:37
frá Tjakkur
Ef þessar truflanir koma einungis upp þegar vélin þarf töluvert eldsneyti í langan tíma þá er líklegt að flæði á eldsneytinu sé takmarkað.
Líklegustu skýringar eru stífluð sía, lélega dæla eð stífluð öndun.
Byrjaðu á að prófa að keyra með bensínlokið laust, -skipta um síu og líklega getur þú prófað að opna lögn og tékka á flæði frá dælu ef það fyrra reddaði ekki málinu.
Re: HJÁLP!! Truntugangur í TRITON 4.6.
Posted: 01.feb 2017, 12:00
frá sukkaturbo
Sæll frændi bensín mál sía eða dæla vantar bensín undir álagi.Byrja á síunni
Re: HJÁLP!! Truntugangur í TRITON 4.6.
Posted: 01.feb 2017, 12:08
frá Bubbi byggir
Sælir strákar og takk fyrir þetta, ætla að prufa að rekja þetta, prufa mig áfram. ef einhver hefur lent í þessu með Ford væri gott að heyra frá því.
Frændi fara ekki að koma fleyri myndir af Bellu?? Maður bíður alveg spenntur::::::::)
Re: HJÁLP!! Truntugangur í TRITON 4.6.
Posted: 01.feb 2017, 19:53
frá Rodeo
Lenti einhvern tímann í svipuðu klandri með v6 Isuzu vél, gekk vel í lausagnagi en hikstaði og stóð á sér undir álagi, upp brekku eða í framúrakstri.
Þar voru heilmiklar pælingar í gangi og skipt um eitt og annað þart til að ég í bríarí skipti um kertaþræði og það var málið. Það var veikur neisti í bílnum dugði greinilega undir litlu álagi en þegar hann var staðinn dugði það ekki til og hann stóð á sér.
Einfaldur og til þess að gera ódyr viðgerð áður þú ferð í dyrari hluti.
Re: HJÁLP!! Truntugangur í TRITON 4.6.
Posted: 01.feb 2017, 22:48
frá sukkaturbo
Jamm frændi sæll er að klára einn hilux 1999 fer með hann í skoðun á næsta þriðjudag og set hann á skrá. Svo verður Bella kláruð
Re: HJÁLP!! Truntugangur í TRITON 4.6.
Posted: 02.feb 2017, 08:23
frá Bubbi byggir
Er þessi ný sprautaður? lítur svo vel út.
Guðni er Broncoinn hans Frissa heitins til á Sigló ennþá?? væri gaman að vita hvað varð um hann.
Re: HJÁLP!! Truntugangur í TRITON 4.6.
Posted: 02.feb 2017, 08:25
frá jongud
sukkaturbo wrote:Jamm frændi sæll er að klára einn hilux 1999 fer með hann í skoðun á næsta þriðjudag og set hann á skrá. Svo verður Bella kláruð
Skemmtilega skjótt mælaborðið á þessum Hilux.
En til að halda sig við þráðinn;
Kviknar á "check engine" ljósinu á fordinum?
Re: HJÁLP!! Truntugangur í TRITON 4.6.
Posted: 02.feb 2017, 09:05
frá Bubbi byggir
Nei, engin ljós.
Re: HJÁLP!! Truntugangur í TRITON 4.6.
Posted: 02.feb 2017, 11:59
frá sukkaturbo
Sæll frændi hann er seldur en er enn hér.Skoðum bensínsíuna fyrst
Re: HJÁLP!! Truntugangur í TRITON 4.6.
Posted: 02.feb 2017, 12:12
frá Bubbi byggir
ég fer suður í kvöld og ætla að grípa nýja síu og prufa að skipta um hana.