Síða 1 af 1
Spjaldtölva sem gps hvernig festing?
Posted: 27.jan 2017, 12:35
frá ojons
Sælir nú var ég að versla mér spjaldtölvu sem ég ætla að nota sem gps í bílnum hjá mér, var búinn að vera nota símann með góðum árangri síðasta vetur. Mér fannst skjárinn bara aðeins of lítill.
Hvernig festingu hafið þið verið með fyrir spjöldinn ykkar?
Er allveg hægt að treysta einni sogskál til að halda 10.1" spjaldi?
Re: Spjaldtölva sem gps hvernig festing?
Posted: 27.jan 2017, 14:13
frá jongud
Ég treysti ekki einni sogskál og nota svona;

Þetta virkaði vel í sumar, fór þrisvar yfir Illahraun og skrölti langt niður Gljúfurleitin án þess að þetta hreyfðist.
Spjaldið vildi hins vegar renna til hliðar út úr klónni, en ég rúllaði lítinn hring af rafmangsteipi og setti í eina klónna og þá fór það ekkert.
Fleiri myndir og umræða er hér;
http://old.f4x4.is/spjallbord/umraeda/android-spjald-sem-gps/
Re: Spjaldtölva sem gps hvernig festing?
Posted: 27.jan 2017, 17:18
frá ojons
Hvar fékkstu þessa festingu?
Re: Spjaldtölva sem gps hvernig festing?
Posted: 27.jan 2017, 17:36
frá Járni
Ég veit um einn ljónharðan sem notar RAM kúlur ásamt skurðarbretti úr IKEA með riflás.
Re: Spjaldtölva sem gps hvernig festing?
Posted: 27.jan 2017, 18:04
frá ojons
Væri gamann að sjá mynd af þeirri festingu ;)
Re: Spjaldtölva sem gps hvernig festing?
Posted: 28.jan 2017, 10:15
frá jongud
ojons wrote:Hvar fékkstu þessa festingu?
Keypti hana frá Bretlandi gegnum Ebay, minni á að gengið er afar hagstætt núna :)
Re: Spjaldtölva sem gps hvernig festing?
Posted: 28.jan 2017, 13:12
frá ojons
Re: Spjaldtölva sem gps hvernig festing?
Posted: 29.jan 2017, 09:16
frá jongud
ojons wrote:Ég fann einmitt svipaða eða eins festingu í gær og er búinn að panta...
Takk fyrir ráðleggingar
Kv.óskar j
Þessi er enn betri en mín, þarna getur spjaldið ekki runnið til hliðanna.
Re: Spjaldtölva sem gps hvernig festing?
Posted: 29.jan 2017, 13:02
frá eyberg
Ég er mað samsung spjald 10" og er að nota ram festingu sem er skrúað í plast kofer sem tölvan smellur í.
Sviðað og þessi ram festing.

og svo þetta kover en er búinn að klippa lokið af sem fer yfir skjáinn.
http://www.ebay.co.uk/itm/Folding-Stand-Slim-Cover-Smart-Flip-Case-for-Samsung-Galaxy-Tab-S-T800-T700-/321774147811
Re: Spjaldtölva sem gps hvernig festing?
Posted: 29.jan 2017, 17:03
frá Járni
ojons wrote:Væri gamann að sjá mynd af þeirri festingu ;)
Það er í raun bara þetta með plasti og riflás :)
Re: Spjaldtölva sem gps hvernig festing?
Posted: 20.apr 2017, 11:00
frá Rögnvaldurk
Sæll Óskar Jóns,
Ég hef áhuga á að kaupa eins festing og þú keyptir í gegnum Ebay. Getur þú sagt mér hvort Samsung 10,1¨ spjaldtölvan passar í hana? Festingin er nefnilega gefið upp fyrir hámark 9,84¨ á vefsíðu þeirra. Hvernig kemur þetta út hjá þér?
Kveðja, Rögnvaldur Kári
Re: Spjaldtölva sem gps hvernig festing?
Posted: 20.apr 2017, 22:30
frá ojons
Sæll Rögnvaldur
10.1" spjaldtölvan rétt svo passar þarf að ýta þétt á eftir henni í festinguna og götin fyrir hleðslusnúruna eru ekki allveg á réttum stað en ekkert mál að redda því.. annars er þetta hamingan ein hagast ekki tölvan og sogskálarnar öflugar og góðar, hafa haldið síðan í byrjun febrúar og alldrei losnað...
Re: Spjaldtölva sem gps hvernig festing?
Posted: 20.apr 2017, 23:29
frá svarti sambo
Þessi ætti að vera nægilega öflug.

- R_RAM-D-111U-C.jpg (33.65 KiB) Viewed 4882 times
http://www.ebay.com/itm/RAM-Mount-Brack ... 1527223985
Re: Spjaldtölva sem gps hvernig festing?
Posted: 21.apr 2017, 21:18
frá Rögnvaldurk
Sæll Óskar,
Takk fyrir svarið. Gott að heyra að það virkar vel.