Tjakkskúffur fyrir 35" breyttann Hilux
Posted: 20.jan 2017, 23:10
Sælir. Ég keypti ekki fyrir löngu 35" breyttan Hilux árgerð 2007. Held að Arctic Trucks hafi breytt honum. Í honum er enginn tjakkur en ég hef hugsað mér að vera með drullutjakk í bílnum. Gallinn er, eftir því sem ég get best séð, að það er hvergi hægt að tjakka hann upp nema á prófílbeislinu að aftan. Á gamla Musso jeppanum mínum var ég með skúffur á öllum hornum til að tjakka í. Hvernig er best að staðsetja svona skúffur til að tjakka í?