Tjakkskúffur fyrir 35" breyttann Hilux


Höfundur þráðar
jpp
Innlegg: 1
Skráður: 20.jan 2017, 23:05
Fullt nafn: Jóhann Pétur Pétursson
Bíltegund: Hilux

Tjakkskúffur fyrir 35" breyttann Hilux

Postfrá jpp » 20.jan 2017, 23:10

Sælir. Ég keypti ekki fyrir löngu 35" breyttan Hilux árgerð 2007. Held að Arctic Trucks hafi breytt honum. Í honum er enginn tjakkur en ég hef hugsað mér að vera með drullutjakk í bílnum. Gallinn er, eftir því sem ég get best séð, að það er hvergi hægt að tjakka hann upp nema á prófílbeislinu að aftan. Á gamla Musso jeppanum mínum var ég með skúffur á öllum hornum til að tjakka í. Hvernig er best að staðsetja svona skúffur til að tjakka í?



User avatar

jongud
Innlegg: 2700
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tjakkskúffur fyrir 35" breyttann Hilux

Postfrá jongud » 21.jan 2017, 09:43

Góður rörstuðari eða ljósagrind boltuð við grindina.
Image

Svona grindur verja líka framstuðarann þegar er verið að böðlast upp á skarir og bakka.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Tjakkskúffur fyrir 35" breyttann Hilux

Postfrá Startarinn » 21.jan 2017, 10:12

Ekki einfaldasta lausnin en ég smíðaði rörastuðara framan á minn, með sætum fyrir tjakkinn

20150220_152549.jpg
20150220_152549.jpg (1.33 MiB) Viewed 1154 times
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur