Tjakkskúffur fyrir 35" breyttann Hilux
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1
- Skráður: 20.jan 2017, 23:05
- Fullt nafn: Jóhann Pétur Pétursson
- Bíltegund: Hilux
Tjakkskúffur fyrir 35" breyttann Hilux
Sælir. Ég keypti ekki fyrir löngu 35" breyttan Hilux árgerð 2007. Held að Arctic Trucks hafi breytt honum. Í honum er enginn tjakkur en ég hef hugsað mér að vera með drullutjakk í bílnum. Gallinn er, eftir því sem ég get best séð, að það er hvergi hægt að tjakka hann upp nema á prófílbeislinu að aftan. Á gamla Musso jeppanum mínum var ég með skúffur á öllum hornum til að tjakka í. Hvernig er best að staðsetja svona skúffur til að tjakka í?
-
- Innlegg: 2700
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Tjakkskúffur fyrir 35" breyttann Hilux
Góður rörstuðari eða ljósagrind boltuð við grindina.

Svona grindur verja líka framstuðarann þegar er verið að böðlast upp á skarir og bakka.

Svona grindur verja líka framstuðarann þegar er verið að böðlast upp á skarir og bakka.
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Tjakkskúffur fyrir 35" breyttann Hilux
Ekki einfaldasta lausnin en ég smíðaði rörastuðara framan á minn, með sætum fyrir tjakkinn
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur