Síða 1 af 1

Rafmagnspælingar fyrir húsbíl. Vantar hugmyndir

Posted: 19.jan 2017, 21:41
frá TDK
Sælir.
Vinur minn var að kaupa sér transporter sem verður innréttaður sem húsbíll. Ég er mikið að velta fyrir mér rafmagnsmálum fyrir bílinn, þ.e. rafmagni fyrir hinn og þennan aukabúnað. Svosem hitablásara, kæliskáp, útvarp og þessháttar.

Reykna með að þræða inn í bílinn stóran kapal beint frá alternator og útbúa svo einhverja stýringu til að loka tengslum við alternator þegar bílinn er ekki í gangi. Hef svosem ekki ákveðið neitt með það. Hef séð að það eru til einhverjar græjur til að gera þetta. Sjálfur var ég að hugsa um að græja þetta með relay en er opinn fyrir hugmyndum.

Annað sem ég er að spá. Hversu mikið þarf maður að hafa af aukarafgeimum. Geri mér grein fyrir að þetta fer allt eftir því hvort að það verði risa kæliskápur og hitablásari í gangi dögum saman en það væri gott að fá einhverja hugmynd.

Það hefur eitthvað verið talað um sólarsellu en sennilega er það full dýrt til að byrja með.

Allar hugyndir og ráð vel þegin.

Re: Rafmagnspælingar fyrir húsbíl. Vantar hugmyndir

Posted: 21.jan 2017, 12:12
frá olei
Ef hugmyndin er að nota deep cycle rafgeyma þá þarf etv. að velta því fyrir sér hvernig er best að hlaða þá frá bílnum. Það er ekki víst að þeir hafi gott af því að vera tengdir beint við alternator með sverum vír - þó að það sé í lagi í stuttan tíma. Þetta fer eitthvað eftir því hvernig geyma um ræðir. Þar sem þokkalegur geymapakki kostar sitt þá er full ástæða til að gera þetta rétt til að vera ekki að stytta líftíma rafgeymanna að óþörfu.

Eins er það spurning við hvaða tækifæri umrætt Relay ætti að tengja og hvenær ekki. Deep cycle rafgeymum er ekki sérstaklega vel við að mjög hraða afhleðslu og því best að þeir taki ekki þátt í því að starta bílnum í gang. Þar fyrir utan eru síðan heilu geimvísindin við að hlaða þá upp til fulls, þar hentar EKKI dæmigert bíl-hleðslutæki að mér skilst, og síðan er mælt með einskonar vaktara til að halda straumi á þeim þegar þeir eru ekki í notkun um lengri tíma. Það eru til sérhæfð hleðslutæki sem sjá um þetta allt saman.

Hvað snertir stærð þá er fyrsta vers að finna út straumnotkun á fyrirhuguðum notendum og byrja síðan að reikna hvað er nauðsynleg stærð. Þar er sjálfsagt að taka með í reikninginn að þó svo að Deep Cycle rafgeymar eigi að þola 80% afhleðslu þá endast þeir miklu betur ef aflhleðslan er takmörkuð við 50-60%.

Re: Rafmagnspælingar fyrir húsbíl. Vantar hugmyndir

Posted: 22.jan 2017, 17:48
frá TDK
olei wrote:Ef hugmyndin er að nota deep cycle rafgeyma þá þarf etv. að velta því fyrir sér hvernig er best að hlaða þá frá bílnum. Það er ekki víst að þeir hafi gott af því að vera tengdir beint við alternator með sverum vír - þó að það sé í lagi í stuttan tíma. Þetta fer eitthvað eftir því hvernig geyma um ræðir. Þar sem þokkalegur geymapakki kostar sitt þá er full ástæða til að gera þetta rétt til að vera ekki að stytta líftíma rafgeymanna að óþörfu.

Eins er það spurning við hvaða tækifæri umrætt Relay ætti að tengja og hvenær ekki. Deep cycle rafgeymum er ekki sérstaklega vel við að mjög hraða afhleðslu og því best að þeir taki ekki þátt í því að starta bílnum í gang. Þar fyrir utan eru síðan heilu geimvísindin við að hlaða þá upp til fulls, þar hentar EKKI dæmigert bíl-hleðslutæki að mér skilst, og síðan er mælt með einskonar vaktara til að halda straumi á þeim þegar þeir eru ekki í notkun um lengri tíma. Það eru til sérhæfð hleðslutæki sem sjá um þetta allt saman.

Hvað snertir stærð þá er fyrsta vers að finna út straumnotkun á fyrirhuguðum notendum og byrja síðan að reikna hvað er nauðsynleg stærð. Þar er sjálfsagt að taka með í reikninginn að þó svo að Deep Cycle rafgeymar eigi að þola 80% afhleðslu þá endast þeir miklu betur ef aflhleðslan er takmörkuð við 50-60%.


Mikið og gott svar.
Eins og þu segir eru þessir deep cycle rafgeimar dýrir og dintóttir á hleðslu. Hef ekki skoðað hversu dýrt þetta er en þegar allt verður komið sem þarf til að nota þá verður það sennilega orðið of dýrt.

Það á öruglega eftir að snúast nokkra hringi hvað verður af rafmagns notendum i bilnum. Smiðurinn er duglegur að hugsa. En rafgeymum verður þá bara fjölgað i samræmi

Re: Rafmagnspælingar fyrir húsbíl. Vantar hugmyndir

Posted: 22.jan 2017, 21:51
frá asgeirh
Ég er með gamlan húsbíl með venjulegan vörubíla rafgeymi sem er hlaðinn frá alternator og svo er ég líka með 130W sólarsellu.
Upphaflega voru flúorljós í bílnum en ég setti díóðu ljós í staðinn og ég er með gasmiðstöð, útvarp og talstöð á þessum rafgeymi og hef aldrei orðið rafmagnslaus, ef það er sól þá er rafgeymirinn fullhlaðinn þegar maður vaknar á morgnanna.

Re: Rafmagnspælingar fyrir húsbíl. Vantar hugmyndir

Posted: 23.jan 2017, 03:59
frá grimur
Hef aðeins pælt í hvort það væri vit í að nota pínulitla fólksbílsvél sem rafal í svona. Kælivatnið mætti leggja í gólfhita eða venjulega miðstöð, sleppa vatnskassanum. Alvöru alternator, kannski 2, og stóran inverter fyrir 220V.
4gengisvél með hrikalega miklum hljóðkútum gæti alveg mallað á 1000 snúningum án þess að halda vöku fyrir fólki.
Bara pæling, kem þessu líklega aldrei í verk sjálfur, en langaði að deila pælingunni.
Ég sá svona innkaupakerru ýtara í Orlando í gær, sem var bensín knúinn. Þurfti að fara mjög nálægt til að átta mig á því að þetta væri ekki batteríis græja...samt örugglega loftkældur.

Re: Rafmagnspælingar fyrir húsbíl. Vantar hugmyndir

Posted: 25.jan 2017, 17:39
frá ellisnorra
Mér hefur líka dottið í hug bensínvélarpælingin, aðallega þá í því samhengi að ég er með rútu með loftkerfi, lofthurð og fleiru. Væri gott að hafa nóg af lofti og geta sett rútuna í gang á tjalsvæði án þess að þurfa að kæfa alla í díselbrælu meðan maður trukkar upp lofti.

Annars er sólarsella langbest til rafmagnsframleiðslu, sennilega borgar sig að vera með þannig system og svo fini til að pumpa lofti. Þessar sellur eru ótrúlega magnaðar, verðið hefur lækkað miðað við gæðin, færð fína sellu fyrir undir 100 þúsund kalli.

Re: Rafmagnspælingar fyrir húsbíl. Vantar hugmyndir

Posted: 28.jan 2017, 21:16
frá Startarinn
Ég hef grun um að fólksbílsvél sem væri bara notuð til að framleiða 24 volt myndi eyða miklu eldsneyti miðað við hvað þú færð út úr henni, sérstaklega þegar það á svo að áriða það upp í 230 volt 50Hz,
Það eru til litlar 230 volta rafstöðvar í Bauhaus sem kosta i kringum 50 þús

Re: Rafmagnspælingar fyrir húsbíl. Vantar hugmyndir

Posted: 28.jan 2017, 22:30
frá TDK
Startarinn wrote:Það eru til litlar 230 volta rafstöðvar í Bauhaus sem kosta i kringum 50 þús


Er þetta dót ekki fjandi hávært?

Re: Rafmagnspælingar fyrir húsbíl. Vantar hugmyndir

Posted: 29.jan 2017, 23:27
frá Ragnar Karl
Sælir.
Ég er með FIS kamper á bílnum hjá mér á sumrin. Notendur rafmagns eru, olíumiðstöð (2,9A) ísskápur (pressu ekki viðnám) 2,7 til 2,9A, ljós (0,8A minnir mig) og loftdæla til að lyfta upp húsinu (25A)
síðasta sumar tók ég rafmagnið í geggn. Hef verið með tvær tegundir af kamperum mis orkufreka.

Hleðsluna frá alternatorn vélarinar græjaði ég með spólurofa (Rely) Til að opna rofan tek ég merki frá hleðsluljósi. Þetta er 70 eða 80Amp rofi og öryggið sem ég setti á leiðarann aftur er 70Amp. Þetta er haft svona stórt vegna þess að ef farið er neðarlega á geyminum í húsinu þá getur þetta orðið straumtakan en þó í stuttan tíma..
Þegar notast er við hleðsluljósið til að opna inná neyslugeyminn þá færðu alltaf nokkrar sekúntur eftir start í seinkun en það er misjafnt milli bíltegunda hvað ljósið er lengi að slokna.

ég var alltaf með tvö stykki 90Ah geyma í húsinu þar til núna síðasta sumar. (lánaði bílinn og fékk til baka með báða geymana ónýta)
ég fór í að setja sólarsellu 50Kw á húsið og setti bara lítinn startgeymi 60Ah sem ég átti uppí hillu í staðinn fyrir hina tvo, svona til prufu allavega.
Þetta dæmi gekk bara ágætlega upp síðasta sumar en ég nota bílinn mjög mikið með húsinu á yfir sumartímann til ferðalaga.

kv.. Ragnar Karl

Re: Rafmagnspælingar fyrir húsbíl. Vantar hugmyndir

Posted: 29.jan 2017, 23:42
frá Nenni
Sælir,

það eru til tilbúin box frá CBE með rafgeymasplitti og nokkrum 10 - 30 amper greinum.
þetta er örugglega ekkert sérlega ódýrt en svínvirkar, þetta er í standard búnaður í mörgum húsbílum.
Víkurverk eru að selja þetta en það er hægt að kaupa þetta beint frá mörgum húsbíla aukahluta síðum.

kv, Árni

Re: Rafmagnspælingar fyrir húsbíl. Vantar hugmyndir

Posted: 30.jan 2017, 23:46
frá Startarinn
TDK wrote:
Startarinn wrote:Það eru til litlar 230 volta rafstöðvar í Bauhaus sem kosta i kringum 50 þús


Er þetta dót ekki fjandi hávært?


Ég man það ekki til að fullyrða, en mig minnir að það hafi staðið 86 desibil á græjunni, ég hef ekki heyrt þetta í gangi

Re: Rafmagnspælingar fyrir húsbíl. Vantar hugmyndir

Posted: 01.feb 2017, 20:42
frá TDK
Startarinn wrote:
TDK wrote:
Startarinn wrote:Það eru til litlar 230 volta rafstöðvar í Bauhaus sem kosta i kringum 50 þús


Er þetta dót ekki fjandi hávært?


Ég man það ekki til að fullyrða, en mig minnir að það hafi staðið 86 desibil á græjunni, ég hef ekki heyrt þetta í gangi


Það er allavega of mikið til að nota það á tjaldsvæði

Re: Rafmagnspælingar fyrir húsbíl. Vantar hugmyndir

Posted: 01.feb 2017, 20:46
frá TDK
Ragnar Karl wrote:
ég var alltaf með tvö stykki 90Ah geyma í húsinu þar til núna síðasta sumar. (lánaði bílinn og fékk til baka með báða geymana ónýta)
ég fór í að setja sólarsellu 50Kw á húsið og setti bara lítinn startgeymi 60Ah sem ég átti uppí hillu í staðinn fyrir hina tvo, svona til prufu allavega.
Þetta dæmi gekk bara ágætlega upp síðasta sumar en ég nota bílinn mjög mikið með húsinu á yfir sumartímann til ferðalaga.

kv.. Ragnar Karl


Bíddu bíddu. Voru 2 radgeymar að viðhalda ísskáp og olíufíringu? Hversu lengi? Hef svosem ekki farið í að reikna neitt nákvæmlega en mér hefur sínst að það sé helvíti hæpið að ætla að reyða sig eingöngu a rafgeymi nema mesta lagi eina nótt

Re: Rafmagnspælingar fyrir húsbíl. Vantar hugmyndir

Posted: 04.feb 2017, 09:55
frá Ragnar Karl
Sælir.

Það voru tveir geymar já. en þá var ég með gasísskáp og gas miðstöð. og bara hleðsluna af bílnum. Man ekki hvað gasmiðstöðin notaði mikinn straum.

Það er eina vitið fyrir ykkur að leggjast yfir hvaða búnað þú verður með í bílnum og reikna út hvað hann notar af straum og velja svo geyma og hleðslubúnað eftir því.

kv.. Ragnar

Re: Rafmagnspælingar fyrir húsbíl. Vantar hugmyndir

Posted: 04.feb 2017, 11:57
frá TDK
Ragnar Karl wrote:Sælir.

Það voru tveir geymar já. en þá var ég með gasísskáp og gas miðstöð. og bara hleðsluna af bílnum. Man ekki hvað gasmiðstöðin notaði mikinn straum.

Það er eina vitið fyrir ykkur að leggjast yfir hvaða búnað þú verður með í bílnum og reikna út hvað hann notar af straum og velja svo geyma og hleðslubúnað eftir því.

kv.. Ragnar


Hversu lengi gastu látið ísskápinn og gasmiðstöðina ganga án þess að keira/setja bilinn i gang

Re: Rafmagnspælingar fyrir húsbíl. Vantar hugmyndir

Posted: 04.feb 2017, 12:31
frá Ragnar Karl
Ég keyrði aldrei gasísskápinn á 12V. í Gamla húsinu það útheimtir rúmlega 8A. ég notaði bara gasið á honum. miðstöðin var náttúrulega bara keyrð á kvöldin og nóttunni. Ég hafði aldrei áhyggjur af þessu með tvo 90Amph geyma. Einsog ég sagði þá man ég ekki hvað miðstöðin notaði í því húsi af straum.