Síða 1 af 1

pajero did biluð skipting

Posted: 05.jan 2017, 17:54
frá Ágúst83
Daginn er með pajero did 3.2 2001 bíllinn er í topp lagi nema skipting er að fara. Þar sem ekki borgar sig að gera hana upp þá er spurning hvað það á að gera. Selja hann eins og hann er og hver er verð miðinn og kaupir einhver svona bíl með lélegri skiptingu. Eða á maður að selja hann í pörtum og er markaður í það. Smá pælingar í gangi

Re: pajero did biluð skipting

Posted: 05.jan 2017, 23:29
frá jonthor85
Það er til svo mikið af svona onytum skiptingum að þu losnar orugglega aldrei við hana nema i hringras

Re: pajero did biluð skipting

Posted: 06.jan 2017, 00:16
frá Freyr
Var að senda þér einkaskilaboð

Re: pajero did biluð skipting

Posted: 09.jan 2017, 08:50
frá Ágúst83
Engar hugmyndir

Re: pajero did biluð skipting

Posted: 10.jan 2017, 08:41
frá 303hjalli
Hvað heitir skiptingin ,? Gefðu upp tölur á henni.Er með eina ódýra,kv.Hjálmar S 8943765.

Re: pajero did biluð skipting

Posted: 12.jan 2017, 11:18
frá Ágúst83
...

Re: pajero did biluð skipting

Posted: 15.jan 2017, 12:49
frá Ágúst83
...

Re: pajero did biluð skipting

Posted: 16.jan 2017, 10:50
frá Rodeo
Þumalputtareglan er að það borgar sig ekki að gera við bíl ef viðgerð kostar meira en helming af söluverði, en vandinn á móti er að það bilaðir bílar seljast venjulega ekki nema fyrir einhverja smáaura. Seldi sjálfur Explorer með bilaða skiptingu og endaði með að slá af honum fullt verð á viðgerð og vel rúmlega það. Blóðugt fyrir veskið en sá fram á ýmislegt fleira í sem myndi kosta í viðhaldi á honum svo ég vildi losna við hann.

Undantekning er auðvitað ef þetta er gott eintak sem hentar þér vel, þá er vel verjandi að borgar meira en þumalputtareglan segir til að fá nokkur ár í not af bílnum áfram. Ef hundraðþúsund kallarnir sem viðgerðin kost dreifast á segjum þrjú ár sem þú fengir eru það smáaura miðað við það sem afborganir á nýrri bíl kosta.

Re: pajero did biluð skipting

Posted: 19.jan 2017, 21:08
frá Járni
Hvað kostar viðgerðin?

Re: pajero did biluð skipting

Posted: 20.jan 2017, 08:15
frá jongud
Járni wrote:Hvað kostar viðgerðin?


Mig minnir að uppgerð á Pajero skiptingu hafi kostað 300 þús. á Ljónsstöðum í fyrra. Man bara ekki hvort það var með úr- og ísetningu

Re: pajero did biluð skipting

Posted: 20.jan 2017, 11:36
frá Ágúst83
Talaði við ljónana um daginn 750+ vegna þess að plánetu gírinn er að bila

Re: pajero did biluð skipting

Posted: 20.jan 2017, 12:31
frá jongud
Veistu hvað skiptingin heitir?
Er hún 4 eða 5 gíra?
Miðað við svona verð er einn möguleikinn að fá uppgerða skiptingu að utan.

Re: pajero did biluð skipting

Posted: 20.jan 2017, 12:58
frá Ágúst83
5 þrepa

Re: pajero did biluð skipting

Posted: 20.jan 2017, 15:30
frá stebbik97
það eru einhverjir fyrir norðan sem tóku upp skiptingu i 2000 mdl pajero hja okkur á góðu verði man bara ekkert hvað þeir heita gæti verið að einhver her viti hvern eg er að tala um

Re: pajero did biluð skipting

Posted: 20.jan 2017, 17:45
frá Ágúst83
Ertu að tala um einar gunnlaugs.

Re: pajero did biluð skipting

Posted: 21.jan 2017, 01:26
frá Freyr
jongud wrote:
Járni wrote:Hvað kostar viðgerðin?


Mig minnir að uppgerð á Pajero skiptingu hafi kostað 300 þús. á Ljónsstöðum í fyrra. Man bara ekki hvort það var með úr- og ísetningu


Held það vanti alveg x2 á þessa tölu því miður

Re: pajero did biluð skipting

Posted: 21.jan 2017, 05:06
frá íbbi
Svakalegur peningur er það, ég get fengið remanufactored skiptingu í fordinn minn frá ford fyrir helminginn af því

Re: pajero did biluð skipting

Posted: 21.jan 2017, 15:14
frá olei
Mig minnir að það fari plánetugír í þessum skiptingum. Sá gaur er ófáanlegur nema gegnum umboðið og kostaði síðast þegar ég vissi 3-400 þús.