Jólaföndrið portalbox


Höfundur þráðar
creative
Innlegg: 100
Skráður: 29.des 2011, 08:31
Fullt nafn: Elfar logason

Jólaföndrið portalbox

Postfrá creative » 29.des 2016, 20:29

Sælir eigum við ekki aðeins að vekja spjallið hérna ?
Mig langaði að fá smá umræðu um hvað menn hvað þeim fynnist um niðurfærslugíra eða portal box.

ég er búin að vera með heilan haug af lausum tíma þessi jól vegna atvinnuleysis og undanfarið hef ég verið að heillast meira og meira af svokölluðum portalboxum.

mig hefur langað að hanna minn gír sem henntar íslenskri jeppamenningu en einum að aðalforsendum hönnunarinnar var að boxið passaði fyrir 15" felgur og væri nógu öflugt til að þola stærstu dekk. Ég hafnaði því alveg að vera með flanshjólalegu eða pressaðri þar mjög erfitt er að servica þannig búnað á fjöllum og hélt mig við það sem dana hásingarnar eru með.

stærstu kostirnir sem ég sé í þessum boxum er að með 1,5:1 lækkun er maður búin að helminga niður átakið inn á boxið og minni líkur á að maður brjóti kross eða kúlulið í beyju.
hægt er að vera með mjög sveran öxul út í hjól þar sem að allt önnur limit eru til staðar en þau sem eru í hásinguni sjálfri t.d. má nefna að ég reiknaði með 2 tommu útaksöxli með 49 rillum.
auðveldlega er hægt að koma fyrir úrhleypibúnað.

Til hliðsjónar við hönnunina var ég með ýmsar myndir af netinu og notaðist ég við margar hugmyndir en ég hafnaði allfarið að vera með fóðringar í staðin fyrir legur í boxinu fyrir tannhjólin þar sem að þetta box væri gert fyrir ekki aðeins offroad heldur onroad líka.

Image

Hérna sést boxið inní 15" felgu og er nægt pláss þarna en mæld hækkun er 93-100 mm (eftir hvar er mælt) semsagt 10 cm meira clearance undir öxulinn.

Image

Ég nennti ekki að fara módela heila felgu þannig að ég náði mér í felgu á grabcad og mátaði uppá, Hérna sét að það er nægt pláss fyrir breikkun í báðar áttir en kanski mætti líka færa nafið nær og breyta þannig afstöðu boxins miðað við felguna,

Image

Hérna rétt í nafið og rétt glittir í legurónna upprunnalega hugmyndin var að notast við dana 60 spindil, naf og tilheyrandi legur en þar sem að öxulinn er ekki nógu sver að mínu mati vildi ég frekar hanna nýtt system... Overkill ? veit ekki en þetta er ekkert nýtt að vera með 2" öxul út í hjól hjá svona boxum.

Image

Heildarmynd af því sem komið er.

Image

Ég var mestan tíma að fynna út stöðu og stærð tannhjólana en þegar það var komið var leiðin greið þetta er sannað konsept að vera með 4 tannhjól sem dreifa álaginu

Heildarþyngd á þessum búnaði fyrir utan bremsukaliber og bremsudisk (reyndar með felgu sem er ekki breikkuð) er 31 Kg (Boxið sjálft 15 kg) en fynst mönnum þessi þyngd vera réttlætanleg á hvert horn bílsins eða er þetta of þungt á móti öllu því góða sem þessi box bjóða uppá ?
hinsvegar má segja að það sé hægt að vera með minna drif heldur en annars. Td. dana44 kúlu heldur en D60




grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Jólaföndrið portalbox

Postfrá grimur » 30.des 2016, 01:53

Eru ekki tækifæri í að einfalda legubúnaðinn eitthvað í þessu?
Það er hálf asnalegt að vera með svaka legur á stóra tannhjólinu, og svo aftur fyrir nafið. Allt í sömu línu.
Veit að svona hefur þetta verið gert, en er það ekki bara gallinn?
Hvað um að sameina einhvern veginn legugizmóið fyrir hvort tveggja, en nota bara svolítið stærri og hraustari í staðinn og kannski auka bilið milli þeirra slatta.
50mm öxull fer létt með að bera hvaða jeppa sem er...stútur er alveg út úr kú í því samhengi.
2 stórar kúlulegur kannski. Önnur hálf fljótandi til að fá ekki þvingun við hitaþenslu og smíðaskekkjur.
Held að það sé hægt að hanna system sem er alls ekki svo þungt en þræl öflugt samt.
Ef þú ert með þetta í SolidWorks þá get ég kíkt á þetta og komið með uppástungur sem eitthvað er að marka..
Flott hugmynd, þetta er spennandi dæmi og alls ekki vitlaust.
Kv
Grímur


Höfundur þráðar
creative
Innlegg: 100
Skráður: 29.des 2011, 08:31
Fullt nafn: Elfar logason

Re: Jólaföndrið portalbox

Postfrá creative » 30.des 2016, 04:01

já það er góður punktur að einfalda legurnar þarf eitthvað að pæla í því en eins og ég sagði verður þetta að vera "service" vænt á fjöllum og
þetta gamla góða hefur sannað sig, ég þekki engann sem fer með legupressu á fjöll :D

En hinsvegar þurfti ég að setja massíva 50mm legu eins og þú segir til að halda uppi öðru megin á tannhjólinu en ég pældi í því að notast við nálarlegu inní nafstútnum en hætti við þær pælinguar.

öll þyngd miðaðis við að húsið væri fræst úr stáli en ef út í raunveruleikan yrði farið myndi ég sennilega nota ál en miðað við það var þyngdin á boxinu
orðin 11 kg en ekki 15



Ég er að nota Inventor og það ætti ekki að vera málið að opna þetta í Solidworks.
hvernig er samt solidworks hefuru einhverja viðmiðun við Inventor ? Ég hef lengi ætlað að kíkja á það en ekki orðið neitt úr.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Jólaföndrið portalbox

Postfrá sukkaturbo » 30.des 2016, 07:36

Þessa pælingu lýst mér vel á


Höfundur þráðar
creative
Innlegg: 100
Skráður: 29.des 2011, 08:31
Fullt nafn: Elfar logason

Re: Jólaföndrið portalbox

Postfrá creative » 30.des 2016, 12:43

Hvaða gírun myndu menn helst vilja sjá út við hjólið Mér fynst 1.5:1 vera rosalega spennandi uppá styrk að gera en getur verið heldur lágt

Tökum sem dæmi dana 44 kúlu með 3.75 drifi bætum svo 1.5:1 við þá erum við með 5.6:1
Mér hefur verið sagt að hærra drif í drifkúluni sé sterkara svo það hljómar flott dreifa álaginu svona

Höldum sama drifi 3,75: en hækkum boxið í 1.25:1 þá fáum við 4,6:1 þarna erum við sennilega farnir að vera með heppilega gírun fyrir marga jeppa

svo er auðvitað hægt að halda sig við 5,6:1 og vera með millikassa með uppgírun svona þegar maður rúllar á þjóðvegunum.

Svo er eitt atriði sem mig langar að vita frá mönnum sem hafa reynslu af jeppa með svona boxum, það er hvort það sé einhver háfaði í þessu þar sem að unimog gíranir eru frekar beintenntir ? Spurning um að vera með skátenntar tennur í tannhjólunum til að minnka háfaða ?

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Jólaföndrið portalbox

Postfrá Startarinn » 30.des 2016, 17:39

Hér er mynd af Unimog portal, þarna eru bara 2 tannhjól og hjólalegurnar eru jafnframt legurnar sem halda neðra tannhjólinu.

Utan á þetta er boltaður flangs fyrir felguna og sömu boltar ganga gegnum flatann bremsudisk, sem er staðsettur á milli portals og flangs

253-5324_IMG.JPG
253-5324_IMG.JPG (817.15 KiB) Viewed 6924 times
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Höfundur þráðar
creative
Innlegg: 100
Skráður: 29.des 2011, 08:31
Fullt nafn: Elfar logason

Re: Jólaföndrið portalbox

Postfrá creative » 30.des 2016, 22:19

Er þetta afturhásinginn ?

skil ég hvað er verið að tala um en hvernig er að lása úr frammdrifinu og leifa frammhjólunum að fríhjóla á svona búnaði ?

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Jólaföndrið portalbox

Postfrá Startarinn » 30.des 2016, 22:37

Nei þetta er framhásingin, þú sérð smurkoppinn á spindilkúlunni þarna fyrir ofan, og togstöngina vinstra megin við demparann.
þessi tiltekni 416 unimog var með tvær bremsudælur á hvoru framhjóli en bara eina að aftan, en diskarnir voru eins að framan og aftan ef ég man rétt

Þú þarft að snúa öllu drifinu með svona portal, það eru engar lokur til að kúpla því frá, og þetta er eflaust hestafla og eldsneytisþjófur.

Að því leyti er hugmyndin mjög góð hjá þér, ef það er stútur utan á er hægt að hafa lokur, en það er að sama skapi auka þyngd
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Jólaföndrið portalbox

Postfrá svarti sambo » 31.des 2016, 01:31

Skemtilegt verkefni.
Persónulega, er ég hrifnastur af þessari útfærslu.
https://d2t1xqejof9utc.cloudfront.net/s ... /large.gif
Þetta er sama útfærsla og er í skotbómulyfturum og traktorsgröfum og sambærilegum vinnu þjörkum.
Svo er bara að finna rétta hlutfallið. :-)
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
creative
Innlegg: 100
Skráður: 29.des 2011, 08:31
Fullt nafn: Elfar logason

Re: Jólaföndrið portalbox

Postfrá creative » 31.des 2016, 02:06

Já plánetugírar eru líka önnur pæling en þá er erfiðara að troða loftinu inn með öxlinum og svo fær maður ekki hækkun á hásinguni eins og á portalboxunum.

Það er mikill styrkur í svona systemi enda þrautreint í stærri trukkum

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Jólaföndrið portalbox

Postfrá svarti sambo » 31.des 2016, 02:37

Nei,nei. Það er ekkert mál, með loftið.
Hafa stútinn aðeins lengri á liðhúsinu og vera þá t.d. með loftport fyrir innan burðalegurnar.
Lítið mál að setja svona gír á t.d. dana 50/60 liðhús.
Ég prufa þetta, kannski í ellinni.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Jólaföndrið portalbox

Postfrá ellisnorra » 31.des 2016, 10:41

Þetta eru mjög skemmtilegar pælingar hér. Þú ættir að reyna að fara lengra með þetta, þú talar um atvinnuleysi hjá þér, hversvegna ekki að fara með þetta þá alla leið og gera þetta að vinnu hjá þér? Nú er fullt af styrkjum og allskonar í boði fyrir nýsköpun og sprotafyrirtæki, þú ættir endilega að athuga það og sjá hvernig þér verður tekið með þetta.
Nú er ekkert stórmál að smíða svona, þannig lagað, ef maður kemst í réttu tækin.
Gerðu módel, farðu með þetta lengra og leyfðu okkur að fylgjast með á meðan :)
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
creative
Innlegg: 100
Skráður: 29.des 2011, 08:31
Fullt nafn: Elfar logason

Re: Jólaföndrið portalbox

Postfrá creative » 31.des 2016, 12:23

Já það væri hægt að græja loftið þannig en einn annar kostur sem mér dettur í hug sambandi við plánetugírinn er að með réttri hönnun væri hægt að
vera með 2 gíra úti við hjólið. Með því að vera með hring-gírinn stöðugan fæst hærra hlutfall en með því að leyfa honum að fríhjóla fæst lægra hlutfall.
þarf eitthvað að skoða þetta.

En já það er úti um atvinnuleysið það var hringt í gær og beðin um að mæta á mánudaginn :D

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Jólaföndrið portalbox

Postfrá jongud » 01.jan 2017, 10:56

creative wrote:Hvaða gírun myndu menn helst vilja sjá út við hjólið Mér fynst 1.5:1 vera rosalega spennandi uppá styrk að gera en getur verið heldur lágt
Tökum sem dæmi dana 44 kúlu með 3.75 drifi bætum svo 1.5:1 við þá erum við með 5.6:1
Mér hefur verið sagt að hærra drif í drifkúluni sé sterkara svo það hljómar flott dreifa álaginu svona
Höldum sama drifi 3,75: en hækkum boxið í 1.25:1 þá fáum við 4,6:1 þarna erum við sennilega farnir að vera með heppilega gírun fyrir marga jeppa
svo er auðvitað hægt að halda sig við 5,6:1 og vera með millikassa með uppgírun svona þegar maður rúllar á þjóðvegunum...


5,6 er bara ekkert of lágt fyrir jeppa úti á þjóðvegi. Allavega ekki á 44 eða 46 tommu dekkjum.
Ef maður er á 44-tommu dekkjum með sjálfskiptingu og algengan yfirgír eins og 0,69 sem er í Dodge, þá er vélin með 5,6 hlutföllum að snúast 1650 snúninga á mínútu.
Ef maður er svo með nýlega skiptingu með tveim yfirgírum eins og Allison 1000 og 0,61 í efri yfirgírnum þá er snúningurinn á vélinni niðri í 1460 snúningum.

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Jólaföndrið portalbox

Postfrá Járni » 01.jan 2017, 11:24

Svalt!
Land Rover Defender 130 38"


AlexanderJ
Innlegg: 12
Skráður: 03.des 2015, 17:12
Fullt nafn: Alexander Jóhönnuson
Bíltegund: Gaz 69

Re: Jólaföndrið portalbox

Postfrá AlexanderJ » 01.jan 2017, 16:31

Ein hugmynd væri að setja rafmagnsmótor á hvert hjól/portalbox, kanski 1/4 af tesla mótorinum, án þess að hafa reiknað það út og án þess að vera spá í hvaðan orkan kemur, batterípack eða generator. Bara conceptið. Þannig væri hægt (með sensorum) að stilla/ákvarða hraða/torki etc. etc. á hverju hjólið. Allt læst eða hvað sem er. Og að sjálfsögðu hafa sjálfstæða fjöðrun á hverju hjóli.

Edit. Afhverju ekki 17" felgur í stað 15", er t.d. ekki nýja artic trucks 44" dekkið fyrir 17"?

Kv. Alexander

User avatar

Tjakkur
Innlegg: 115
Skráður: 15.nóv 2012, 15:26
Fullt nafn: Karl Ingólfsson

Re: Jólaföndrið portalbox

Postfrá Tjakkur » 01.jan 2017, 16:55

Eitthvað af Rússajeppum voru framleiddir með portal nafgírum, ásamt stærri gerðum af Lapplander og öllum Unimog.
Þetta er þungt og orkufrekt. Þessa hásingar eiga það sammerkt að drifið snýst "öfugt" og því er einungis þörf á 2 tannhjólum í nafgírnum og niðurgírun þar er mikil og því má mismunadrifið vera himinhátt og aðal niðurgírunin tekin í enda drifrásar.
Eftirrásmíðaðir nafgírar notast við hásingar með þung drif og öxla og þurfa 4 tannhjóla nafgír sem eykur enn þyngd og orkutap. -þetta væri einna helst réttlætanlegt með því að nota létt 8" Toy drif með himinháu hlutfalli og taka ca 2X niðurgírun í nafinu.

Svo er hin hugmyndin að smíða þessi portal drif fyrir alla (nútíma) bílana með sjálfstæðu fjöðruninni, -Annað hvort halda sjálfstæðu fjöðruninni eins og í Pinzgauer og Hummer eða smíða rör með portalgír og hjólnöfum á endum en drífa portalgírana með driföxlum sem koma út úr upprunalegu mismunadrifunum. Þá er til orðin bíll í líkingu við Duro sem er með stífum ásum en ekki hásingum og niðurgírun út við hjól.
https://www.youtube.com/watch?v=fhaJYMAxrtI


Sæfinnur
Innlegg: 103
Skráður: 24.apr 2013, 16:19
Fullt nafn: Stefán Gunnarsson
Bíltegund: CJ 7 360

Re: Jólaföndrið portalbox

Postfrá Sæfinnur » 03.jan 2017, 09:20

Er ekki nauðsinlegt að hugsa fyrir kælingu á svona porpal boxum? Það er voða lítil olía á þessu og hætt við að yfirhitna. Eða er það ekki reynsla manna af Unimog portalunum?


Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: Jólaföndrið portalbox

Postfrá Grímur Gísla » 03.jan 2017, 12:49


User avatar

draugsii
Innlegg: 299
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
Bíltegund: Toyota Hilux 93
Staðsetning: Akureyri

Re: Jólaföndrið portalbox

Postfrá draugsii » 03.jan 2017, 13:08

var ekki björgunarsveitin á dalvík með landrover með svona portal hvernig ætli það hafi reynst
1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36"
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar


Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: Jólaföndrið portalbox

Postfrá Grímur Gísla » 03.jan 2017, 13:45

Rússinn bíður 4 stk fyrir toyotu hilux á um 300 þúsund + flutningur og gjöld


Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: Jólaföndrið portalbox

Postfrá Grímur Gísla » 06.jan 2017, 15:49

https://www.google.com/patents/US20060207384
Einkaleyfi fyrir portal, eitthvað notað frá unimog sýnist mér


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 14 gestir