Smá vesen með MMC Pajero 2.8


Höfundur þráðar
s17
Innlegg: 5
Skráður: 16.apr 2013, 22:50
Fullt nafn: Sigurður Þráinn Unnarsson

Smá vesen með MMC Pajero 2.8

Postfrá s17 » 27.des 2016, 01:51

Sæl verið þið.
Nú er ég með einn gamlan en þó enn góðan pajero 2.8 díseljálk sem er fínn að mörgu leyti en þó ekki.
Aðalvesenið er að hann helst ekki í gangi nema um það bil nokkrar (20-30) sekúndur. Byrjar fínt, byrjar svo að hristast og drepur svo á sér.
Eftir að vera hafa skipt um pick up rörin frá olíutanki og hráolíusíuna hef ég ekki náð nægum þrýstingi á kerfið. Nú er ég búinn að finna nýtt (og vonandi bara eitt) vandamál. "Railið" sem liggur ofan á spíssunum er brotið á einum stað við spíss nr.2 (sjá mynd).

Því spyr ég hvort að einhver hér lumi á svona "raili" eða hvað sem þetta kallast, eða geti jafnvel lagað það sem fyrir er?
Vona að það sé í lagi að setja þetta hér inn. Er nýgræðingur í jeppabransanum og þessu spjalli :)

Kv.Sigurður Þ.
Viðhengi
FullSizeRender.jpg
FullSizeRender.jpg (73.68 KiB) Viewed 1693 times




jonthor85
Innlegg: 27
Skráður: 20.des 2016, 09:00
Fullt nafn: Jón Þór Ásgrímsson
Bíltegund: Jeep CJ5 '66
Staðsetning: Akureyri

Re: Smá vesen með MMC Pajero 2.8

Postfrá jonthor85 » 27.des 2016, 03:03

Þetta er sleflögnin. ég mundi bara fá mér gúmmi slöngu sem passar uppá hana og saga skemmdina í burtu :)
1966 árg Jeep Willis [eilifðarverkefni á 44"]


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Smá vesen með MMC Pajero 2.8

Postfrá Axel Jóhann » 27.des 2016, 08:33

Sæll, þetta rör á milli spíssana er gjarnt á að bila, ég myndi kaupa þetta nýtt ásamt þéttiskinnum í heklu, kostar undir 10.000kr á fullu verði þar og munar öllu.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 48 gestir