Síða 1 af 1

2.8 pajero tímastilling á olíuverki

Posted: 22.des 2016, 10:11
frá Bjarni Ben
Sælir kæru félagar.

Hafa einhverjir hérna verið að leika sér með tímann á 2.8 pajero og komist að því hvar hann er skemmtilegastur? Ég hef ekkert átt við túrbínu eða neitt en ætla að blokka EGR. Ég er með manualinn en þar er uppgefinn injection timing fyrir fyrsta stimptil allt frá 6°ATDC upp í 12°ATDC.

Með smá gúggli sé ég að almennt fyrir dísel eru menn að tala um gráður BTDC eða fyrir toppstöðu, en ekki eftir eins og í pajero. Þessvegna velti ég fyrir mér hvort fyrr sé betra en seinna?

Allar pælingar vel þegnar, er alger rati í þessu.

kv.Bjarni