Deyjandi spjall

User avatar

Höfundur þráðar
Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Deyjandi spjall

Postfrá Svenni30 » 18.des 2016, 11:18

Er spjallið okkar góða alveg að deyja út ??
Þetta er farið að minna hinn sáluga vef f4x4
Ég vil "kenna" facebook um minkandi umferð hérna á þennan frábæra vef.
Þessi síða má ekki deyja því þetta er frábær vettvangur og mikið um fróðleik.
Ég skal alveg viðurkenna að maður er ekki mjög virkur hérna en skoða oft á dag.
Eigum við ekki að girða okkur í brók og reyna að vera virkari hérna ?
Smá vangaveltur á sunnudegi.


Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

draugsii
Innlegg: 299
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
Bíltegund: Toyota Hilux 93
Staðsetning: Akureyri

Re: Deyjandi spjall

Postfrá draugsii » 18.des 2016, 11:27

Jú ég held það sé málið þó ég skilji ekki þetta feisbúkk æði
fynst það alveg óþolandi miðill
en já maður þarf að vera virkari ekki spurning
1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36"
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Deyjandi spjall

Postfrá villi58 » 18.des 2016, 12:52

Lagast þegar snjórinn kemur.

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Deyjandi spjall

Postfrá Járni » 18.des 2016, 12:55

villi58 wrote:Lagast þegar snjórinn kemur.


Sammála :-)
Land Rover Defender 130 38"


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Deyjandi spjall

Postfrá sukkaturbo » 18.des 2016, 15:08

Jamm fékk þetta síðast er ég setti hér inn.Svo ég sótti um í skóla svo ég misbjóði ekki lesendum Jeppaspjallsins og kem ferskur inn og hámenntaður íslensku maður að vori he he.


Lengst til hægri á lyklaborðinu, neðst, er takki sem kallast Enter. Það er voðalega gagnlegt að nota hann öðruhvoru svo textinn verði lesilegur.
Persónlega misti ég þráðinn tvisvar við að lesa þessa auglýsingu. Og tel mig ekkert of illa gefinn.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Deyjandi spjall

Postfrá svarti sambo » 18.des 2016, 15:23

Vantar ekki bara snjóinn, svo að menn fái smá vítamín sprautu.
Fer daglega hér inn, en hef kannski ekki mikið að segja, sem stendur.
Það eru örugglega einhverjir fleiri sem væru til í að opna skúrinn, en eru feimnir.
Ekki vera feiminn. Láttu það koma.
Fer það á þrjóskunni


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Deyjandi spjall

Postfrá biturk » 18.des 2016, 17:14

svarti sambo wrote:Vantar ekki bara snjóinn, svo að menn fái smá vítamín sprautu.
Fer daglega hér inn, en hef kannski ekki mikið að segja, sem stendur.
Það eru örugglega einhverjir fleiri sem væru til í að opna skúrinn, en eru feimnir.
Ekki vera feiminn. Láttu það koma.



Þetta sagði konan einu sinni við mig líka

Henni fannst ekkert fyndið þegar naflinn fylltist ;)
head over to IKEA and assemble a sense of humor


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Deyjandi spjall

Postfrá olei » 18.des 2016, 17:32

Nei, þetta er ekki bara snjóleysið.

Ég er búinn að horfa upp á það í s.l ár að íslenskir (spjall)vefir fjara hægt og rólega út. Það er hreint ekki bundið við jeppavefina eina. Ástæðan er að sjálfsögðu facebook og hugsanlega aðrir miðlar sem gera fólki kleyft að deila skoðunum, myndefni og fl.

Þessi feiknarlegu hreppaflutningar á íslenska málsvæði netsins - af dreifðum vefsíðum yfir á facebook hafa skipað fyrirbærinu í einskonar einokunnarstöðu. Jafnvel fjölmiðlar í bærilegri stöðu hafa gripið til þess ráðs að reyna að tengja sig fyrirbærinu gegnum athugasemdakerfi í þeirri von að auka umferð hjá sér til að verða nú ekki undir skrímslinu sjálfir. Allt þetta leiðir til þess að facebook hefur orðið ótrúleg áhrif og bókstaflega völd í íslensku samfélagi sem er frekar skelfileg tilhugsun - að erlent stórfyrirtæki hafi íslenska þjóðfélagsumræðu nánast í hendi sér!?

Skammt er að minnast þess þegar íslenskum alþingismanni og fyrrverandi ráðherra var hent út af facebook og aðgangi hans lokað af því að einhverjir hrekkjalómar sendu kvartanir yfir honum til stjórnenda vefsins sem í anda bandarísks rétttrúnaðar brugðust hart við og skelltu í lás. Rétt eins og þegar myndir af konum að gefa börnum brjóst eða aðrir viðlíka skelfilegir hlutir dúkka upp. Lærðar greinar hafa verið skrifaðar um gervigreindarvísindi facebook sem virðast miðast að því að hamra mátulegum skammti af miðuðum auglýsingum að notendum og ennfremur að sýna þeim helst það efni sem er talið við þeirra hæfi. Þannig endar fólk eiginlega uppi á facebook í lokuðum upplýsingapappakssa og fer á mis við það sem er merkilegast og skemmtilegast við netið sem er einmitt að verða fyrir því óvænta og öndverðum skoðunum og áhrifum sem fá mann til að hugsa hlutina upp á nýtt.

Þegar upp er staðið er facebook jú ekkert annað risavaxin gróðamaskína sem lifir á því að selja tíma notenda sinna til markaðsaðila. Markmiðið er ekki þroski eða framgangur notendanna sem í þessu tilviki eru bara vörur og aðföng í viðskiptunum.

Mér er það algerlega hulin ráðgáta hvers vegna net-vanir íslendingar láta sér detta í hug að afhenda þessu fyrirbæri lyklavöldin að íslenskri samfélagsumræðu með gagnrýnislausri þáttöku sinni og stuðla að því að endurreisa sovétríkin alveg upp á nýtt - núna bara á netinu í formi facebook. Svo er komið að sumt fólk hýjar á þá sem ekki nota facebook og það heldur í alvörunni að viðkomandi viti ekkert um netið - sem byrjar og endar með facebook í þeirra augum. Sjálft hefur það ekki minnsta grun um óravíddir og fjölbreytileika internetsins eða hvar þar er að finna utan eyðimerkur facebook.

Málið er einfalt, notaðu facebook til að segja hæ við afa eða börnin og til halda sambandi við vini og kunningja. Tökum allt hitt annað og reynum að stuðla að því að íslenska málsvæðið eigi sér áhugaverða vefi sem eru lausir frá skrímslinu.

Lifi Jeppaspjallið!!


Hailtaxi
Innlegg: 51
Skráður: 25.apr 2013, 15:36
Fullt nafn: Sigurður Páll Behrend
Bíltegund: Isuzu Trooper, 1987

Re: Deyjandi spjall

Postfrá Hailtaxi » 18.des 2016, 20:41

Það er önnur hlið sem allt of oft verður útundan, spjallsvæði eins og þetta eru opin fyrir alla, hver sem er getur komið hér inn og tekið þátt í umræðunni með því að stofna sér aðgang og gefa upp til þess engar upplýsingar. Og það er alltaf hægt að skoða og lesa án þess að þurfa nokkurn tímann að skrá sig inn.

Facebook er ekki opinn miðill og það eru alls ekki allir sem nota það þrátt fyrir yfirlýsingar sumra að það sé best að hafa umræður á FB því að ALLIR séu þar hvort sem er. Það má svosem kalla þetta fólk "risaeðlur" eða segja að viðkomandi sé paranoid eða eitthvað annað, en við þekkjum sjálfsagt öll einhverja sem hefðu aldrei byrjað að nota FB nema vegna þess að þau fundu sig knúin til að stofna aðgengi til að geta fylgst áfram með áhugamálunum sínum af því að öll umræða er komin þangað.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Deyjandi spjall

Postfrá svarti sambo » 18.des 2016, 21:56

FB er ágætt að mörgu leiti, en það heldur ekki eins vel utan um áhveðin málefni, eins og t.d. þessi þráður og fleiri.
Það eru ekki stjórnendur FB sem stjórna ferðinni, það erum við almenningur sem ráðum. Eða kjósum að nota þetta frekar en hitt.
Ef við viljum að öll viska og málefnalegar umræður um t.d. jeppatengt efni glatist, þá notum við FB.
En ef að við viljum halda utan um þetta efni, þá notum við síður eins og t.d. þessa.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Deyjandi spjall

Postfrá Járni » 19.des 2016, 00:31

Góðir punktar sem hafa komið fram hér.

Gamaldags spjöll eins og þessi eiga vissulega undir högg að sækja, en það eru alltaf vissir eiginleikar sem þau hafa umfram FB.

Við höldum bara ótrauðir áfram, síðan er inniheldur orðið heilmikið magn af góðum upplýsingum sem auðveldara er að finna en á t.d. FB.

Ég tel til dæmis auðveldara að fá spurningum svarað af viti hér en á FB en það er auðvitað ykkur að þakka.

Það er þannig séð vonlaust að keppa við Facebook en frábært að geta boðið upp á aðra valmöguleika, sérstaklega þegar þeir eru vel nýttir.

Svo veit ég sjálfur upp á mig skömmina, nú á ég loksins bílskúr en er ekki enn búinn að setja neitt inn í "hvað er að gerast í skúrnum" þráðinn góða. Bæti úr því við tækifæri :-)
Land Rover Defender 130 38"


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Deyjandi spjall

Postfrá grimur » 19.des 2016, 04:28

Feisbúkk Smeisbúkk.

Ég verð alveg voðalega pirraður þegar settar eru inn myndir eða linkar sem leiða á þann arga miðil, enda hef ég ekki látið glepjast af þeirra klækjum til að gerast notandi þar. Einkum og sér í lagi vegna eignaréttarkrafna þeirra, sem eru einfaldlega þannig að Feisbúkk á allt sem þangað er sett inn, og hefur til þess heimildir að gera það sem þeim sýnist við allar þær upplýsingar.
Ég bara kæri mig ekki um slíkt.

Áfram Jeppaspjall, þessi ágæta síða sem væri ekkert án ykkar kæru félagar er kannski komin yfir það að vera nýjasta æðið í bransanum. Hún er nú samt alveg prýðisgóð.

Ég vil vara sérstaklega við að fara að hræra eitthvað í viðmótinu eða eitthvað slíkt, sem var klárlega banabiti f4x4. Þannig tókst þeim sem þar réðu að hrekja hörðustu f4x4-verja annað, aðallega hingað, sem reyndar var ekki svo slæmt eftir alltsaman. Það var alveg stórfurðulegt dæmi frá upphafi til enda.

Ég á allskyns pælingar í erminni sem ég skal með glöðu geði hrella ykkur með á næstunni :-)

kv
Grímur

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Deyjandi spjall

Postfrá jongud » 19.des 2016, 08:10

Hafið þið reynt að finna eitthvað gamalt efni á fésbókinni?
Ég hef reynt það og gengur illa.
Ef eitthvað er orðið viku gamalt þá er ansi erfitt að grafa það upp, en það er mun auðveldara hérna. Leitin inni á síðunni hérna er sæmileg, og ef það bregst þá hefur Google bjargað, því hægt er að takmarka leitina við jeppaspjalli með því að setja " site:jeppaspjall.is " aftast í leitarstrenginn, og þá fær maður BARA síður á jeppaspjallinu. En þetta virkar EKKI á fésbókinni.

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Deyjandi spjall

Postfrá Hjörturinn » 19.des 2016, 10:04

Maður hefði einmitt haldið að hér ætti umferð að vera að aukast þar sem það er "góðæri" og þá fá svona sport oft svolitla innsprautun, man hér í denn var hruninu og háu bensínverði kennt um að jeppasportið væri að deyja. Er reyndar sammála því að snjóleysið gæti útskýrt margt.

Er ekki bara málið að menn þurfa að vera duglegri að henda inn spurningum og smíðaþráðum? finnst alltaf synd þegar maður veit af mönnum að bardúsa áhugaverða hluti í skúrnum hjá sér en sýna ekki nokkrum manni, veit ekki afhverju það er oft lenskan, hvort mönnum sem illa við að fá gangrýni á projectin sín eða hvað, hef samt ekki verið var við það sjálfur þó ég sé með mjög heimskulegt project :P

Svo líka hafa það í huga áður en maður spyr og áður en maður svarar að það er ekkert til sem heitir heimskuleg spurning :) (mögulega til heimskuleg svör).
Dents are like tattoos but with better stories.


Gunnzi
Innlegg: 4
Skráður: 19.des 2016, 15:51
Fullt nafn: Arnar Snær Gunnarsson
Bíltegund: Suzuki sidekick 1995

Re: Deyjandi spjall

Postfrá Gunnzi » 19.des 2016, 16:03

Sælir félagar.
Ég er nú nýr hérna en er búinn að vera að skoða í alllangann tíma. Það sem mér finnst verða þessu annars frábæra spjalli að falli er að stærstur hluti af þráðunum í jeppinn minn hlutanum, er að glíma við það að allar myndirnar sem eru ekki á fyrstu tveim síðunum eru horfnar og sjást ekki. Það finnst mér mikill missir að geta ekki skoðað almennilega gömlu þræðina, þekkir einhver lausn á því?

Mbk Arnar
Subaru Impreza 1998 1.6 fwd
Suzuki Sidekick 1995 1.6 33"

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Deyjandi spjall

Postfrá AgnarBen » 19.des 2016, 16:35

Gunnzi wrote:Sælir félagar.
Ég er nú nýr hérna en er búinn að vera að skoða í alllangann tíma. Það sem mér finnst verða þessu annars frábæra spjalli að falli er að stærstur hluti af þráðunum í jeppinn minn hlutanum, er að glíma við það að allar myndirnar sem eru ekki á fyrstu tveim síðunum eru horfnar og sjást ekki. Það finnst mér mikill missir að geta ekki skoðað almennilega gömlu þræðina, þekkir einhver lausn á því?

Mbk Arnar


Er það ekki bara út af því að hlekkurinn á myndirnar (sem eru vistaðar annars staðar) hefur brotnað, þe myndirnar eru ekki lengur til staðar þar sem þær eru vistaðar eða að slóðin hefur breyst !

Ég held að minnkandi umferð hér sé einfaldlega vegna þess að virknin inn á jeppaspjallgrúppunum inn á Facebook hefur stóraukist og margir notendur eru þar inn sem voru hreinlega aldrei hér. Smátt og smátt þá minnkar virknin því hér og erfitt er að snúa þeirri þróun við þar sem Facebook er svo auðvelt í notkun.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

draugsii
Innlegg: 299
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
Bíltegund: Toyota Hilux 93
Staðsetning: Akureyri

Re: Deyjandi spjall

Postfrá draugsii » 19.des 2016, 18:14

getur einhver útskýrt fyrir mér hvað er svona auðvelt við facebook?
mér finst þetta flóknasta og óþjálasta drasl sem hægt er að finna á netinu
1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36"
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Deyjandi spjall

Postfrá hobo » 19.des 2016, 18:53

Ég skráði mig á FB fyrir ári síðan. Get ekki sagt að forvitni mín né skrifþörf hafi flust þangað, myndi miklu frekar setja inn myndir og færslur hér inn en þar tengdu jeppum.
Mér til varnar lélegri frammistöðu á jeppaspjallinu er að jeppadellan mín er í smá dvala vegna annarra verkefna, nenni ekki að pósta ef ég er hvorki að ferðast né smíða í skúrnum. Er nefnilega meira do-er en think-er...


Rodeo
Innlegg: 74
Skráður: 01.aug 2012, 01:01
Fullt nafn: TUMl TRAUSTAS0N
Bíltegund: Ford Explorer
Staðsetning: Alaska

Re: Deyjandi spjall

Postfrá Rodeo » 19.des 2016, 21:10

sukkaturbo wrote:Jamm fékk þetta síðast er ég setti hér inn.Svo ég sótti um í skóla svo ég misbjóði ekki lesendum Jeppaspjallsins og kem ferskur inn og hámenntaður íslensku maður að vori he he.
.



Sá nú ekki nema gerisneyddu útgáfuna af auglýsingunni fyrir þennan fína Range Rover þinn, hefði gjarnan viljað lesa hina.

Ábendingin er samt ágæt, þú þekkir sem framúrskarandi sögumaður að góð saga hefur þagnir og pásur á réttum tíma til að skapa eftirvæntingu og enter græjan virka ljómandi til þess á tölvunni.
2013 Toyota Highlander Hybrid
2006 Ford Explorer Hákur Seldur
2008 Toyota Prius Sparibaukur
1995 Isuzu Rodeo Seldur


birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: Deyjandi spjall

Postfrá birgiring » 19.des 2016, 23:06

Ég er hræddur um að jeppamennska sem frekar almennt sport sé á verulegu undanhaldi. Því veldur meðal annars að nýlegum bílum sem henta til breytinga á fremur einfaldan hátt hefur stófækkað. Breytingar á nýjum bílum fela oft í sér dýrar breytingar á tölvukerfi og burðarvirki og verð á hjólbörðum er svimandi hátt ef miðað er við kaupgetu almennings. Ég held að þessi fækkun áhugamanna sem eru að dunda sér í skúrum hér og þar, og ná árangri, sé að hluta af þessum ástæðum.














E


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Deyjandi spjall

Postfrá sukkaturbo » 20.des 2016, 00:05

Rodeo wrote:
sukkaturbo wrote:Jamm fékk þetta síðast er ég setti hér inn.Svo ég sótti um í skóla svo ég misbjóði ekki lesendum Jeppaspjallsins og kem ferskur inn og hámenntaður íslensku maður að vori he he.
.



Sá nú ekki nema gerisneyddu útgáfuna af auglýsingunni fyrir þennan fína Range Rover þinn, hefði gjarnan viljað lesa hina.

Ábendingin er samt ágæt, þú þekkir sem framúrskarandi sögumaður að góð saga hefur þagnir og pásur á réttum tíma til að skapa eftirvæntingu og enter græjan virka ljómandi til þess á tölvunni.


Ef við förum í það að setja út á réttritun og fleira í skrifum manna hér þá verður sjálfhætt að minni hálfu að skrifa hér inn.
Ég er td. ekki góður í íslensku og geri margar villur svo að það er þá sjálfhætt.Maður kemst upp með vitleysuna á Facebook.
Ps það vantar R hjá þér í virka kveðja Guðni

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Deyjandi spjall

Postfrá íbbi » 20.des 2016, 01:38

jeppaspjallið er samt eina spjallið sem er svona að einhverju marki ennþá virkt til þess að gera,

frir mig persónulega finnst mér akkurat jeppaspjallið þurfa að lifa, hérna vistast fróðleikur um allskonar smíði og breytingar,

sjálfur hef ég átt það til að henda inn myndum og einhverja texta með aðalega til að reyna fá einhverja hreyfingu, en maður hættir að nenna því þegar það er nánast undantekningalaust aldrei svarað, og það er akkurat málið, menn verða að vera duglegri að svara, svara spurningum, commenta undir myndir af bílum hjá fólki, það skapar hreyfinguna, það nennir engin að halda úti myndaþræði þegar hann fær ekki eitt comment á neitt,
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Deyjandi spjall

Postfrá grimur » 20.des 2016, 04:05

Mikiðrétt, og það þarf ekki heldur að vera einhvert nóbelsverk, þó að það sé almenn tillitssemi að svona rétt líta yfir textann áður en maður smellir á "Skrá innlegg". Stafsetning og málfar liggur misvel fyrir fólki eins og annað, eins er með lagni í snjóakstri, útsjónarsemi í jeppasmíði, hönnun, útfærslu á breytingum, fjöðrun, málmsuðu, upptekt á vélum, ryðbætingum o.s.frv. o.s.frv.
Miðað við þessa lélegu upptalningu mína skiptir inntakið allavega mestu...ekki satt?
Ég er sjálfur argasti stafsetningar og málfars nörd, en læt það nú ekkert þvælast fyrir mér hérna svona oftast nær.
Þó að við séum orðin frekar fá sem skrifum hérna inn að jafnaði þá þýðir ekkert að hætta bara vegna þess að það er ekki svo ofsalega mikið um að vera. Ef svo fer þá lognast þetta bara útaf, þetta er nú áhugamennsku dæmi alltsaman og gert til að hafa gaman og nota tíma sem er aflögu í einhverja dellu.
Líf og fjör!

Grímur


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Deyjandi spjall

Postfrá sukkaturbo » 20.des 2016, 07:27

Jamm ég hef verið að ég held duglegur að setja inn þræði um klambrið í skúrnum hjá mér og á nokkra þræði hér. Er með Bellu tvö núna og hef verið með um tíma. Það er eins og maður sé að tala við sjálfan sig svo lítill er áhuginn. Kanski er þetta ekki nógu dýrt dót eða flott en litlar eru undir tektir og alls ekki hvetjandi.Kanski enn búnir að fá leið á mér og skil ég það svo sem.Eina athugasemdin sem ég hef fengið nýlega er að betur megi fara í réttritun. Fuss.
Maður fær þó eitt læk annars lagið á Facebook

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Deyjandi spjall

Postfrá jongud » 20.des 2016, 08:28

sukkaturbo wrote:Jamm ég hef verið að ég held duglegur að setja inn þræði um klambrið í skúrnum hjá mér og á nokkra þræði hér. Er með Bellu tvö núna og hef verið með um tíma. Það er eins og maður sé að tala við sjálfan sig svo lítill er áhuginn. Kanski er þetta ekki nógu dýrt dót eða flott en litlar eru undir tektir og alls ekki hvetjandi.Kanski enn búnir að fá leið á mér og skil ég það svo sem.Eina athugasemdin sem ég hef fengið nýlega er að betur megi fara í réttritun. Fuss.
Maður fær þó eitt læk annars lagið á Facebook


Alls ekki hætta!
Þetta eru smjög skemmtilegir þræðir hjá þér, og maður les þá þó maður sé ekki sérstakur áhugamaður um súkkur.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Deyjandi spjall

Postfrá Sævar Örn » 20.des 2016, 08:52

ég reyni að setja myndir á þráðinn minn með sirka mánaðar millibili og því löngu kominn tími á uppfærslu, er bara búinn að vera að brasa mikið í öðru og vinna mikið en þetta kemur allt fyrir rest svona einsog snjórinn
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Deyjandi spjall

Postfrá Axel Jóhann » 20.des 2016, 10:10

Alveg sammála ykkur með það að það er óþolandi að allt svona sé komið yfir á FB, ef þú ert ekki að fylgjast með einhverju á 20min fresti þá týnist það og ill mögulegt að finna aftur.

Annars er frábært að skoða myndir frá mönnum sem eru að gera og græja og með góðum texta til hliðsjónar, það dregur bara svoldið niðrí fólki að fá engin viðbrögð við þannig póstum, þá hættir fólk að nenna setja þetta upp hérna.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Deyjandi spjall

Postfrá AgnarBen » 20.des 2016, 11:52

draugsii wrote:getur einhver útskýrt fyrir mér hvað er svona auðvelt við facebook?
mér finst þetta flóknasta og óþjálasta drasl sem hægt er að finna á netinu


Án þess að ég sé eitthvað að hampa Facebook sérstaklega að þá er það nú samt staðreynd að það er vægast miklu auðveldara að setja inn myndir og texta með myndum inn á Facebook, td beint úr farsímanum sem ég nota nánast eingöngu orðið fyrir myndir sem krefjast ekki svakalegra gæða. Mjög auðvelt er að stofna albúm og hrauna inn myndum og texta með hverri mynd. Facebook er samt ekki í raun spjallkerfi eins og Jeppaspjallið er og hentar engan vegin til að halda utan um mikinn texta og þræði sem maður vill fletta upp í síðar og uppfæra að vild. Facebook er bara skitið kommentakerfi fyrir dægurspjall sem hverfur svo bara í gleymskuna eftir viku og það virkar mjög vel sem þannig tól. Það virkar líka ágætlega sem myndaalbúm þó það sé ekki fullkomið.

Jeppaspjallið er klárlega ennþá mikilvægt fyrir okkur nördana og verður að lifa !
Síðast breytt af AgnarBen þann 21.des 2016, 13:50, breytt 1 sinni samtals.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Deyjandi spjall

Postfrá jongud » 21.des 2016, 08:09

Hér er fólk sem vill halda spjallinu lifandi, það er greinilegt!
Margar uppfærslur frá í gær.

User avatar

raggos
Innlegg: 98
Skráður: 23.mar 2013, 00:26
Fullt nafn: Ragnar F. Magnússon
Bíltegund: Toyota LC90

Re: Deyjandi spjall

Postfrá raggos » 21.des 2016, 10:41

Einn stór kostur sem ég sé við jeppaspjallið er að hér eru menn með alls konar bíla að spá í öllu. Á Facebook hefur þetta verið svolítið skipt niður á ákveðnar tegundir en virknin þar hefur líka farið upp og niður. Ég datt t.d. inn á LC80 hóp og fannst svakalega gaman að fylgjast með því sem menn voru að gera þar fyrir ca 2 árum en þá var stöðugt e-ð nýtt að koma þangað inn. Nú er sá hópur kominn í vissa lægð svo þetta er sveiflukennt á öllum miðlum sem sagt. En ég er sammála því sem kemur fram að ofan að mun erfiðara er að halda í fróðleik á facebook hópum heldur en á einum vef enda t.d. ekki hægt að leita í mörgum hópum í einu á FB eins og hægt er að gera hér þar sem allt efnið er saman á einum stað. Ég er þó ekki duglegur að setja inn efni hér enda meira ökumaður heldur en bifreiðasmiður eins og flestir hér :)


eiriksra@gmail.com
Innlegg: 10
Skráður: 05.des 2014, 00:54
Fullt nafn: Ragnar Gunnar Eiríksson
Bíltegund: LR 1

Re: Deyjandi spjall

Postfrá eiriksra@gmail.com » 21.des 2016, 15:47

Sæll öll.

Langaði bara að segja "hæ" og taka undir með þeim sem eru að hvetja menn áfram hér á þessum miðli. Ég er því miður einn af þeim sem er sekur um að lesa mikið, en leggja til lítið. Líklega vegna þess að ég kann varla á spliff, donk og hvað þá gengju :-)

En svo er ég því miður hræddur um að maðurinn sem sagði að jeppamennska væri bara að lognast útaf á Íslandi hafi bara nokkuð til síns máls. Fyrir utan vandræðin með nýja bíla til að breyta, þá er stór þorri jeppamanna komnir í akstur á túristum (ég hef gert það líka - ekki að skammast) og það breytir hugarfarinu töluvert. Ég var alla vega ekki að fara mikið sjálfur, þegar ég var annan hvorn dag á fjöllum með túrhesta. Og í túrhestabílunum er "leður og lúga", ásamt glansinu af bóninu að morgni, mikilvægara en læsingar, lógír og nýjar svaðilfarir.

Annað sem sagði mér að við værum komin á vondan stað var að flagskipsferðin hjá Jeppadeild Útivistar síðustu páska var aboðuð - vegna lítillar þátttöku. Af er það sem áður var, þegar færri komust að en vildu. Ég veit að sumir fussa yfir svona "amatöraferðum" en mér finnst það afskaplega mikilvægt að ferðir séu aðgengilegar fyrir lítt vana. Svo er verðið svo sanngjarnt að ég borga það glaður (líka sbr. ofan - kann ekki á donk... eða hvað þessi verkfæri heita).

Áfram Jeppaspjall og áfram Jeppadeild Útivistar (ATH - á engra hagsmuna að gæta).

R.


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Deyjandi spjall

Postfrá Axel Jóhann » 21.des 2016, 16:14

Þarna kemur líka einn góður punktur, það væri virkilega gaman að einmitt geta farið í einhverja smá ferð fyrir amatjöra eins mig sem hefur aldrei farið í jeppaferð, og maður hefur verið að skoða gamla þræði hérna og þá var töluvert um þetta, en maður sér lítið af þessu í dag. Væri gaman að reyna blása lífi í þetta líka, og já ég veit að asðtæður hafa ekki verið þannig undanfarið. En það virðist vera koma til núna.


Kv, Maðurinn á 35" ólæsta "jeppanum"
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Deyjandi spjall

Postfrá jongud » 22.des 2016, 08:38

Axel Jóhann wrote:Þarna kemur líka einn góður punktur, það væri virkilega gaman að einmitt geta farið í einhverja smá ferð fyrir amatjöra eins mig sem hefur aldrei farið í jeppaferð, og maður hefur verið að skoða gamla þræði hérna og þá var töluvert um þetta, en maður sér lítið af þessu í dag. Væri gaman að reyna blása lífi í þetta líka, og já ég veit að asðtæður hafa ekki verið þannig undanfarið. En það virðist vera koma til núna.


Kv, Maðurinn á 35" ólæsta "jeppanum"


Það var ágætis mæting í nýliðaferðina hjá Ferðaklúbbnum 4X4 í nóvember, og það eru oft "opnar" ferðir þannig að það þarf ekki að vera í klúbbnum til að vera með.

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Deyjandi spjall

Postfrá Járni » 23.des 2016, 07:26

Það er sjálfsagt að nota spjallið í að auglýsa ferðir og það hefur verið gert.

Það er jafnvel að við hendum í einhverja hittinga/ferðir ef menn eru í stuði?
Land Rover Defender 130 38"


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Deyjandi spjall

Postfrá ivar » 23.des 2016, 12:15

Ég tek undir fækkun í sportinu en ekki FB vandræði.

Ég seldi jeppann minn vegna þess að ég fór aldrei neitt að viti. Bæði sjálfs míns vegna sem og skort á félagsskap. Tímarnir eru að breytast, boð og bönn verða harðari og fyrir mig finnst mér fjöldi ferðamanna skamma mikið.
Stefni á að gefa þessu aðra tilraun næsta sumar og vetur en er hóflega bjartsýnn.

T.d. finnst mér 90% af sportinu vera að ferðast og fara en ekki smíða og laga.

Kv. Ívar


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 20 gestir