Síða 1 af 1

Úrhleypibúnaður

Posted: 25.nóv 2016, 23:39
frá Cruser
Jæja meiri vangaveltur, hvað mælir á móti því að setja slönguna frá hjóli og í gangbretti? Finn ekki mikið af svoleiðis á google, en flestir eru með þetta upp í brettakant. Hver er ykkar skoðun á þessu skiptir þetta einhverju máli?
Það er einn hi-lux með þetta svona og svo fann ég mynd af 70 cruser með þetta svona líka.
Svo eru nokkri með þetta í gangbrettið bara að aftan, og svo framvegis?

Svona einn sem er mikið að spá!!
Kv Bjarki

Re: Úrhleypibúnaður

Posted: 26.nóv 2016, 09:51
frá jongud
Mér finnst það einhvernvegin rökrétt að vera með slöngurnar að framan í brettakantinum vegna þess að það eru beygjur að framan.

Að aftan er það spurning hvað fer best með slöngurnar, ef slangan er í brettakantinum beygir maður slönguna, en ef hún er í stigbrettinu þá snýr maður upp á hana.
Ef slangan er í brettakantinum þá er hún að jagast til hliðanna í báðum tengjunum, uppi við kantinn og niðri við felgu.
Ef hún er í stigbrettinu þá er bara snúið upp á hana í tenginu við stigbrettið, en snúningurinn við felguna er tekinn upp af snúningshnénu.

Þetta eru mínar 11,33kr. Tek það fram að ég hef ekki átt jeppa með úrhleypibúnaði.

Re: Úrhleypibúnaður

Posted: 26.nóv 2016, 11:44
frá eyberg
Veit um nokra sem eru með þetta svona að aftan eins og á myndum.
Einn félagi minn varar menn við að hafa þetta þarna slangan er altaf að afsnúa sér og fer þá að kuðlast niður og svo talar hannum að þetta sé aðtaf fult af snjó og srullu þarna í horninu hjá stigbrettinu.
Eg hef sett þetta í kantin og ekkert vandamál.

Re: Úrhleypibúnaður

Posted: 27.nóv 2016, 00:55
frá Gulli J
Þær eru hjá mér í miðjan brettakannt og kemur vel út, ég myndi ekki vilja hafa slöngurnar að framan í sílsa.

Re: Úrhleypibúnaður

Posted: 27.nóv 2016, 09:33
frá Seacop
Ég gafst upp á að hafa þetta í stigbrettinu hjá mér. Slangan átti það til að snúast niður á við og var þá orðin í hættu.

Re: Úrhleypibúnaður

Posted: 28.nóv 2016, 03:15
frá grimur
Það er að mínu mati atriði að vera með amk 10mm, polyurethane slöngur. Minni slöngur eru ekki nógu stífar og flæða illa. Nylon er drasl og polyethylene tollir illa í tengjum.
Annað atriði er hvernig tengið kemur út í felgumiðjunni, mér fannst best að vera með beint eða 45° tengi, ekki 90° hné eins og margir nota. Ástæðan er að það er best að slangan hafi "náttúrulega sveigju" framhjá belgnum á dekkinu. Með þessu má líka hafa snúningstengið innar í felgunni. Með þessu móti má hafa slöngurnar hóflega langar og minna flaks á þeim.
Að framan er ómögulegt annað en tengja upp í kant, nema ætlunin sé að stýra semsagt ekki neitt. Að aftan hefur mér fundist allt í lagi að taka út frá stigbrettinu, það fylgir hreyfingu dekksins vanalega nokkuð fínt og lengdin á slöngu þannig nokkuð temmileg, þarf ekki einhverja svaka slaufu fyrir mesta sundurslag.
Aðalatriðið í stuttu máli finnst mér að vera með stífar en góðar slöngur, eins stuttar og maður kemst upp með, og þvinga þær ekki í 2 áttir (S beygja) heldur bara eina (J) sem veldur einna minnstri hættu á að þær þvælist í dekkin.

Re: Úrhleypibúnaður

Posted: 28.nóv 2016, 08:10
frá jongud
Seacop wrote:Ég gafst upp á að hafa þetta í stigbrettinu hjá mér. Slangan átti það til að snúast niður á við og var þá orðin í hættu.


Ein spurning varðandi þetta, hvernig snúningshné ertu með?
Bendir það ekki til að þau séu of stíf á snúningnum þegar slangan snýst niður á við?

Re: Úrhleypibúnaður

Posted: 28.nóv 2016, 08:41
frá Seacop
jongud wrote:
Seacop wrote:Ég gafst upp á að hafa þetta í stigbrettinu hjá mér. Slangan átti það til að snúast niður á við og var þá orðin í hættu.


Ein spurning varðandi þetta, hvernig snúningshné ertu með?
Bendir það ekki til að þau séu of stíf á snúningnum þegar slangan snýst niður á við?


Ég er með hné með legum frá Loft og raftæki. Þegar menn eru komnir í mikinn kulda og hríð þá held ég að öll hné stífni að einhverju marki. Þetta er ekki lengur vandamál hjá mér þar sem ég færði þetta upp á bretta kantana. Annars er bara best að ef menn eru ekki vissir um það hvernig best er að hafa þetta þá prófa menn bara stigbrettin og færa sig svo upp í kantana ef það virkar ekki fyrir þá :-)

Re: Úrhleypibúnaður

Posted: 28.nóv 2016, 14:57
frá AgnarBen
Ég sé í raun ekkert sem mælir með því að hafa þetta í stigbrettið nema útlitslegs eðlis. Ef menn vilja ekki gata kantana sína að þá hef ég séð útfærslu þar sem slöngurnar eru teknar út undan kantinum en það væntanlega aðeins meiri hætta á að steinkast skemmi búnaðinn þar.

grimur wrote:Aðalatriðið í stuttu máli finnst mér að vera með stífar en góðar slöngur, eins stuttar og maður kemst upp með, og þvinga þær ekki í 2 áttir (S beygja) heldur bara eina (J) sem veldur einna minnstri hættu á að þær þvælist í dekkin.


Ég er sammála Grím varðandi það að stífleiki slöngunnar skiptir meginmáli til að þessi búnaður virki. Ég hef notað 8mm stífar slöngur með "ódýrum" 90° hnjám úr Landvélum í þau fjögur ár sem ég hef keyrt með þetta og hefur það virkað ágætlega. Hef notað sömu slöngurnar allan tímann en hef skipt út öllum hnjánum amk einu sinni á þessum tíma sem er nú eiginlega minna viðhald en ég bjóst við fyrirfram en það fer væntanlega allt eftir hversu mikið er ekið með búnaðinn.

grimur wrote:Annað atriði er hvernig tengið kemur út í felgumiðjunni, mér fannst best að vera með beint eða 45° tengi, ekki 90° hné eins og margir nota.


Ég hef aldrei séð beint tengi hjá neinum, hvar fær maður svoleiðis, er það með legu ?

kv. Agnar

Re: Úrhleypibúnaður

Posted: 29.nóv 2016, 16:14
frá Hilmar Örn
Hvað þarf miðjugatið fyrir leguna/gegnumtakið sem kemur í spöngina sem fer svo á felguna að vera svert? m.v. 10 mm slöngu.
Er þetta alltaf eins eða misjafnt eftir því hvað tegund er notuð?

Re: Úrhleypibúnaður

Posted: 29.nóv 2016, 19:32
frá AgnarBen
Hilmar Örn wrote:Hvað þarf miðjugatið fyrir leguna/gegnumtakið sem kemur í spöngina sem fer svo á felguna að vera svert? m.v. 10 mm slöngu.
Er þetta alltaf eins eða misjafnt eftir því hvað tegund er notuð?


Ég myndi byrja á því að ná mér í það sem þú ætlar að nota í þetta, þiltengið, múffur og hné, þá sérðu hvað þú þarft að bora stórt gat.

kv. Agnar

Re: Úrhleypibúnaður

Posted: 29.nóv 2016, 19:48
frá Cruser
Eru menn alment með loftkúta í þessu? Ég er með Fini dælu og ætla mér að nota hana kút lausa til að byrja með, en það hlýtur alltaf að þurfa pressustat við svona nema maður ætli alltaf að kveikja sjálfur á dælunni?

Kv
Bjarki

Re: Úrhleypibúnaður

Posted: 29.nóv 2016, 20:16
frá AgnarBen
Cruser wrote:Eru menn alment með loftkúta í þessu? Ég er með Fini dælu og ætla mér að nota hana kút lausa til að byrja með, en það hlýtur alltaf að þurfa pressustat við svona nema maður ætli alltaf að kveikja sjálfur á dælunni?

Kv
Bjarki


Ef bara er tekið mið af þörfum úrhleypibúnaðarins þá sé ég persónulega sé engann tilgang í að vera með kút í svona kerfi, ég læt bara þrýstinginn safnast upp í lögninni og pressustat sér um að slá út dælunni. Vanalega er maður bara að leika sér á bilinu 2-5 pund í ferð og með góða dælu þá er maður enga stund að bæta í og úr, maður gerir það hvort sem er yfirleitt bara á meðan maður er að keyra. Skil reyndar ekki af hverju menn eru svona fókusaðir að vera mikið flæði í svona kerfi, maður er yfirleitt að keyra þegar maður er að bæta í og úr og það skiptir mann óskaplega litlu máli hvort hlutirnir taki 10% lengri tíma ! .... kannski skiptir þetta meira máli ef maður er á 46-54" :)

Ég er meira að segja alveg hættur að láta pressustatið sjá um að slá út því einu sinni fór slanga af dælunni í húddinu hjá mér í vonskuveðri og því sló pressustatið ekki dælunni út (það byggðist aldrei upp neinn þrýstingur í lögninni) og þar sem ég er með aircon dælu þá heyrði ég ekki að hún var í gangi og hún gekk í klukkutímai og dó. Er að spá í að fá mér gaumljós í mælaborðið sem logar þegar dælan er í gangi :)

Re: Úrhleypibúnaður

Posted: 29.nóv 2016, 22:55
frá Cruser
Takk fyrir Þetta Agnar, er á þeirri skoðun líka að hafa kút fyrir ekki stærii sekk skiptir kannski ekki svo miklu máli. Ég ernú ekki svo lengi að pumpa í öll fjögur úr 4pundum í ca 27 pund, færandi slöngu á milli felgna. En klárlega pressutat á Fini dæluna og þá allir klárir.
Kv Bjarki

Re: Úrhleypibúnaður

Posted: 30.nóv 2016, 03:38
frá grimur
Ég notaði þrýsting af soggrein á diesel turbo. Bullandi flæði en ekkert alltof mikill þrýstingur, þessvegna mikið atriði að lágmarka viðnám.
Feiknalega einfalt dæmi, og litlar líkur á að verða strand útaf loftleysi...

Re: Úrhleypibúnaður

Posted: 01.des 2016, 16:03
frá ellisnorra
AgnarBen wrote: Er að spá í að fá mér gaumljós í mælaborðið sem logar þegar dælan er í gangi :)


Ég var með það þannig á luxanum mínum með aricon dælu og mun alltaf gera það eins þegar ég er með aircon dælu, að hafa rofa með gaumljósi þar sem gaumljósið kviknar og slökknar eftir pressostatinu, semsé það er ljós ef dælan er í gangi. Rofinn var snúningsrofi og mjög greinilegt hvort það var kveikt eða slökkt á kerfinu. Gífurlega ánægður með þetta setup.

Re: Úrhleypibúnaður

Posted: 03.des 2016, 20:10
frá AgnarBen
elliofur wrote:
AgnarBen wrote: Er að spá í að fá mér gaumljós í mælaborðið sem logar þegar dælan er í gangi :)


Ég var með það þannig á luxanum mínum með aricon dælu og mun alltaf gera það eins þegar ég er með aircon dælu, að hafa rofa með gaumljósi þar sem gaumljósið kviknar og slökknar eftir pressostatinu, semsé það er ljós ef dælan er í gangi. Rofinn var snúningsrofi og mjög greinilegt hvort það var kveikt eða slökkt á kerfinu. Gífurlega ánægður með þetta setup.


Gallinn hjá mér er að rofinn er á milli sætanna þannig að ég sé ekki ef það logar á ljósinu í rofanum. Er því að hugsa um að fá mér eitthvað pínulítið nett ljós til að setja við framrúðuna svo ég sjái ef kvekendið fer í gang :)

Re: Úrhleypibúnaður

Posted: 03.des 2016, 22:57
frá Izan
Sælir

Ég hef einmitt verið í þessum pælingum. Ef maður vill nota t.d. díóðuljós er sáraeinfalt að gera það, það þarf bara að lóða viðnám við annan legginn ég man bara ekki hvað stórt fyrir 14V. Venjulegar díóður eru til í nokkrum stærðum og svo er hægt að kaupa t.d. hjá miðbæjarradíó tilbúna díóðu f 12V í húsi sem er auðvelt að festa í panel og kostar slikk. Búðir til að heimsækja eru miðbæjarradíó, íhlutir og aliexpress

Kv JGH

Re: Úrhleypibúnaður

Posted: 04.des 2016, 14:20
frá kaos
Til að reikna út raðtengiviðnám fyrir ljósdíóðu:

R=(Us-Uf)/If

Þar sem R er viðnámið í ohm, Us er spennan yfir rásina í voltum, Uf er spennan yfir díóðuna í voltum, og If er straumurinn í rásinni í Amperum.

Í "12 volta" bilarafkerfum má miða við Us=14V (hleðsluspenna í slíku kerfi, svona um það bil).

Uf er best að fá úr datablaði fyrir díóðuna (getur verið kallað Vf eða forward voltage þar), en fyrir venjulegar gaumljósadíóður má miða við eftirfarandi:
Rauð: 1,8V
Gul / Appelsínugul: 2,1V
Græn: 2,2V
Blá: 3,2V
Hvít: 3,6V
Það geta þó verið töluverð frávik frá þessu, eftir framleiðendum og efnasamböndum sem eru notuð í díóðurnar, en ef við höldum okkur við hóflegan straum og venjulegar LED (ekki super bright, low current eða önnur afbrigði) má miða við þetta.

If er líka best að fá úr datablaðinu (forward current), en fyrir venjulegar gaumljósadíóður má miða við 20mA fyrir bláar og hvítar, en 10mA fyrir aðra liti. Díóðurnar þola yfirleitt eitthvað meiri straum, sem er ástæðan fyrir því að okkur fyrirgefst allur slumpareikningurinn, en umframstraumurinn skilar sér yfirleitt aðeins að litlu leiti í bjartara ljósi. Verulega minni straumur þýðir hinsvegar daufara ljós, sem getur verið gott að hafa í huga ef ljósið reynist blindandi skært. Athugið að þegar straumurinn er settur inn í formúluna fyrir ofan þarf hann að vera í amperum, ekki milliamperum. Þ.e. 0,01 en ekki 10.

Að lokum er rétt að hafa í huga aflið sem tapast í viðnáminu. Það reiknast sem Pr=(Us-Uf)*If. Viðnámið þarf að þola a.m.k. þetta afl, annars brennur það fljótlega yfir. Algengt aflþol viðnáma er 0,25W, en þau fást bæði öflugri og aumari.

Dæmi: Rauð LED, Uf=1,8V, If=10mA. R=(14-1,8)/0,01=12,2/0,01=1220 Ohm. Við notum næstu staðalstærð, sem er 1,2kOhm. Pr=(14-1,8)*0,01=0,122W, svo 0,25W viðnám dugar ágætlega.

Annað dæmi: Blá LED, Uf=3,2V, If=20mA. R=(14-3,2)/0,02=10,8/0,02=540 Ohm. Næsta staðalstærð 560 Ohm. Pr=(14-3,2)*0,02=0,216W. Þetta er orðið óþægilega nærri 0,25W, svo hérna myndi ég mæla með 0,5W viðnámi.

--
Kveðja, Kári.