Síða 1 af 1

Hvaða verkfæri eru menn með sér í jeppanum???

Posted: 15.nóv 2016, 01:35
frá AndriAgnars
Hvaða verkfæri eru alveg möst að hafa með i jeppanum ? og tildæmis snyttteina og svoleiðis endilega koma með allar hugmyndir :D

Re: Hvaða verkfæri eru menn með sér í jeppanum???

Posted: 15.nóv 2016, 13:58
frá jongud
Fasta lykla, toppa (átaksskaft og framlengingar líka), krafttöng og vatnspumputöng og skrúfjárn.
Þetta er lágmarkið...

Re: Hvaða verkfæri eru menn með sér í jeppanum???

Posted: 15.nóv 2016, 15:19
frá Izan
Leatherman

Ég á Patrol

Re: Hvaða verkfæri eru menn með sér í jeppanum???

Posted: 15.nóv 2016, 21:19
frá jeepcj7
Alveg sama á hvaða bíl góður slaghamar er must

Re: Hvaða verkfæri eru menn með sér í jeppanum???

Posted: 15.nóv 2016, 23:07
frá makker
Gott skrallsett fasta lykla skrúfjárn vatnspíputaung visegrip helling af hosuklemmum og skrúfugramsi og svo nokkrar hosur og fleira grams

Re: Hvaða verkfæri eru menn með sér í jeppanum???

Posted: 17.nóv 2016, 13:55
frá elli rmr
Dekkjabætur til að bæta vatshosur ef þær gatast..

Re: Hvaða verkfæri eru menn með sér í jeppanum???

Posted: 17.nóv 2016, 16:15
frá Gulli J
Þessi dugar að öllu jöfnu í Jeep

Re: Hvaða verkfæri eru menn með sér í jeppanum???

Posted: 17.nóv 2016, 23:33
frá olei
Maður veit aldrei hvenær maður rekst á Ford sem þarf að losna við af líknardeildinni.

Image

Re: Hvaða verkfæri eru menn með sér í jeppanum???

Posted: 19.nóv 2016, 17:55
frá Þráinn
obdII tölvu,
gaslóðbolta,
helling af allskonar leiðslubútum,
poka fullan af öryggjum af öllum stærðum og gerðum,
tengi af öllum stærðum og gerðum, og tengjatöng
duct tape og venjulegt tape
drullutjakk og slaghamar (þegar allt annað bregst)
bensli!!!
Toptul verkfærasett með tommu og mm toppum (á amerískan já....)
þunna toppa 21, 19 og 17 (til að hjálpa hinum)
AVO mælir og prufulampa
Logsuðuvíra til að opna læsta bíla (fínt til að binda upp púst líka)
grams af hosuklemmum, boltum og róm
einhvað af slöngum og drasli
Auka sett af felguboltum og róm!
auka krossa í bílinn
auka legusett
og síðan allt þetta standart, krafttöng röratöng skrúfjárnasett og leatherman

svona brota brot af því sem ég er með, enda er ég mikið í að gera við bíla :)

Re: Hvaða verkfæri eru menn með sér í jeppanum???

Posted: 20.nóv 2016, 13:32
frá Sævar Örn
það sem ég hef með mér en er ekki viss um að allir aðrir hafi er nokkrir pinnasuðu pinnar til að sjóða með rafgeymum í óbyggðum, hefur reynst mjög vel og bjargað því að skilja þurfi bíla eftir

og síðan skiptilykil í hanskahólfið, það er ótrúlega oft sem er þægilegt að grípa í skiptilykil í jeppaferðum þó maður geri það aldrei nokkurn tima í bílskúrnum...

Re: Hvaða verkfæri eru menn með sér í jeppanum???

Posted: 22.nóv 2016, 20:31
frá HjaltiB
svona hversdagslega,
átaksskaft, felgutoppar.
1/4" sett til að fiffa einhvað
auka felgurær, í það minnsta fyrir 1 hjól.
sjúkrakassi. endurskinsvesti

fyrir lengri ferðir hendi ég svo með lyklasett (6-27)
toppliklasett og tjakk.
spotti er svo sem fín hugmynd.

Re: Hvaða verkfæri eru menn með sér í jeppanum???

Posted: 21.des 2016, 16:00
frá eiriksra@gmail.com
Ég er alltaf með þetta flæðirit hérna með mér, sem sameinar allt sem getur farið úrskeiðis í Land Rover og svo viðgerðarkunnáttu mína :-)

repair.jpg
repair.jpg (48.42 KiB) Viewed 4004 times