Síða 1 af 1

Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 08.feb 2011, 20:09
frá aggibeip
veit einhver eða hefur einhver reynslu af því hvað 1989 Hilux með 3.0 v6 á 31" dekkjum er að eyða í innanbæjar/blönduðum og lang keyrslu ?

Takk Fyrir.
Agnar Sæmundsson
Aggibeip@gmail.com

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 08.feb 2011, 22:11
frá -Hjalti-
aggibeip wrote:veit einhver eða hefur einhver reynslu af því hvað 1989 Hilux með 3.0 v6 á 31" dekkjum er að eyða í innanbæjar/blönduðum og lang keyrslu ?

Takk Fyrir.
Agnar Sæmundsson
Aggibeip@gmail.com


ég er með 4runner með sömu vél , reyndar 38" og með 5:29 hlutföll , í lang keyrslu þá er hann í 14 - 15 og innanbæjar í snattinu er hann í kringum 17-18 c.a. Þetta er beinskiptur bíll. Veit að ef þeir eru sjálfskiptir þá ríkur eyðslan uppúr öllu valdi !
Hiluxinn er örugglega að eyða minna enda léttari

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 08.feb 2011, 22:49
frá JonHrafn
Náðum okkar v6 aldrei undir 18lítra sjálfskipt á 38, 5.29 hlutföll. Vigtaður 2060kg. Enda fékk hún að fjúka að lokum.

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 08.feb 2011, 22:56
frá -Hjalti-
JonHrafn wrote:Náðum okkar v6 aldrei undir 18lítra sjálfskipt á 38, 5.29 hlutföll. Vigtaður 2060kg. Enda fékk hún að fjúka að lokum.


já þetta er ógeðslegt með sjálfskiptingu , fór á óbreyttum runner með þessari vél og sjálfskiptingu austur á Egillstaði . Hann var í 22L / 100km útá veg

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 08.feb 2011, 23:06
frá JonHrafn
Maður gæti samt sætt sig við þetta ef maður fengi eitthvað fyrir bensínið , en þetta er alveg steingeldur mótor við hliðina á 1kzt. Réttlætir ekki v8 eyðslu.

v10 ram á 35" er að fara niður 18 í langkeyrslu :þ

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 08.feb 2011, 23:27
frá -Hjalti-
JonHrafn wrote:Maður gæti samt sætt sig við þetta ef maður fengi eitthvað fyrir bensínið , en þetta er alveg steingeldur mótor við hliðina á 1kzt. Réttlætir ekki v8 eyðslu.

v10 ram á 35" er að fara niður 18 í langkeyrslu :þ


hahaha já það virðist sem að menn spái ekkert í kostnaðnum bakvið að swappa þessu "gulli" 1kzt í staðin fyrir V6 una..

Ekki eins og þetta sé gefnis kram , þó það sé ekið hátt í 300.000km þá eru menn fastir á verðinu , svo þarf að taka motorinn / turbinuna upp og ekki kostar það lítið , smíða pústkerfi að hluta til. Og svo vinnan bakvið að koma þessu í. Eitthvað verður maður að verðleggja vinnuna sína í..

þetta er meira en að segja það og veist það væntanlega sjálfur enda nýbúinn að standa í þessu..

Held að það sé vel hægt að taka bensín ansi oft fyrir þennan pening.

Ekkert sem réttlætir að eyða þetta stóri fjárhæð + útaf eitthverjum smá afl mun og enn færri lítrum

og meira að segja lenda svo í hitavandamálum á nýja motornum... svekkjandi

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 08.feb 2011, 23:33
frá JonHrafn
Hjalti_gto wrote:
JonHrafn wrote:Maður gæti samt sætt sig við þetta ef maður fengi eitthvað fyrir bensínið , en þetta er alveg steingeldur mótor við hliðina á 1kzt. Réttlætir ekki v8 eyðslu.

v10 ram á 35" er að fara niður 18 í langkeyrslu :þ


Ekkert sem réttlætir að kaupa kram á hálfa miljón + útaf eitthverjum smá afl mun og enn færri lítrum

og meira að segja lenda svo í hitavandamálum á nýja motornum haha ...


Okkur leiðist þó ekki á meðan :)

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 08.feb 2011, 23:42
frá -Hjalti-
Það er rétt hehe

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 09.feb 2011, 09:26
frá Magnús Ingi
ég á 4Runner á 38 með þessum mótór og á 5:71hlutföllum er hann svona í 24-25 í snattinu og dettur svo alveg niðrí 17 í langkeyrslu

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 09.feb 2011, 12:09
frá -Hjalti-
er það ekki bara eins km rúntur á Hvolsvölli ? :D

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 09.feb 2011, 18:33
frá Magnús Ingi
nei eg segi það nú ekki alveg. Ég get líka alveg komið honum neðar í eyðslu í snattinu sennilega með því að breyta aksturslaginu svoldið en þá er maður eins og gömull kelling á rúntinum

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 09.feb 2011, 21:24
frá stebbiþ
Já, þetta eru órúlegar tölur. Hvað varð um japönsku hagkvæmnina? Ég er með Suburban ´85 með 350 mótor með gamlan Quadrajet og er hann að eyða 17-18 á hundraðið á langkeyrslu (er sjálfskiptur). Veit ekki með innanbæjarsnatt. Mér finnst það nokkuð gott fyrir helmingi stærri bíl, sem er jafn straumlínulagaður og múrsteinn.
Kv, Stefán Þ.

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 09.feb 2011, 21:58
frá -Hjalti-
haha ég hef átt MARGA STÓRA ameríska með allt frá 305 til 454 og engin þeirra var undir 20 úti á veg... og ætla ég ekki einu sinni að tala um innanbæjar eyðsluna.
munurinn á að reka þessa bíla er MIKILL og er ég með þokkalega reynslu af báðum..
84 Suburbaninn sem ég átti með 6.2 Diesel viktaði 2240 kg , já þeir vikta mikið minna en þeir líta út fyrir að vera.. ( A nose job and a weight loss program improved the 1981 Suburbans and C/K Trucks )

Runnerinn hjá mér eins og hann stendur er um 2100kg svo að það er ekki hægt að segja að Suburban sé eitthvað að burðast með mikið meiri þyngd

Farðu og mældu betur ;)


.

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 09.feb 2011, 22:56
frá JonHrafn
Hjalti_gto wrote:haha ég hef átt MARGA STÓRA ameríska með allt frá 305 til 454 og engin þeirra var undir 20 úti á veg... og ætla ég ekki einu sinni að tala um innanbæjar eyðsluna.
Farðu og mældu betur


Dodge Ram 2500 V10 magnum, 8.0 , 35" ,, 18 á langkeyrslu :þ fjórhjóladrif í sandi .. tja 40++

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 09.feb 2011, 23:32
frá -Hjalti-
Afhverju í ósköpunum þarf eitthver 8 lítra / 10 cylendra vél í pikkup :O Ertu að draga heilt þorp á eftir þér :D

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 09.feb 2011, 23:44
frá jeepcj7
7-9 lítra bensínvél jafnvel procharger og 46" + er eitthvað sem ég tel að fátt toppi á fjöllum ef bara helv. eldsneytið væri ekki svona dýrt.
Það jafnast ekkert á við það að hafa afl til að snúa dekkjunum af alvöru. ;o)

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 10.feb 2011, 01:21
frá aggibeip
Oookei þá hef ég aðra spurningu.. er eitthvað hægt að gera til að manni svíði ekki við að hafa þennann mótor í bílnum, t.d. auka aflið til að hann hafi kraft í samræmi við eyðslu eeeða gera eitthvað við kvikindið til að minnka eyðslu.. (við erum að tala um beinskipt)

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 10.feb 2011, 02:01
frá -Hjalti-
http://www.f4x4.is/index.php?option=com ... an#p125981

Mín bestu gisk eru eftirfarandi:

Tékka spíssana, þ.e. þéttingarnar á þeim. Rífa sundur, hreinsa vel upp, skafa skít og drullu, setja smá feiti(vaselín) á þéttingarnar og saman með þetta aftur.

Næsta mál er að fara með dúkahníf á kíttið sem festir lokið ofaná airflow sensorinn, lítið skrúfjárn dugar til að spenna það af og stilla svo fjöðrina sem heldur á móti trekkspjaldinu. Hún slaknar með tímanum sem veldur skekkju í mælingunni, það er líka vel mögulegt að áhrif flækjanna teygi sig alveg inná þennan helming vélarinnar...

Eitt sem er mögulegt, en ekki liklegt, er 2 hitaskynjarar. Annar er í vatnsgangi aftaná milliheddinu, hinn í inntakinu inná airflow-skynjarann. Ef það eru 2 bílar til taks, þá er hægt að tékka viðnámið á þeim hlið-við-hlið(við sama hita) með venjulegum fjölmæli(Ohm).

Ef það lekur einhvers staðar loft inná soghlið eða pústhlið á þessari vél, þá fer eyðslan alveg gersamlega úr böndunum.

Ég hef náð 31" 4Runner V6 niður í 11.5l/100km á langkeyrslu með svona fiffi. Meðaleyðsla í blönduðu var nærri 13l/100km.

Þessi sami 4Runner fór í 35l/100km fyrstu dagana eftir að ég keypti hann vegna þess að allt innspýtingarsystemið var í rugli.

Þess má líka geta að í staðinn fyrir að blinda EGR systemið boraði ég það út, þar sem það leyfir mikið daufari blöndu "á krúsinu" og sparar þar með eldsneyti. Þegar vélin er undir álagi slekkur tölvan á EGR-inu þannig að það bitnar ekkert á afli þegar á þarf að halda.

kkv


Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 10.feb 2011, 09:18
frá Þorri
Þessi v-6 mótor hefur aldrei gert neitt annað en að vera með leiðindi miðað við hvað maður hefur rekist á marga þræði þar sem menn eru að kvarta yfir honum.

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 10.feb 2011, 14:01
frá -Hjalti-
Þetta virðist vera eitthver tíska að væla um þessa vél haha , Fyndið því að það eru svo margar mikið verri vélar í jeppum þarna úti

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 10.feb 2011, 16:05
frá Stjáni Blái
Hjalti_gto wrote:Þetta virðist vera eitthver tíska að væla um þessa vél haha , Fyndið því að það eru svo margar mikið verri vélar í jeppum þarna úti


Nefndu mér þrjár !

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 10.feb 2011, 16:20
frá -Hjalti-
Stjáni Blái wrote:
Hjalti_gto wrote:Þetta virðist vera eitthver tíska að væla um þessa vél haha , Fyndið því að það eru svo margar mikið verri vélar í jeppum þarna úti


Nefndu mér þrjár !


mmc 6G72 sohc , mmc 4D56 , toyota 22RE , toyota 2L / T , GM 2.8 v6 , GM 305 og get talið helling áfram

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 10.feb 2011, 16:34
frá Hlynurh
Hvernig færðu það út að 22re sé verri en 3vz dótið sem eyðir töluvert meira og skilar lítið meira afli ??

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 10.feb 2011, 16:38
frá -Hjalti-
Hlynurh wrote:Hvernig færðu það út að 22re sé verri en 3vz dótið sem eyðir töluvert meira og skilar lítið meira afli ??


Hef ferðast með mönnum á Hilux bílum með þessari vél , með nákvæmlega sömu breitingar og ég , sömu hlutföll og dekk , sömu stærð af bensíntank og í ÖLLUM ferðu þá hef ég þurft að skaffa bensín fyrir þessa tappa þegar þeir voru bensínlausir af mínum bensínbrúsum en ég átt svona 10 lítra eftir á mínum bensíntank ! Svo hef ég átt óbreyttan Luxa með þessari vél og ekki komst þetta áfram þá ferkar. Mikið hjóta menn að vera þolinmóðir að nenna þessu

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 10.feb 2011, 17:55
frá Hagalín
Er ekki bara málið með þessar vélar eins og margar aðrar að þær eyða og vinna mis mikið og þær eru margar.
Þetta eru orðnar gamlar vélar og margt sem getur spilað með afl og eyðslu í þessu dóti. Ég þekki nú ekki persónulega til þessa 3l vélar en ég átti einu sinni 2.4bensín turbo og var hún að eyða þessu 13-14 úti á vegi og um 20 innanbæjar.

Veit með 2.8 díselinn í patrol að þá eru rosalega misjafnar tölur sem menn segja að þeir eyði á hundraði og sumir virðast ekki skylja að illa viðhaldinn bíll sem er ekinn kanski hátt í 400þ er ekki sami bíll og annar sem er vel við haldinn, ekinn þeim mun minna og skipt um olíu og hráolíu/bensín síur alltaf á réttum tíma. Þeim bílum er ekki hægt að líkja saman þó þeir séu sama árgerð sama tegund og sama vél.....

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 11.feb 2011, 08:59
frá Stebbi
Hjalti_gto wrote:
Stjáni Blái wrote:
Hjalti_gto wrote:Þetta virðist vera eitthver tíska að væla um þessa vél haha , Fyndið því að það eru svo margar mikið verri vélar í jeppum þarna úti


Nefndu mér þrjár !


mmc 6G72 sohc , mmc 4D56 , toyota 22RE , toyota 2L / T , GM 2.8 v6 , GM 305 og get talið helling áfram


MMc 6G72 er í lagi í beinskiptum bíl á meðan það er eldri vélin, er sprækari en 3.0 toyota en eyðir alveg jafn mikið.

MMC 4D56 er snilldar vél sem étur 2L-T í morgunmat og bilar lítið sem ekkert

2L-T er jafn ofmetin og 2.8 patrol, hún endist bara afþví að það er ekkert tekið út úr henni.

GM 2.8 er ekki vél heldur hurðarstoppari eða pappírspressa.

GM 305 á við sama vandamál og 3.0 toyota dótið, 8cyl eyðsla og 4cyl vinnsla. En ólíkt toyota vélini er von um að ná einhverju út úr 305 með því að kaupa utaná hana eitthvað gotterí.

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 11.feb 2011, 10:58
frá -Hjalti-
MMc 6G72 er aldrei í lagi fyrr en hún er orðin dohc.. ætti að vita það enda búin að vera að grúska í kringum þessar vélar í 10 ár næstum því , Bestar eru þær þó Túrbo væddar

MMC 4D56 - mín reynsla er að þetta endist ekkert og þolir ekkert álag þá er allt orðið rauðglóandi

2L-T er jafn ofmetin og 2.8 patrol - sammála

GM 305 - Og hvað ætli það kosti mikið að kaupa utaná 305 una tjun hluti að utan til að fá hana til að hreifast ? Eflaust nálagt kaupverði á þokkalega heilli 350 vél

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 11.feb 2011, 12:38
frá JHG
Menn verða að átta sig á því að 305 er til í mörgum útfærslum. T.d. eru 305HO og 305TPI ágætis mótorar. Ef þú miðar hinsvegar við kæfða vél frá verstu mengunarárunum þá er það allt annað mál (að maður tali nú ekki um ef þetta er haugslitinn mótor eða rangt upp settur).

Ég var t.d. með 305HO með orginal rúllu (orginal 190 hp), torker milliheddi og holley 600 blöndung ásamt flækjum (og mengunardraslið rifið burt) og þessi vél vann mjög skemmtilega (væntanlega orðin eitthvað meira en 190hp) og notaði lítið bensín. Í jeppa finnst mér skemmtilegra að hafa 350 eða stærra en skemmtileg 305 er margfallt skemmtilegri en 3 lítra V6 vél í Runner (enda hentu mörgum þessum vélum og settu í stað sbc eða sbf). Svo má ekki gleyma því að það er ódýrt að fá meira afl útúr sbc.

Ég ferðaðist töluvert með 3 lítra beinskiptum fjórhlaupara hér áður (var sjálfur á Blazer K5 með spræka 350) og hann var ekki að nota minna bensín en ég, meira ef eitthvað var (samt var ég ekki með yfirgír og hefði átt að eyða meiru í heildarferðinni). Samt gerðist hellingur þegar 350 rellan var þanin en lítið þegar fjórhlauparinn var kvattur áfram. Toyotan var ný á þessum tíma en Blazerinn gamall blöndungsbíll.

Margir Toyota menn sögðu mér í þá daga að 22R væri betri en V6 vélin (sel það ekki dýrara en ég keypti það, var í sjálfu sér alveg sama). Einn í umboðinu sagði mér svo að V6 vélarnar væru svo misjafnar, þú gætir stillt upp nokkrum bílum og enginn þeirra gengi eins, virkaði eins eða eyddi eins. Vél kunninga mín var ein af þeim sem eyddi helling og virkaði ekki neitt. Hann sagði mér að vinur hans ætti Hilux með sömu vél en hún eyddi miklu minnu og virkaði betur (báður 38" bílar).

Tengdasonur kunningja míns keypti svo sjálfskiptan fjórhlaupara með þessari vél, eyðslan var 25 l/h en bíllinn var algjörlega óbreyttur (nýr úr kassanum). Þau voru fljót að losa sig við hann.

Ég þekki ekki hinar vélarnar nógu vel til að taka afstöðu til þess hve slæmar þær voru (bróðir minn var með 2,8l v6 í óbreyttum Cherokee og hann var ágætur þrátt fyrir mikinn akstur) en ég held að samanburður við 305 sé klárlega 3 lítra V6 Toyotu vélinni í óhag.

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 11.feb 2011, 14:46
frá Stebbi
HjaltiGTO wrote:MMc 6G72 er aldrei í lagi fyrr en hún er orðin dohc.. ætti að vita það enda búin að vera að grúska í kringum þessar vélar í 10 ár næstum því , Bestar eru þær þó Túrbo væddar


Ég skal taka undir það að þær eru bestar túrbovæddar en gamla pajero vélin er þó betri en 3 lítra V6 runner vélin. Og varðandi að græja 305 sé sjálfsagt jafn dýrt og að kaupa 350 má vel vera rétt og ætla ég ekkert að efast um það en þegar því er stillt upp hliðiná rekstri, viðhaldi og hármissi á því að reyna að nota V6 vélina þá er það ekkert svo dýrt. Að sjálfsögðu eru einhverjir bílar betri en aðrir og sumir verið heppnir en heilt yfir þá er þetta því miður algjörlega ónothæft.

JHG wrote:en ég held að samanburður við 305 sé klárlega 3 lítra V6 Toyotu vélinni í óhag.


Þetta er akkúrat málið þó ég sé ekki Chevy maður að upplagi, V6 toyota vélin var eflaust góð hugmynd en hún heppnaðist því miður ekki vel. Það mættu vera fleiri valkostir í V6 deildini umfram 4.3 GM til að setja í jeppa.

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 11.feb 2011, 16:02
frá Óskar - Einfari
bottom line...

Toyota 3.0 V6 það eru öfgar í báðar áttir og allt þar á milli... gjörsamlega unpredictable.... því fleiri sem maður spyr um eyðslutölur því fleiri tölur heirir maður... 12L, 13L, 14L, 16L, 17L, 18L, 20l, 22L, 25L, 30L og 35L eru held ég allar þær eyðslutölur sem ég hef heyrt um V6 3.0

Hef sjálfur ekki átt bíl með svona vél en átti á góðan tíma hilux með 22RE vél.... það verður seint (eða bara alls ekki) talin kraftmikill mótor en hann mátti eiga það að hann kom manni áfram.... eyðslan á 35" dekkjum með 1:5,29 hlutföllum var alveg ásættanleg en 38" var orðin of mikið fyrir hann.... rosalega góður í að fara hægt og ekkert aukaafl til staðar.....

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 11.feb 2011, 16:39
frá Kiddi
Hefur enginn prófað turbo á 3.0 V6?

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 11.feb 2011, 17:59
frá -Hjalti-
Toyotu þá eða ? Ég græjaði Twin Turbo 3.0 V6 6g72 ofaní pajero , það virkaði betur en nokkur V8 , LS1 átti ekki brake

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 11.feb 2011, 18:02
frá Startarinn
Ég frétti fyrir nokkrum árum að einhver Kani hafi prófað þetta á 3vze með ágætum árangri, en ég fann aldrei þráðinn sem mér var sagt frá.

Ég ætla hinsvegar að prófa keflablásara ef ég finn einhverntímann tíma til að smíða soggrein á milli, ég fer ekki í þetta neitt á næstunni, það er ýmislegt sem er framar á listanum en blásarinn

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 27.feb 2019, 00:35
frá StefánDal
Já 3vezen er svo sannarlega frábær mótor.

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 27.feb 2019, 08:30
frá jongud
Hérna er þráður um þessar vélar sem er búið að krosspósta á aðra spjallþræði (bendir til þess að vit sé í honum).

https://www.yotatech.com/forums/f116/what-everyone-should-know-about-their-truck-3vze-187741/

Fyrsta sem virðist þurfa að athuga eru ventlarnir og heddpakkningar.
Þessar vélar eru orðnar svolítið gamlar allar saman þannig að það er kannski reynandi að skiptaum ALLAR vakúmslöngur, kveikjuna og ALLA skynjara.
Það er mögulega hægt að fá alla skynjarana í einum afsláttarpakka.

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 27.feb 2019, 16:45
frá íbbi
ég átti sjálfskiptan 4runner fyrir einhverjum 17 árum síðan, þannig að hann var nú ekki svo gamall þá

hann eyddi töluverðu, en ég hef átt allskonar aðra japanska v6 bensínjeppa þ.a.m flr en einn bensín pajero, bæði 3.0l og 3.5l og pajeroarnir hafa eytt alveg jafn miklu, en allir átt það sameiginlegt að vera mjög þyrstir.

mér hefur oft fundist stóru amerísku hlunkarnir sem ég hef átt með v8 mótorum eyða minna

Re: Eyðsla á Hilux 3.0 V6 1989 ?

Posted: 06.mar 2019, 05:51
frá grimur
Stafurinn "Z" í týpuheiti mótora frá Toyota þýðir jafnan að þeir séu gerðir fyrir "forced induction" af einhverju tagi. 3VZE er það einmitt, þó hann hafi aldrei verið framleiddur þannig. Einhverjir kanar hafa föndrað túrbínu á þetta en litlum sögum fer af árangrinum. Nýrri og stærri kynslóðin, 5VZFE (3.4) fékkst með blásara frá TRD, sem bætti við ca 50 folöldum ofan á þau 190 sem eru fyrir. Það fást ennþá svona kitt frá Magnuson, en kosta eitthvað ríflega $3000 (ebay).
Ég er aðeins að skoða að mixa M62 blásara úr Benz í Tacomu sem ég á, það er eiginlega sami blásarinn og Magnuson græjan. Tími bara ekki 3000 kalli í þetta. Kannski seinna.
Er líka búinn að finna knastása úr 3VZFE sem passa á milli en eiga að bæta aðeins við þar sem þeir eru með pínu aggressívari prófíl, þessir ásar voru í V6 Camry uppúr 1990.
Það væri svakalega gaman að prófa að blása hressilega inn á 3VZE, hugsa að hún svari mjög vel boosti. Ég er bara ekki með mína 3VZFE með mér þar sem ég bý núna. Gamla tölvan með þeirri vél er líka um margt einfaldari en hinar, alveg hægt að svindla input á hana til að fá allt það bensín sem þarf við svona æfingar.
Hvað sparneytni varðar vísa ég í copy paste-ið af gömlu innleggi frá mér hér að ofan, var held ég búinn að skrifa enn nákvæmari smágrein um þetta efni einhversstaðar. Aðal niðurstaðan er eiginlega sú að það er hægt að ná eyðslunni sæmilega niður með natni og föndri í beinskiptum bíl, hins vegar er þessi mótor gæddur þeim eiginleika að geta brennt alveg hreint ótrúlegu magni af bensíni án þess að koðna niður, sóta sig og verða ógangfær.
5VZFE finnst mér vera viðkvæmari með allar bilanir, hann er líka með OBD2 þannig að það er oftast ekkert mál að finna út hvað þarf að laga til, ég nota Bluetooth kubb frá Kína og Android app sem heitir TorquePro til að lesa mína bíla.

Einsog sést hef ég frekar gaman af þessum nördaskap...læt eitthvað hérna inn þegar ég kem mér í að fikta í þessu dóti sem ég er búinn að sanka að mér.

Kv
Grímur