Síða 1 af 1

Dekkjaskurður með lofthamri...... ?

Posted: 05.nóv 2016, 12:34
frá Ásgeir Þór
Góðan daginn lenti á smá föstudagskvöldi á varfi um youtube á nokkrar tilraunir hjá fólki við að skera bogger dekkin með góðum árangri með lofthamri. ég ætla mér að fara skera hliðar á mickey thomson til að gera betri fyrir úrhleyptingu og er að spá í að skoða þessa aðferð þar sem skurðarhnífur sem ég hef aðgang að er vægast sagt hægvirkur.

Einn að skera mickey thomson :

https://www.youtube.com/watch?v=lg2BDxxlTR8

Einn með rafmagnsfleig... :
https://www.youtube.com/watch?v=zcuQezSZALw

Sýnist að það sé greinilegt að þeir eru með sérsmíðaðan fleig sem er beittur. Áhugavert myndbönd sem mig langar að deila með ykkur og sjá hvaða skoðanir þið hafið á þessum aðferðum... :)

kv. frá einum sem þykir leiðinlegt að skera dekk.... :P

Re: Dekkjaskurður með lofthamri...... ?

Posted: 05.nóv 2016, 13:48
frá Járni
Það má ekki mikið út af bregða þarna!

Re: Dekkjaskurður með lofthamri...... ?

Posted: 05.nóv 2016, 13:49
frá Ásgeir Þór
Já satt segiru en virðist hinsvegar vera frekar afkastamikið í að skera hliðarkubbana á mickey thomson sem er nauðsynlegt að gera á 46''.

Re: Dekkjaskurður með lofthamri...... ?

Posted: 05.nóv 2016, 16:34
frá StefánDal
Sniðugt. Mig hefur hinsvegar lengi langað í svona.
Image

Re: Dekkjaskurður með lofthamri...... ?

Posted: 05.nóv 2016, 17:14
frá jeepcj7
Þessi lofthamarsskurður virðist vera bara snilld en hefur einhver hérna notað multisög í dekkjaskurð?
Sá eitthvað á YouTube með svoleiðis og virtist virka flott.
Þetta er talsvert puð með venjulegum dekkja hníf. ;-)

Re: Dekkjaskurður með lofthamri...... ?

Posted: 05.nóv 2016, 18:35
frá Ásgeir Þór
Já hann er það en ég var að spá í að búa til u - laga fleig til að kanna hvort svona lofthamar gæti búið til svona rásir í hliðarkubbana hlýtur að virka eins. en það sem maður leytar eftir er að finna eins og þetta virðist vera átakslaust að skera þessa kubba af sem er nátturulega snilld. Hef ekki prófað að youtuba multisög en prófa þetta fyrst hafði nefnilega aldrey séð neina umræðu um svona fleiga hér á jeppaspjallinu.

Re: Dekkjaskurður með lofthamri...... ?

Posted: 05.nóv 2016, 23:58
frá juddi
Gætir þá mixað endan af tréútskurðarjárni á loftmeitilinn

Re: Dekkjaskurður með lofthamri...... ?

Posted: 06.nóv 2016, 08:47
frá villi58
Ásgeir Þór wrote:Já hann er það en ég var að spá í að búa til u - laga fleig til að kanna hvort svona lofthamar gæti búið til svona rásir í hliðarkubbana hlýtur að virka eins. en það sem maður leytar eftir er að finna eins og þetta virðist vera átakslaust að skera þessa kubba af sem er nátturulega snilld. Hef ekki prófað að youtuba multisög en prófa þetta fyrst hafði nefnilega aldrey séð neina umræðu um svona fleiga hér á jeppaspjallinu.

Það eru til svona U- meitlar til að gera rásir í steypu en þarf þá að skerpa þá þannig að þeir bíti vel og fitti fyrir það sem maður ætlar að gera.
Á til einn sem passar í SDS borvélina mína og ekki verra að hún er fjandi öflug borvél, hægt að hafa hana bara á höggi án snúnings sem ætti að henta vel.

Re: Dekkjaskurður með lofthamri...... ?

Posted: 07.nóv 2016, 22:35
frá Startarinn
Ég skar hliðarkubbana af 41" Irok með dúkahníf og WD-40 sem smurningu, þetta var mér bent á eftir að ég nefndi multisögina við menn hérna á Króknum

Þetta var smá puð, en MUN minna vesen en að nota dekkjahnífinn í þetta

Re: Dekkjaskurður með lofthamri...... ?

Posted: 08.nóv 2016, 12:21
frá juddi
Hverskonar dekkjahnífa eru þið að nota ef það er orðið betra að not td wd40 og dúkahníf

Re: Dekkjaskurður með lofthamri...... ?

Posted: 08.nóv 2016, 23:51
frá Ásgeir Þór
Haha ég hef nú ekki farið í dúkahnífinn en ég var með ódyra týpu af ebay og hann var alls ekki að virka vel svo ég er virkilega að spá í að prófa þessa aðferð með lofthamarinn áður en ég fer út í að fá mér einhvern stærri og öflugri hníf.

Re: Dekkjaskurður með lofthamri...... ?

Posted: 09.nóv 2016, 15:00
frá Startarinn
Ég var með góðan dekkjahníf sem var alger snilld að nota til að skera í munstrið, en þegar ég fór í hliðarkubbana vildi blaðið ofhitna, gúmmíið brenna við það og hnífurinn þarmeð bitlaus.
Þegar ég var búinn að sjá hvernig væri best að gera þetta með dúkahnífnum, gekk það mun hraðar fyrir sig og áferðin, á því sem eftir var, sléttari