Hvaða 35" vetrardekk eru best?


Höfundur þráðar
vidart
Innlegg: 138
Skráður: 07.sep 2011, 18:44
Fullt nafn: Viðar Þorgeirsson
Bíltegund: Toyota LC 90
Staðsetning: Reykjavík

Hvaða 35" vetrardekk eru best?

Postfrá vidart » 30.okt 2016, 22:35

Þá bæði hugsað í almennan akstur og úrhleypingar.
Hafði hugsað að míkróskera og negla.

Það sem ég hef verið að skoða er Toyo Open Country MT 35x13.50R15LT og Dick Cepek 35x12,5R15" DC Extreme Country.

Hefur fólk einhverja reynslu af þessum dekkjum eða getur bent á einhver önnur sem hafa reynst vel?



User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Hvaða 35" vetrardekk eru best?

Postfrá ellisnorra » 30.okt 2016, 23:52

Ég var einmitt á toyo mt 35" og ég elskaði þau dekk. Pabbi fékk sér ný fyrir ári síðan en þau eru byrjuð að springa í miðjunni á milli kubba, það finnst mér skítt. En frábær dekk, ég fór meira að segja í vetrarferðir á þeim á mínum hilux 91, yfir langjökul, kjöl, skoðaði túristagosið og fleira. Keyrði þau mikið úrhleypt, alveg niðurundir pundið og ekki alltaf varlega, affelgaði aldrei og þegar ég tók þau af felgunum þegar þau voru búin var enginn "sandur" (gúmmíkurl) inní þeim eins og stundum er.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Hvaða 35" vetrardekk eru best?

Postfrá Óskar - Einfari » 31.okt 2016, 12:20

Hvað er best getur verið rosalega tegjanlegt og persónubundið.
Sjálfur hef ég mjög góða reynslu af BfGoodrich. Ég keyrði 2 ganga af 35" R15 BFG AT á 10" breiðum álfelgum undir 1700kg hilux. Alveg frábært dekk, microskorin yfir allt munstrið. Góð í hálku, snjó, malarvegum og malbiggi.... notaði þessi dekk mikið úrhleypt án nokkura vandamála.
Keyrði síðan hálfan ganga af 35" R15 BFG MT á 12" breiðum felgum undir 2100kg Hilux. Komu ótrúlega óvart í þungu færi samanborið við 38" undir sama bíl, af sjálfsögðu ekki sambærilegt, en kom á óvart. Bældust svakalega enda doldið mjúk dekk undir þennan bíl. Hrikalega hávær og tæplega hálfslitin voru þau orðin afleidd í hálku og beinlínis hættuleg.... ég prófaði aldrei að microskera eða negla þessu dekk en það er klárt mál að það myndi hjálpa.

Fyrir sennilega 14-15 árum áskotnuðus mér hræódýrt 35" Fulda grófmynstruð mud terrain dekk. Þau lifðu af 1 eða 2 úrhleypingar áður en það komu kúlur á dekkið.

Ef ég ætti að velja mér 35" dekk í dag færi ég sennilega beinustu leið í 35" BFG AT microskorin yfir allt mynstrið. Toyo Open Country MT finnst mér mjög flott en hef enga reynslu til að segja frá.

Kv.
Óskar Andri
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


aronicemoto
Innlegg: 76
Skráður: 19.jún 2012, 07:44
Fullt nafn: Aron Frank Leópoldsson
Bíltegund: Nissan

Re: Hvaða 35" vetrardekk eru best?

Postfrá aronicemoto » 31.okt 2016, 13:29

Á til fyrir þig Mickey Thompson Baja Claw 35x12,5r15 ekin 4.000km míkróskorin sem aldrei hefur verið hleypt úr ef þú vilt alvöru dekk.


Höfundur þráðar
vidart
Innlegg: 138
Skráður: 07.sep 2011, 18:44
Fullt nafn: Viðar Þorgeirsson
Bíltegund: Toyota LC 90
Staðsetning: Reykjavík

Re: Hvaða 35" vetrardekk eru best?

Postfrá vidart » 31.okt 2016, 15:01

Aron, afhverju eru þetta alvöru dekk og hvað gerir þau betri en hin dekkin sem er búið að tala um?


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 47 gestir