Síða 1 af 1

Kúplingsvesen

Posted: 27.okt 2016, 11:32
frá Cruser
Sælir félagar.
Er með 90 cruser beinskiptan, það kemur stundum fyrir að kúplings pedallinn festist í gólfinu. En það er hægt að togann upp og kúplingin virkar vel. Það vantar engann vökva, gormurinn á pedala brakketinu er í lagi. Er einhver sem hefur lent í eitthverju svipuðu?
Endilega kommentið á þetta og gefið hugmyndir.

Kv Bjarki

Re: Kúplingsvesen

Posted: 27.okt 2016, 11:53
frá Brjotur
þetta hef ég aldrei heyrt um , þegar þetta gerist slítur hún þá , hefurðu prufað að setja í gír þegar hún festist niðri ??

Re: Kúplingsvesen

Posted: 27.okt 2016, 15:08
frá Cruser
Hún slítur ekki þegar þetta á sér stað. Enginn leki á vökva? Ef staðið er lengi á henni eru meiri líkur á að hún festist niðri. Einkennilegasta mál.
Kv
Bjarki

Re: Kúplingsvesen

Posted: 27.okt 2016, 18:04
frá Sævar Örn
Þá er leki, jafnvel á milli hólfa í höfuðdælunni, ef ekki er að sjá leka á þrælnum

Re: Kúplingsvesen

Posted: 27.okt 2016, 19:52
frá asgeirh
Ég lenti í svipuðu á gömlum Benz í sumar, kúplingspetalinn festist niðri og engin kúpling en ég gat togað hann upp og síðan pumpað upp kúplinguna og þá var hún í lagi í smá tíma þá þurfti ég að gera þetta aftur. Enginn leki var og ég þurfti ekki að bæta vökva á kerfið.
Ég dæmdi kúplingsdæluna ónýta og pantaði nýja að utan setti hana í en bíllinn alveg eins þá pantaði ég kúplingsþrælinn og þegar hann var settur í er allt komið í lag. Ég var að íminda mér að ástæðan fyrir þessu vær að loft kæmist inn í kerfið með þrælnum sem síðan leitaði upp í dæluna en ég skoðaði þetta ekki nánar því allt er í lagi núna.

Re: Kúplingsvesen

Posted: 27.okt 2016, 21:39
frá olafur f johannsson
Það er hjálpar pungur neðan á efri kúplingsdæluni sem er farinn að leka það er hægt að taka hann í burt og loka gatinu eða skipta um og setja nýjan

Re: Kúplingsvesen

Posted: 27.okt 2016, 22:19
frá Cruser
Hefur þú lent í þessu Ólafur? Þarf að kíkja á þetta

Kv
Bjarki

Re: Kúplingsvesen

Posted: 27.okt 2016, 23:42
frá ursus
Skiftu um gúmíin í eri og neðri dæluni. Kostar klinnk í Toyota. Það fer að leka a milli í efridæluni . Orsakast af gömlum Vökva sem er farinn að leysa upp gumíin

Re: Kúplingsvesen

Posted: 28.okt 2016, 17:41
frá olafur f johannsson
Cruser wrote:Hefur þú lent í þessu Ólafur? Þarf að kíkja á þetta

Kv
Bjarki

Já hef lent í 2 svona bilunum í lc90 í vinnuni og eins í hiace og yaris. Eins er líka að það fari að leka efri dælan

Re: Kúplingsvesen

Posted: 14.nóv 2016, 21:52
frá Cruser
Sælir allir

Skipti um þéttingar í efri dælu og setti nýja neðri dælu. Sá ekki neitt að neinu nema vökvi vægast sagt lélegur.
En en sem komið er er allt komið í besta lag.
Takk fyrir svörin.
Kv Bjarki