Hvernig vetrardekk undir fólkbíl

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 581
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Hvernig vetrardekk undir fólkbíl

Postfrá Óskar - Einfari » 03.okt 2016, 09:54

jæja nú þarf ég að finna einhver góð vetrardekk undir konubílinn, Kia CEED. En ég kann bara á jeppdekk sem eru mæld í tommum...... Hvað eru góð vetrardekk í 205/55R16?

Kv.
Óskar Andri


When the road ends the fun begins
Einfari er Toyota Hilux 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

http://www.oskarandri.com

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1260
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Hvernig vetrardekk undir fólkbíl

Postfrá Járni » 03.okt 2016, 10:37

Sæll, keypti nýlega svona undir 2013 Megane - http://www.michelin.ie/tyres/michelin-crossclimate - Nýtt mynstur, er víst hannað meira sem heilsársdekk í raun og veru en ekki vetrardekk sem er líka notað á sumrin. Ending kemur í ljós en gott að keyra á þeim. Ætluð í akstur megnið af árinu.

Michelin nagladekk fara undir þegar veturinn kemur almennilega. Hafa reynst vel, gott grip og góð ending.
2000 Land Rover Defender 130 38"


olei
Innlegg: 811
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Hvernig vetrardekk undir fólkbíl

Postfrá olei » 03.okt 2016, 13:29

Negld eða ónegld?

Ég keyri um á "heilsársdekkjum" fá Nokien sem heita WRD4. Mér sýnist þau reyndar flokkuð sem snjó/vetrardekk erlendis og þau eru fín í það verkefni. Reyndar stoppar ekkert eins og gott nagladekk á blautum ís eins og við þekkjum, þar fyrir utan eru þetta eðal barðar finnst mér. Seld hjá max1 og kosta 19,500 stykkið í 205/55R16 Það er fyrir utan 20% afslátt sem MAX1 virðist bjóða á hverju hausti.

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 581
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Hvernig vetrardekk undir fólkbíl

Postfrá Óskar - Einfari » 03.okt 2016, 14:59

olei wrote:Negld eða ónegld?

Ég keyri um á "heilsársdekkjum" fá Nokien sem heita WRD4. Mér sýnist þau reyndar flokkuð sem snjó/vetrardekk erlendis og þau eru fín í það verkefni. Reyndar stoppar ekkert eins og gott nagladekk á blautum ís eins og við þekkjum, þar fyrir utan eru þetta eðal barðar finnst mér. Seld hjá max1 og kosta 19,500 stykkið í 205/55R16 Það er fyrir utan 20% afslátt sem MAX1 virðist bjóða á hverju hausti.


Það er nú það..... ætli það fari ekki eftir vali á dekkjum á endanum hvort þau verða negld eða ekki. Þessi bíll er auðvitað notaður lang, lang mest innanbæjar en við búum innarlega við Elliðavatn og þar er aðeins snjóþyngra og rutt seinna en annarstaðar. Góð vetrardekk sem eru mjúk tel ég að þurfi síður nagla en heilsársdekk gæti ég trúað að verði harðari í frosti, missi allt grip og þurfi frekar nagla.
When the road ends the fun begins
Einfari er Toyota Hilux 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

http://www.oskarandri.com


olei
Innlegg: 811
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Hvernig vetrardekk undir fólkbíl

Postfrá olei » 03.okt 2016, 15:33

Mörg heilsársdekk eru náttúrulega hvorki fugl né fiskur við hliðina á bestu vetrardekkjunum í snjó og hálku. Þessi dekk sem ég er að benda á eru ekki í þeim hópi. Enda setti ég gæsalappir á "heilsársdekk"

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 581
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Hvernig vetrardekk undir fólkbíl

Postfrá Óskar - Einfari » 03.okt 2016, 16:19

já... takk fyrir þetta. Þessi WRD4 eru áhugaverð. Ég er núna að bíða eftir tilboði frá Benna í Toyo harðskelja, Max1 í Nokian WRD4 og hakkapeliitta ásamt N1 í Michelin Xi2 og Xi3.... þetta heyrast mér allt vera afbragðsgóð dekk hakkapelliitta og Xi3 eru samt heldur dýr....
When the road ends the fun begins
Einfari er Toyota Hilux 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

http://www.oskarandri.com


elli rmr
Innlegg: 225
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Hvernig vetrardekk undir fólkbíl

Postfrá elli rmr » 03.okt 2016, 20:35

Mundi skoða Hankook hjá Sólningu líka við erum með svoleiðis undir frúarbílnum og eru að fara undir núna 5ta veturinn og allir naglar í enþá. Vissulega engin svaka keyrsla en mikið innanbæjar ásamt þónokkuð af ferðum á milli Selfoss og Reykjavíkur

User avatar

MixMaster2000
Innlegg: 101
Skráður: 05.des 2011, 20:41
Fullt nafn: Heiðar Þorri Halldórsson
Bíltegund: Ford Bronco 1974

Re: Hvernig vetrardekk undir fólkbíl

Postfrá MixMaster2000 » 05.okt 2016, 22:14

Ég mæli með Hankook Ipike/W419 dekkjunum. Ég er með svoleiðis nagladekk undir frúarbílnum. Þetta er fjórði veturinn á þeim núna, ekki mikið slitin og allir naglar í enþá.
http://solning.is/dekkjaleit/hankook-sn ... /#H1018881
Og svo er verðið á þeim líka mjög gott.

Svo eru nátturleg Nokian og Continental mjög góð dekk.

kv Heiðar Þorri
Ford Bronco 1974, 351W EFI
Polaris 800 RMK 155
Polaris Fusion, 900

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1227
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Hvernig vetrardekk undir fólkbíl

Postfrá svarti sambo » 06.okt 2016, 11:04

Hef mjög góða reynslu af cooper dekkjunum. Mjúk og gott grip í hálku, ef dekkin eru hrein. Var með svoleiðis vetradekk ónelgd og það var aldrei neitt vandamál að komast upp og niður brekkurnar í mínu bæjarfélagi.
Fer það á þrjóskunni


ivar
Innlegg: 686
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Hvernig vetrardekk undir fólkbíl

Postfrá ivar » 06.okt 2016, 13:52

Ég færi í ný Nokian dekk en ég hef líka góða reynslu af Hankook iPike eins og var búið að nefna.
Vonda reynslu af minni merkjunum og var ekki ánægður með flott michelin naglalaus dekk fyrir 3-4 árum undir polo...

Þann dag sem löggan hættir að nota nagla, hætti ég líka.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1141
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Hvernig vetrardekk undir fólkbíl

Postfrá Startarinn » 06.okt 2016, 19:30

Ég mæli með skelja dekkjunum frá Benna, ég er með þau undir gömlum E320 4matic benz, endast vel og mjög gott grip í snjó.
Ég keyri á þeim allt árið, sýnist að ég nái um 2 árum út úr þessum gangi, en næði örugglega amk 3 ef aksturstíllinn hjá mér og frúnni spændi ekki alltaf upp kantana á framdekkjunum....
Við keyrum í kringum 25k á ári
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 9 gestir