Síða 1 af 1
Verkfæraskápur á hjólum
Posted: 02.okt 2016, 10:48
frá Sira
Sælir mig vantar verkfæraskáp á hjólum án verkfæra. Það þarf að vera hægt að setja lítið skrúfstykki á hann hvað mælið þið með. Ætla að hætta að vera með fast verkfæraborð í bilskúrnum vegna plássleysis og ákvað að fá mer skáp . PS ekkert heavy duty dæmi . Er svoldið að skoða toptul skáp hjá Sindra. hvernig eru BYKO eða Húsa skápanir ? bugetið er um 100.000 kall
KV S.L
Re: Verkfæraskápur á hjólum
Posted: 02.okt 2016, 13:42
frá olei
Þeir skápar sem ég hef séð hjá Byko og Húsasmiðjunni síðustu árin eru óttalegt pjátur. Ég mundi ekki reyna að nota þá sem vinnuborð eða festa í þá skrúfstykki. Bauhaus hafa verið með nokkrar útgáfur af skápum sem eru eru eitthvað skárri og á betra verði líka. Samt ekki mjög traustvekjandi.
Það skásta sem ég hef fundið í tómum skápum hér heima er Toptul. Þeir eru mun þykkari og það eru betri skúffur í þeim heldur en þeim sem áður eru taldir og þeir virðast endast ágætlega við daglega notkun á verkstæðum. Mér finnst þeir samt of dýrir tómir m.v hvað þeir kosta fullir af verkfærum. Heilt yfir er úrvalið af tómum skápum hér heima mjög dapurt og verðið hátt miðað við það sem gerist erlendis.
Svo er Costco að koma til landsins á næsta ári, þeir selja þokkalega verksfæraskápa tóma á mjög skaplegu verði t.d í Bretlandi.
Re: Verkfæraskápur á hjólum
Posted: 02.okt 2016, 13:47
frá olei
Smá viðbót:
Ég gleymdi að nefna Unior hjá Fossberg. Það eru ansi fínir skápar, veit ekki hvernig þeir eru verðlagðir í dag en þeir hafa verið á skaplegu verði hingað til.
Re: Verkfæraskápur á hjólum
Posted: 02.okt 2016, 14:42
frá villi58
Bara smíða skáp eftir þínum þörfum.
Re: Verkfæraskápur á hjólum
Posted: 02.okt 2016, 17:10
frá Nenni
Það eru til góðir skápar með verkfærum hjá Vélum & Verkfærum. Irmo skápur á 99 þúsund, Bahco skápur einnig á 99 þúsund.
Og svo eru Usag skápar frá 110 þúsund og upp í 180 þúsund og svo að sjálfsögðu Snap-on. það er hægt að fara inn á Snap-on síðuna og velja í körfu og hafa svo samband við Sævar hjá V&V.
http://www.usag.it/catalog/en/products/ ... ol_storagehttps://store.snapon.com/Tool-Storage-C700030.aspxhttp://www.vv.is/Vorur/Verkfaeri/
Re: Verkfæraskápur á hjólum
Posted: 02.okt 2016, 18:00
frá villi58
Það væri fínt að eiga einn 144" verkfæraskáp frá Snapon, þetta er hálfgerður gámur.
Re: Verkfæraskápur á hjólum
Posted: 03.okt 2016, 02:10
frá grimur
Haha, það þarf líka að fara í greiðslumat áður en hann er pantaður...
Spurning hvort það er hægt að skrá sig til heimilis í þannig?