nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT


juddi
Innlegg: 1200
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Postfrá juddi » 01.nóv 2017, 07:27

Jæja er einhver reynsla af viti kominn á Nokian dekkin er að spá í þessu undir Econoline en er að velta fyrir mér felgubreidd?


Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

jongud
Innlegg: 2177
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Postfrá jongud » 02.nóv 2017, 08:07

Munstrið á þeim var víst ekki alveg að virka alveg nógu vel heyrði ég.


juddi
Innlegg: 1200
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Postfrá juddi » 03.nóv 2017, 10:36

Ok var nefninlega búinn að heyra að þaug væru að skila mönnum nánast jafn langt og 46" MT
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1055
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Postfrá gislisveri » 03.nóv 2017, 11:33

Sælir félagar,

Allar reynslusögur sem við höfum fengið hér í Arctic Trucks eru mjög jákvæðar. Ég veit til þess að undir sambærilegum bílum í sama túr var drifgetan mjög áþekk 46" þó að það væri búið að hleypa minna úr Nokian dekkinu.
Nánast allir minnast á hvað þau eru hljóðlát og einn atvinnubílstjóri sagðist hafa eignast nýjan vinnustað við að skipta yfir í Nokian, hann þyrfti ekki lengur að hrópa á samferðamenn sína í bílnum. Annar kvartaði yfir því að hann heyrði núna ýmis óþægileg hljóð í bílnum sem dekkjahvinurinn hafði áður yfirgnæft.
Einhverjir tala um að eyðslan sé talsvert lægri á Nokian vs. bæði 44" Dick Cepek og 46" MT.
Einnig virðist slitið vera mjög ásættanlegt en ég er ekki með tölur um það á reiðum höndum.

Það er rétt sem einhver minnist á hér í fyrra innleggi að dekkið er stærra um sig heldur en gamli góði Cepek og þarf að gera ráð fyrir aðeins meira plássi.

Almennt erum við mjög ánægðir með þetta og dekkið er komið til að vera.

Tek það fram að ég er starfsmaður Arctic Trucks og engan veginn hlutlaus í þessu máli, en ef þið hafið frekari spurningar skal ég svara þeim eftir bestu getu.

Bestu kveðjur,

Gísli.

User avatar

Óttar
Innlegg: 223
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar Reynir Einarsson
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Postfrá Óttar » 03.nóv 2017, 22:46

Hvað er verðið að þessu dekki?


juddi
Innlegg: 1200
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Postfrá juddi » 03.nóv 2017, 23:24

Gísli hefurðu einhverjar fregnir af reynslu með felgubreidd ég hef svo sem persónulega aldrey verið hrifin af alltof breiðum felgum
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1055
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Postfrá gislisveri » 05.nóv 2017, 22:06

Dekkið er hannað fyrir 14-16" breiðar felgur, hefur verið sett á 18" og er ábyggilega fínt.


juddi
Innlegg: 1200
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Postfrá juddi » 07.nóv 2017, 12:16

Ætli ég endi þá ekki í 16"
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 808
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Postfrá olei » 11.feb 2019, 17:34

Er eitthvað að frétta af Nokien 44"
Gallar sem hafa komið upp? Slit?

Er einhver von til að finna svona gang notaðan undan túristabíl?

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2766
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Postfrá elliofur » 11.feb 2019, 21:52

Ég var einmitt að tala við einn í dag sem kallaði þetta lyftaradekk, hann útskýrði það svosem ekkert betur nema hann væri ekkert ánægður með það og finndist mynstrið ekki vera nógu opið.
Aðrir dásama þetta, segja þau slitna mjög hægt og ég hef ekki tekið eftir einu einasta dekki af þessari gerð auglýst notað til sölu.

Svo munið þið að ég er að selja felgur fyrir þau :) jeppafelgur.is

Kv. Elli


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 808
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Postfrá olei » 11.feb 2019, 22:36

Elli, býður þú upp á 16" breiðar felgur í 17" eða jafnvel breiðari?
*edit*
Ég sé á felguþræðinum að framleiðandinn býður mest upp á 14", sem er smá bömmer fyrir svona blöðrur.

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2766
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Postfrá elliofur » 12.feb 2019, 23:20

Þau eru framleidd fyrir 14-16" breiðar felgur, ég hef séð þessi dekk á 14" breidd og það lítur vel út. Nokkrir sem taka felgur hjá mér núna ætla að setja þessi dekk á þær (að mig minnir 5).
En við þekkjum þessi trúarbrögð, sumir vilja bara breiðara og því miður get ég ekkert gert fyrir þá að sinni. Ég ætla samt að halda áfram að röfla í mínum manni að græja eitthvað breiðara, vonandi næ ég rörtöng á hann með auknu magni.

En ég ætlaði ekki að ræna þræðinum, ef menn vilja ræða þetta frekar þá er ég með þráð undir "Dekk og felgur" í söludálknum. Eða jeppafelgur.is

*edit* 4. mars
Nú er svo búið að ég er búinn að ná í risa rörtöngina og kappinn er til í breiðar felgur, 16-18" er ekkert mál í dag. Svona er þróunin krakkar mínir!
Ég ætla að panta meira núna í mars, vonandi um eða fyrir miðjan mars. Það verður þá komið til landsins í ágúst. Ég tek heilan troðfullan gám núna, það var grátlegt að horfa inní síðasta gám, margir rúmmetrar af lofti! Verð með lager fyrir næsta vetur.
viewtopic.php?f=30&t=35022
http://www.jeppfelgur.is


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 808
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Postfrá olei » 13.feb 2019, 00:10

Takk Elli, sennilega er ekkert að 14" felgum í þetta, ég á raunar svoleiðis gang.

User avatar

jongud
Innlegg: 2177
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Postfrá jongud » 07.jan 2020, 08:11

Ég var að heyra að hringurinn á þessum dekkjum sem fer upp á felguna væri óvenju þykkur, þannig að þau sitji illa á felgum sem eru ekki með þeim mun breiðara spor fyrir dekkið.
Er eitthvað til í því?

User avatar

draugsii
Innlegg: 268
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
Bíltegund: Toyota Hilux 93
Staðsetning: Akureyri

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Postfrá draugsii » 07.jan 2020, 23:04

nei hann er bara svipaður og á venjulegu dekki
1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36"
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)

Kv Hilmar


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir