Síða 1 af 2

nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 26.sep 2016, 21:29
frá olei
Smáfuglarnir voru búnir að hvísla að mér fyrir nokkru að Arctic Trucks væri að koma með nýtt 44" radial dekk á markaðinn sem væri fyrir 17" felgur.
Ég tók þeim fregnum með fyrirvara enda eru íslenskir jeppamenn búnir að bíða eftir fallegum radial blöðrum yfir 40" í meira en aldarfjórðung.

Samkvæmt auglýsingaborða hér efst á síðunni fyrir stórsýningu AT 1. OKT segir að þeir ætli að kynna nýtt byltingarkennt dekk frá Nokien. Nú er ég ekki sérfróður um dekk en það ég best veit eru Nokien dekk finnsk gæðavara og ég hef ekið mjög sáttur á svoleiðis börðum síðustu árin undir rasspútunni. Hér virðist semsagt vera eitthvað VERULEGA spennandi á ferðinni og kannski er loksins komið draumadekkið sem svo margir hafa beðið eftir. En auðvitað er ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið...

Hvað vita jeppaspjallarar um þetta nýja dekk?

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 27.sep 2016, 09:05
frá Óskar - Einfari
tja... það segir í auglýsingunni Nýtt byltingarkennt 44" radial dekk frá Nokian.......... það er nú bara mjög spennandi!

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 27.sep 2016, 11:01
frá Járni
Jebb, virkilega spennandi. Frábært að fá eitthvað nýtt og stórt :)

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 27.sep 2016, 13:08
frá jongud
Svakalega spennandi!
Verður gaman að sjá hvernig þetta reynist í samanburði við 44" Dick Cepec.
Og jafnvel slitin og skorin 46" Baja claw.

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 27.sep 2016, 13:12
frá Járni
Samkvæmt nýuppfærðum auglýsingaborða kemur það í sölu eftir áramót!

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 27.sep 2016, 14:49
frá Doddi23
Þetta er vissulega spennandi en því í skrambanum kemur það bara í 17" þegar 90% af jeppaflotanum er á 15" felgum :/
Nógu andskoti erfitt er að finna 16 eða 17" felgur nú þegar :(

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 27.sep 2016, 15:12
frá Freyr
Vegna tess ad 15" felgur passa ekki undir neina bila i dag nema med veseni.......

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 27.sep 2016, 15:47
frá snöfli
17" er nýja 15" (orange is the new black:)

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 27.sep 2016, 18:02
frá Ingójp
17" Er betra leyfir stærri bremsur

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 27.sep 2016, 18:33
frá ellisnorra
Freyr wrote:Vegna tess ad 15" felgur passa ekki undir neina bila i dag nema med veseni.......


Ekki er ég nú nándanærri sammála þessu. Það er í það minnsta helmingur breyttra jeppa í notkun eða sem verða í notkun sem 15" smellpassar undir. En ef við tölum um nýju deildina og það sem verður næstu árin eða áratugi, þá erum við að tala um annan hlut.
En eftirspurn eftir dekkjum fyrir 15" felgustærð er mjög mikil. En að það sé hæpið að framleiða eins dekk fyrir tvær felgustærðir á þetta litlum markaði eru síðan mjög gild rök, eða allavega reikningsdæmi. Líklegra er ódýrara fyrir menn að kaupa sér 17" felgur.

En gaman verður að sjá þetta dekk og hvað það kostar! Og síðan framhaldið, hvort þetta sé gott eða slæmt.

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 27.sep 2016, 21:52
frá Hansi
Byltingarkennt 44" Arctic Trucks jeppadekk, hvað þýðir það? Sérframleitt svipað og AT 38" dekkin?
Ætli það sé eitthvað búið að prófa þau í úrhleypt? Radialdekk undir þungum bílum hafa ekki endilega verið að standa sig vel samanber Irok 39,5 og 41". Allavega verður gaman að sjá... :)

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 27.sep 2016, 23:37
frá Freyr
elliofur wrote:
Freyr wrote:Vegna tess ad 15" felgur passa ekki undir neina bila i dag nema med veseni.......


Ekki er ég nú nándanærri sammála þessu. Það er í það minnsta helmingur breyttra jeppa í notkun eða sem verða í notkun sem 15" smellpassar undir. En ef við tölum um nýju deildina og það sem verður næstu árin eða áratugi, þá erum við að tala um annan hlut.
En eftirspurn eftir dekkjum fyrir 15" felgustærð er mjög mikil. En að það sé hæpið að framleiða eins dekk fyrir tvær felgustærðir á þetta litlum markaði eru síðan mjög gild rök, eða allavega reikningsdæmi. Líklegra er ódýrara fyrir menn að kaupa sér 17" felgur.

En gaman verður að sjá þetta dekk og hvað það kostar! Og síðan framhaldið, hvort þetta sé gott eða slæmt.


Já vissulega átti ég við nýja bíla en ekki gamla eða þá nýlega bíla á gömlum hásingum.

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 28.sep 2016, 00:01
frá Freyr
Freyr wrote:
elliofur wrote:
Freyr wrote:Vegna tess ad 15" felgur passa ekki undir neina bila i dag nema med veseni.......


Ekki er ég nú nándanærri sammála þessu. Það er í það minnsta helmingur breyttra jeppa í notkun eða sem verða í notkun sem 15" smellpassar undir. En ef við tölum um nýju deildina og það sem verður næstu árin eða áratugi, þá erum við að tala um annan hlut.
En eftirspurn eftir dekkjum fyrir 15" felgustærð er mjög mikil. En að það sé hæpið að framleiða eins dekk fyrir tvær felgustærðir á þetta litlum markaði eru síðan mjög gild rök, eða allavega reikningsdæmi. Líklegra er ódýrara fyrir menn að kaupa sér 17" felgur.

En gaman verður að sjá þetta dekk og hvað það kostar! Og síðan framhaldið, hvort þetta sé gott eða slæmt.


Já vissulega átti ég við nýja bíla en ekki gamla eða þá nýlega bíla á gömlum hásingum. Það er erfitt að neita því að það er vandaðari lausn að stækka felguna og nota bremsubúnaðinn í sinni orginal mynd í stað þess að minnka dælur eða slípa utan af þeim. Einnig hjálpar stærri felga til við að bæta aksturseiginleika dekksins með því að gera það stöðugara, síðan leyfir stærri felga meira backspace sem einnig bætir aksturseiginleika og minnkar slit og álag á hjólabúnaði. Varðandi fjölda breyttra jeppa á stórum dekkjum þá er það sjálfsagt rétt að helmingurinn eða stór hluti þeirra noti 15" felgur en sé horft til fjölda ekinna km á ári og fjölda nýrra dekkjaganga sem keyptir eru á ári grunar mig að bílar á stærri felgum hafi vinninginn og þá einna helst vegna ferðaþjónustunnar.

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 28.sep 2016, 08:20
frá jongud
Ég er nokkurn vegin viss um að einhverjir hjá Arctic Trucks sé nú þegar búnir að prófa þessi dekk í drasl. Allavega ef þeir ætla að byrja að selja þau eftir áramót. Ferðaþjónustan er örugglega slefandi eins og Jabba hutt yfir þessum dekkjum. Líklega eru þau með fínna mynstri og með betri malbikseiginleika en 46" Baja claw.
17-tommu felgustærð? Maður er með eitthvað minni "blöðru" á vel úrhleyptu miðað við 44x15 gleðigúmmí en ég mig grunar að radial vs. diagonal vegi það upp.

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 29.sep 2016, 08:13
frá jongud
jongud wrote:Ég er nokkurn vegin viss um að einhverjir hjá Arctic Trucks sé nú þegar búnir að prófa þessi dekk í drasl. Allavega ef þeir ætla að byrja að selja þau eftir áramót. Ferðaþjónustan er örugglega slefandi eins og Jabba hutt yfir þessum dekkjum. Líklega eru þau með fínna mynstri og með betri malbikseiginleika en 46" Baja claw.
17-tommu felgustærð? Maður er með eitthvað minni "blöðru" á vel úrhleyptu miðað við 44x15 gleðigúmmí en ég mig grunar að radial vs. diagonal vegi það upp.


Ég heyrði orðróm í gærkvöld um að Arctic Trucks hafi verið að setja fyrsta dekkið á felgu í gær, þannig að þetta eru algerlega óreynd dekk.
Maður tekur þá í "þriðju gráðu" á laugardaginn.

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 29.sep 2016, 23:46
frá tomtom
En nu spyr sa sem ekki er mikið inní svona sætti dekkjum, þegar maður er kominn með stærri felgu þa hlítur fótspor bílsins að minka er það ekki? Þar sem maður er kominn með minni hliðar sem sem leggjast til að breikka dekki eða er það bara vitleysa hja mer, svosem eins og 46" mt baja claw er reindar 16" en þau eru yfir leitt gefinn upp breiðari en en eins og 44" dc eða er það ekki? Bara forvitnast væri gaman að spa í þessu lika

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 30.sep 2016, 02:37
frá grimur
1" í radíus hefur tæplega úrslitaþýðingu með það hvermig svona stórt dekk leggst. 15" er hvort sem er frekar lítið rör innan í 40" og stærra, belgurinn orðinn ansi mikið út um allt. Það sem mér hefur reynst skipta mestu máli er einmitt hæðin á dekkinu, og að breiddin sé ekki óþarflega mikil á móti. Viðnám eykst hratt eftir því sem dekkið breikkar, en lítið sem ekkert með hæð, og þá miðað við snjóakstur. Auk þess treður hærra dekk mikið betur undir sig þar sem hornið sem það er að klífa miðað við sömu dýpt á fari liggur nær láréttu. Sporlengdin er svo enn og aftur hærra dekkinu í hag og er í réttu hlutfalli við hæð. Mig grunar að mikið af þeim dekkjum sem verið er að nota séu í raun óþarflega breið, en vissulega eru breið dekk vígalegri ásýndar. Rússneskir traktorar á risastórum skurðarskífum virka alveg furðulega vel í drullu svo dæmi sé tekið.
Það verður spennandi að sjá hvað kemur úr pakkanum.
Kv
Grímur

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 01.okt 2016, 14:22
frá olei
Fór einhver að skoða, myndir?

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 01.okt 2016, 14:45
frá Óskar - Einfari
jú ég fór nú reyndar að skoða en tók ekki myndir...... þetta er flott dekk, því verður ekki neitað, AT fá hamingju óskir með þetta afrek!. Stendur hátt, er mjög breytt og flott munstur. Nú vantar bara reynsluna..... eina sem ég veit að mönnum mun ekki líka er verðið en mér heyrist að það stefni í 800k gangurinn, fyrir flesta er þá eftir að kaupa nýjar felgur þar semm sennilega 90% (eða meira) af þeim bílum sem keyra á 44" í dag eru á 15 eða 16" felgum....

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 01.okt 2016, 16:35
frá jongud
Óskar - Einfari wrote:jú ég fór nú reyndar að skoða en tók ekki myndir...... þetta er flott dekk, því verður ekki neitað, AT fá hamingju óskir með þetta afrek!. Stendur hátt, er mjög breytt og flott munstur. Nú vantar bara reynsluna..... eina sem ég veit að mönnum mun ekki líka er verðið en mér heyrist að það stefni í 800k gangurinn, fyrir flesta er þá eftir að kaupa nýjar felgur þar semm sennilega 90% (eða meira) af þeim bílum sem keyra á 44" í dag eru á 15 eða 16" felgum....


Ég gleymdi símanum heima og tók því heldur ekki neinar myndir. En dekkið er flott, og þeir sem höfðu prófað það halda ekki vatni yfir því hvað það er rásfast og hljóðlátt. 100 grömm af jafnvægisblýi er algengt, en þetta er dýrt, og frekar þungt, svona álíka og 46" MT Baja Claw. Burðurinn er 1900 Kg. á dekk við max 35psi.

Ég heyrði ansi áhugaverða speki varðandi dekkjahönnun þarna í morgun. Ef dekk eru að springa allan hringin uppi við banann eða niðri við felgu, þá er dekkið ekki hannað fyrir þann loftþrýsting sem ekið er á. Mig minnir að sprungur niðri við felgu þýði "of mikill þrýstingur miðað við hönnun" og uppi við banann þýði "of lítill þrýstingur miðað við hönnun".

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 01.okt 2016, 17:43
frá olei
Jamm, ég renndi í bæinn og kíkti á þetta. Tókst náttúrulega að gleyma símanum.
Þetta er mun vígalegra dekk en ég bjóst við, framar vonum má segja. 485/70R17 Load range B 1900 kg max. Baninn á dekkinu mælist sirka 43cm breiður. Hliðarnar í þeim eru þunnar og dúnmjúkar. Framleidd af Nokien í Finnlandi og það leyndi sér ekki, mjög flott áferð og hnökralaus á þeim. Engir stallar eða sjáanleg skil í hliðum eða bana. Virðast vera mjög vel smíðuð.

Ég ætla að spá því hér og nú að þetta dekk drífi betur í snjó en nokkurt annað dekk undir 50"

Ég er enn slefandi!!

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 01.okt 2016, 19:39
frá juddi
Er með einhverja mynd i simanum en ekki komist i tölvu til að setja hana inn, annars fann ég ekki í fljótubragði neitt um felgubreydd á dekkinu

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 01.okt 2016, 20:15
frá Óttar
Ég fór og þetta er einmitt það sem ég hef verið að bíða eftir! Spurði einhver hvað þetta viru breiðar felgur sem þeir eru að setja þau á? En var komið verð?

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 01.okt 2016, 21:16
frá reyktour
190 á dekk

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 01.okt 2016, 21:56
frá gislisveri
Felgurnar sem voru undir 6X6 bílnum eru 16" breiðar, dekkin verða gefin upp fyrir 14-16" breiðar felgur (nema væntanlega á Austfjörðum).

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 02.okt 2016, 09:56
frá jongud
Óttar wrote:Ég fór og þetta er einmitt það sem ég hef verið að bíða eftir! Spurði einhver hvað þetta viru breiðar felgur sem þeir eru að setja þau á? En var komið verð?


Dekkin eru víst gefin upp fyrir 14-16 tommu breiðar felgur.
Verðið er "kringum" 200 þúsund.

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 02.okt 2016, 11:47
frá raggos
Það sárvantar myndir í þennan þráð. Ég ætla því að stelast til að vísa í myndirnar sem hann Jóhannes Þ Jóhannesson setti inn á FB hópinn "Breyttir jeppar á klakanum" í gær, vonandi er það í lagi. https://www.facebook.com/groups/275423612582883/
Mér fannst magnaðast við þessi nýju dekk hvað þau virkuðu breið miðað við dick cepec 44". Virkaði litlu mjórra en 46" MT. Svo var svakaleg mýkt í hliðunum sem lætur dekkin örugglega leggjast vel án hitavandræða. Mjög spennandi kostur

Image
Image
Image

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 02.okt 2016, 13:50
frá olei
Gæti best trúað því að margir 44" breyttir jeppar þyrftu meiri úrklippingu eða jafnvel smá upphækkun fyrir þessi dekk. Sérstaklega að framan.

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 02.okt 2016, 19:17
frá heidar69
Flott dekk. Hafa örugglega talsvert meira flot í snjó en MT46 þótt þau séu minni vegna munstursins. Þau hafa sennilega meira snertigrip í gúmmíinu. Áhyggjur mínar eru hins vegar þegar keyrt er t.d. í slabbi að billinn fljóti vegna þess hversu lokað mustrið er. Það verður fróðlegt að heyra reynslusögur þegar menn fara að keyra. Held að þessi dekk séu frábær í ferðaþjónustuna. Til gamans þá voru DC44 á síðustu öld kölluð aumingjadekk fyrir þá sem ekki kunna að keyra sem lýsir hversu góð þau voru. Ég held að þessi nýju dekk eigi eftir að ryðja þeim af markaðnum.

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 03.okt 2016, 22:49
frá AgnarBen
Líta hrikalega vel út þessi dekk og munu með tímanum ryðja 44DC af markaðnum enda radial en ég held að hér séu ekki nein sérstök tíðindi á ferðinni fyrir hinn venjulega jeppamann á meðan dekkin eru svona dýr. Þetta mun henta ferðaþjónustunni aftur á móti mjög vel enda um 90% malbiksakstur að ræða þar. Það er svipað lítið munstur í þessum dekkjum eins og í Dick Cepek sem eru með lítið grip en gott flot en líklega eru þessi miklu þyngri eins og MT46" og venjulegir jeppakarlar sem hafa aflið til að snúa 46" munu velja þau áfram held ég í stað þessara vegna gripsins ef aðeins eru hugsað um drifgetu ...... Aftur á móti mun ferðaþjónustan taka þessu fagnandi held ég :)

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 04.okt 2016, 00:39
frá Símon
Frábært að fá 44 tommu radial en munstrið á þessu er ekki spennandi, virkar svipað lélegt og Cebec, sem sagt hálfgert kamikaze að keyra á þessu í bleytu og hálku - sé ekki hvernig það er spennandi fyrir ferðaþjónustu á Íslandi meirhluta ársins. Það vantar "mud-terrain" útgáfu af þessu.

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 04.okt 2016, 07:47
frá sukkaturbo
Hvaða leið fara menn í felgu málum eru til td. sex gata felgur úr járni til að breikka. Eða kaupa menn tunnur og miðjur og vinna úr því td. fyrir patrol og hilux?Hvað ætli það kosti efnið í þetta og svo vinnan við að gera felgur td 17" klárar

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 04.okt 2016, 08:09
frá jongud
sukkaturbo wrote:Hvaða leið fara menn í felgu málum eru til td. sex gata felgur úr járni til að breikka. Eða kaupa menn tunnur og miðjur og vinna úr því td. fyrir patrol og hilux?Hvað ætli það kosti efnið í þetta og svo vinnan við að gera felgur td 17" klárar


Við vorum að grínast með það á sýningunni á laugardaginn félagarnir að Smári í Skerpu þyrfti að raðsmíða 17" felgur á vöktum. Enda skildist mér að felgurnar sem ArcticTrucks notar í fyrstu gangana séu þaðan.
Mynstrið á þessum dekkjum er Hakkapeliitta mynstrið, sama og á 35-tommu dekkjunum sem hefur reynst vel í snjó, það var bara stækkað.

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 04.okt 2016, 14:16
frá AgnarBen
Símon wrote:Frábært að fá 44 tommu radial en munstrið á þessu er ekki spennandi, virkar svipað lélegt og Cebec, sem sagt hálfgert kamikaze að keyra á þessu í bleytu og hálku - sé ekki hvernig það er spennandi fyrir ferðaþjónustu á Íslandi meirhluta ársins. Það vantar "mud-terrain" útgáfu af þessu.


Mér skilst að menn bindi miklar vonir við þetta munstur i snjó og hálku þannig að skv því þá ætti þetta að henta vel í almennan vetrarakstur fyrir ferðaþjónustuna og aðra. Hefði samt viljað sjá opnara munstur en kannski mun þetta bara virka hrikalega vel :-)

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 04.okt 2016, 14:56
frá Brjotur
Smári og Maggi felga eru ekki óvanir að taka raðsmíði á felgum , tóku 15 eða 16 ganga af 17 tommu í breikkun og samsetningu fyrir Amazingtours fyrir rétt rúmu ári keyptar voru tunnur og miðjur hja N1 , ég er hinsvegar að smíða beat lock innan og utan á 15 tommu felgur fyrir 17 tommu dekk :)

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 04.okt 2016, 16:09
frá Óttar
Mér leist vel á dekkið en fór samt að spá í því eftir sýninguna hvort munstrið væri ekki grunnt upp á endingu dekksins að gera? Sýnist það talsvert grinnra en á 46" MT dekkjunum t.d

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 04.okt 2016, 19:52
frá jongud
Óttar wrote:Mér leist vel á dekkið en fór samt að spá í því eftir sýninguna hvort munstrið væri ekki grunnt upp á endingu dekksins að gera? Sýnist það talsvert grinnra en á 46" MT dekkjunum t.d


Starfsmaður hjá ArcticTrucks (vel að merkja SÖLU-maður) sagðist vera búinn að aka 60 þúsund km. á 35-tommu Nokian Hakkapeliita og gangurinn væri kominn niður að 60% merkinu (40% farið). Það er ekki mikið slit. En ég er viss um að þessi dekk slitna mun hægar á malbiki en t.d. 44-tommu Dick-Cepec.

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 04.okt 2016, 23:24
frá Sævar Örn
ættu þessu dekk ekki að endast lengur það er væntanlega stærri snertiflötur heldur en á þessum háu kubbum á 46 tommunni, þar fer öll þyngdin á kubbana sem eru helmingur yfirborðs dekkjanna þegar ekið er á bundnu slitlagi, þetta dekk er með mikið þéttari kubba

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 05.okt 2016, 00:23
frá olei
Vangaveltur um jeppadekk:
Ég er mjög skotinn í radial dekkjum, bæði af því að þau eru betri að keyra á þeim á vegum og ekki síður af því að þau eru hlutfallslega betri í snjó en diagonal. Að sjálfsögðu er þetta ekki klippt og skorið, sum síðari tíma radial eru t.d hönnuð fyrst og fremst fyrir klettaklifur (en ekki drullu eins og eldri úgáfur) og því með sterkar - og þar af leiðandi stífar - hliðar og bana og gera því ekki nein kraftaverk í snjó.

Þessi aðdáun á radial dekkjum kom fyrst fram kringum 1987 þegar 35" BF Goodrich Radial Mud Terrain rasskellti gjörsamlega mun stærri dekk eins og 38,5" Monster Mudder og Ground Hawk og raunar 40" svoleiðis dekk líka. (40" útgáfan af þessum dekkjum voru alveg skelfileg snjódekk við flestar aðstæður, raunar skelfileg yfirleitt).

Síðar kom 36" og svo 38" radial Mudder og GH og fl. sem voru stórfín snjódekk miðað við stærð eins og flestir þekkja. Að mínu mati stoppaði síðan tíminn um þetta leyti - líklega 1992. Í stað þess að það héldu áfram að koma á markaðinn stærri mjúkar radial blöðrur gerðist ekki neitt í þeim efnum. Ég man glöggt eftir mörgum, löngum vangaveltum í fjallakofum frá þessum árum þegar menn dreymdi um breið 40 - 44" radial í sama dúr og 38", flestir voru sammála um að svoleiðis dekk væru algerlega málið. Söguna þekkja allir, þau kom aldrei, það sem kom voru mun mjórri dekk og sum, raunar flest þeirra - óttalegt drasl. Ég er örugglega að gleyma einhverju en eina dekkið hingað til sem eitthvað er varið í af þessu er 42" Good Year - sem sést undir sífellt fleiri bílum í dag. (Þeir voru t.d nokkrir á sýningu AT s.l helgi)

Síðasta vetur komst ég að því að eftir nægan akstur á úrhleyptu mýkist 42" Good Year radial nægilega til þess að við vissar (jafnvel margar) kringumstæður er hann jafnoki 44"DC í snjó (hann er það ekki nýr). Það er harla gott þegar tekið er tillit til þess að það er fyrst og fremst hannað fyrir Rock Crawling (klettabrölt) og það er mun stífara dekk en t.d 38" radial Mudder eða AT405 og síðast en ekki síst einungis 14,5" á breidd. Eina ástæðan fyrir því að það stenst miklu breiðara 44 DC snúning er einmitt radial-byggingin. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég er mjög bjartsýnn á drifgetu þessa nýja 44"AT dekks.

Svo er það spurningin með munstrið. Mér finnst sumir gera full mikið úr mismun á því hvort að mynstur sé fínt eða gróft í jeppadekkjum. Ég man t.d glöggt eftir því að gamli 44" mudderinn var ekki sérstaklega frábrugðinn hinu fínmunstraða 44DC í snjó. Jú við vissar aðstæður var hann fljótari að spóla sig á kaf en oftar en ekki svellaði hann undir sig og gripið var hreint ekki út um allt. Helst finnst munur á grófum kubbadekkjum í mjög blautum snjó og krapa. Án þess að hafa reynt það sjálfur hefur mér síðan sýnst - og það virðast vera nokkuð viðtekin sannindi - að 46" MT batni því slitnara sem það er og best eru þau nærri sköllótt með lítilsháttar teiknað munstur eftir skurðarhníf. Þar fer svolítið kenningin um að gróft munstur sé endilega æskilegt í snjó. En auðvitað er annar þáttur í gangi með MT eins og við vitum sem leikur líklega jafn stórt hlutverk og munsturdýptin sem er stífnin sem er allt of mikil fyrir snjóakstur í nýju dekki. Dekkið mýkist við að slitna upp.

Að því sögðu gæti ég alveg trúað því að þetta nýja 44" AT dekk geti verið varasamt í vegkeyrslu þegar það er slabb á veginum. Annað er eiginlega útilokað með svo breiðan bana.

Re: nýtt 44" jeppadekk frá Nokian -AT

Posted: 05.okt 2016, 17:43
frá Brjotur
Langur Pistill hjá þér olei , ég kem mínu til skila í styttra máli :) Ég verð nú að segja fyrir mína parta að ekki finn ég nokkurn drifmun á radial eða diognal 38 /46 munurinn finnst nú aðallega í götuakstri , og er svo sjáanlegur í úrhleypingu þar sem radial krumpast ekki þegar komið er niður í 2 til 3 pund , og já krumpan er bara ekki fyrir mér á nokkurn hátt og ekki finn ég að hún minnki drifgetuna :) 38 / 42 Goodyear eru dekk sem ég er búin að prufa vel undir Hilux og Lc 120 og þetta eru snilldardekk svoldið hál en þvílíkt grip í öllum snjó og já ég tæki þau fram yfir DC 44 ekki spurning :) sjálfur verð ég á 40 tommu goodyear í vetur , 46 Bajaclaw fyrir 16 tommu felgur er sennilega best heppnaða jeppadekk samt hingað til , undir þyngri jeppa samt, hægt að sléttkeyra þau , ef menn vilja , á 15 tommu felgunum springa þau inn við felgu og það oft með hvelli , en ég vil nú frekar ný en slitin samt , ég persónulega er hrifin af grófleikanum :) og varðandi þetta nýja dekk þá finnst mér það of fínmunstrað , ég myndi skera helling úr því , en gaman verður að fylgjast með því :)