Nizzan Navara missir kraft


Höfundur þráðar
Robert
Innlegg: 181
Skráður: 11.mar 2013, 18:16
Fullt nafn: Róbert Guðrúnarson

Nizzan Navara missir kraft

Postfrá Robert » 24.sep 2016, 19:24

Góðan kvöldið,


var að kaupa mér 00mdl af Navöru disel gengur vel upp að 3000rpm og þá er eins og hún slái út og vilji ekki fara hærra hvar er best að byrja að skoða.
Startar vel.
Gengur vel upp að 3000rpm og þá kemur smá blár reykur
31" Dekk
Keyrður rúmlega 200.000,-

Allar tillögur vel þegnar.




Ormundur
Innlegg: 25
Skráður: 01.feb 2014, 18:12
Fullt nafn: Ásmundur Orri Guðmundsson

Re: Nizzan Navara missir kraft

Postfrá Ormundur » 24.sep 2016, 20:15

Byrjaðu á að aftengja olíu lögnina inn á olíuverkið, í banjóboltanum er sía sem er að stíflast.

User avatar

Ingi
Innlegg: 71
Skráður: 31.jan 2010, 19:58
Fullt nafn: Ingvar Guðni Svavarsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Nizzan Navara missir kraft

Postfrá Ingi » 25.sep 2016, 14:18

það er neutral rofi í gírkassanum á þessum bílum sem hafa verið að klikka.
Þú getur prófað þetta með því að halda gírstöngini til vinstri minnir mig þegar þú ert að keyra og þá ætti hann að snúast eðlilega.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Nizzan Navara missir kraft

Postfrá olei » 25.sep 2016, 14:31

Fyrsta vers: Tölvulestur.


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Nizzan Navara missir kraft

Postfrá juddi » 25.sep 2016, 15:26

Hráolíusía kostar lítið að skiota um hana og kanski komin tími á hana hvortsem er
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


Höfundur þráðar
Robert
Innlegg: 181
Skráður: 11.mar 2013, 18:16
Fullt nafn: Róbert Guðrúnarson

Re: Nizzan Navara missir kraft

Postfrá Robert » 25.sep 2016, 19:00

Takk

byrja þá á síu og bajoboltanum.
Áhugavert með nutral rofan hraðamælir virkar ekki kanski??
Það er ekkert vélaljós en best að ég lesi hann samt.

Læt ykkur vita hvernig þetta fer.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Nizzan Navara missir kraft

Postfrá olei » 26.sep 2016, 01:53

Láttu þér ekki bregða þó að þú finnir enga síu í banjó-boltanum. Í það minnsta í Nissan Terrano er misjafnt hvort að slík sé fyrir hendi og fer þá líklega eftir því hvort að vélin er með Bosch eða Zyxel olíuverki. Sama gæti gilt í Navarra.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 23 gestir