OBD2


Höfundur þráðar
Cruser
Innlegg: 156
Skráður: 29.mar 2010, 17:05
Fullt nafn: Bjarki Logason

OBD2

Postfrá Cruser » 23.sep 2016, 11:40

Sælir félagar
Það var hér einhver sem var með OBD2 bluetooth kubb, og notaði hann sem í þeim tilgangi að fylgast með því sem var að gerast í mótor. Mig minni að hann hafi verið með þetta í súkku jeppa, langaði að forvitnast hvaða OBD2 kubb maður á að kaupa, langar að prufa þetta. Er ekki til kubbur svo hægt sé að fylgjast með hita á skiptingu, bústi, og fleira?

Kv Bjarki


Kv
Bjarki


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: OBD2

Postfrá grimur » 01.okt 2016, 06:10

Amazon, ebay og AliExpress. Leita að OBD2 Bluetooth.
Kostar kannski 10-15 usd.
Ná svo í app sem heitir Torque fyrir Android, kostar smá klink. Virkar mjög vel fyrir basic hluti, alveg frábært til að fylgjast með þeim breytum sem tölvan er með opið fyrir á almennu OBD2. Airbag, ABS og slíkt er almennt ekki aðgengilegt, enda vill maður svosem ekkert fikta í því. Það er hægt að hreinsa út þessa venjulegu bilanakóða ef þeir slæðast inn.
Ég er með svona kubba í mínum bílum og kíki af og til á það sem er um að vera með súrefnisskynjara, hitastig og slíkt.
Kv
Grímur


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 35 gestir