Hraðamælabreyting

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Hraðamælabreyting

Postfrá muggur » 05.sep 2016, 16:43

Sælir snillar!!
Er með pajero 98 sem þarf að breyta hraðamælinum í til að koma honum á 35 tommur, búinn að mæla hann og það þarf breytingu á hraðamælinum. Nú hringdi ég í Samrás og þeir eiga breytistykki á 18000 kall. Þeir setja þetta hinsvegar ekki í bílinn en gáfu mér upp að hafa samband við breytingafyrirtækin (Breytir, AT) eða ökumælaþjónustuna. Þessir aðilar vilja hinsvegar sem minnst vita af svona gömlum skrjóðum. Þannig að spurningin er hvort þið þekkið einnhvern sem getur tekið að sér að setja þetta í. Sjálfur hef ég ekki Guðmund um hvort þetta er 'elektróník' eða 'barki', bara að mælirinn á að sýna hraða :-)
kv. Muggur


----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Hraðamælabreyting

Postfrá grimur » 05.sep 2016, 16:55

Þetta er rafmagns.
Þarf að fara inn á vír sem gefur púlsa frá skynjara á millilassanum og klippa hann, helst uppí mælaborði. Tengja gula og græna ef eg man rétt á sitthvorn endann. Stela svo líka straum fyrir boxið, rauður og grænn. Fínt að næla sér í það líka í mælaborðinu. Koma svo boxinu fyrir þar sem maður kemst í að stilla það, helst á ferð.

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Hraðamælabreyting

Postfrá muggur » 05.sep 2016, 17:20

Takk fyrir þetta Grímur!
En er einhver hérna sem vill taka þetta að sér? Endilega að kommenta hér eða senda mér einkaskilaboð.
Kv. Muggur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Hraðamælabreyting

Postfrá grimur » 07.sep 2016, 00:22

Leiðrétting....straumur er örugglega rauður og svartur, ekki tveir grænir það er alveg víst. ÞÐ voru allavega 4 vírar, 2 fyrir straum, svo einn fyrir merki inn og annar fyrir breytt merki út.

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Hraðamælabreyting

Postfrá muggur » 07.sep 2016, 15:43

Takk aftur Grímur.
Með hjálp Hr. Google tókst mér að grafa upp rafkerfisteikningu fyrir 3.0L v6, reyndar 94 model en líklega er þetta það sama. Þetta er pdf í slæmri upplausn svo ég sýni þetta í tveimur myndum svo fólk geti lesið tölurnar á fyrri myndinni

Ég kann ekkert að lesa svona teikningar en er rétt skilið hjá mér að hraðamælirinn taki vír 43 sem merktur er BLK/BLU, sem væntanlega eru litirnir.

Image

Hér er svo heildarmyndin og þá fer þessi vír 43 niður í skiptingu.

Image

Annars er kannski spurningin þessi:
Eru þetta næginlegar upplýsingar til að fara með til einhvers sem kann á bílarafmagn til að tengja þetta fyrir mig? Svo er ég einnig búinn að ná mér í teikningar af því hvernig vírarnir liggja í bílnum og hvaðr plöggin eru.
kv. Muggur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Hraðamælabreyting

Postfrá biturk » 07.sep 2016, 19:54

Hvaða týpu af breitir vilja þeir setja í pajero
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Hraðamælabreyting

Postfrá muggur » 07.sep 2016, 20:30

biturk wrote:Hvaða týpu af breitir vilja þeir setja í pajero

Ekki hugmynd. Hringdi bara ljóshærður í Samrás og spurði um "hraðamælabreyti í Pajero 98" :-)

Treysti bara að Samrás sem samkvæmt mínu gúgli eru þeir einu sem selja svona dæmi vit hvað þeir eru að tala um.
Kv. Muggur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Snake
Innlegg: 26
Skráður: 11.nóv 2014, 18:30
Fullt nafn: Sigurjón arnarson
Bíltegund: Toyota

Re: Hraðamælabreyting

Postfrá Snake » 07.sep 2016, 21:45

Er VDO ekkert i þessu?


kaos
Innlegg: 125
Skráður: 08.okt 2014, 22:52
Fullt nafn: Kári Össurarson

Re: Hraðamælabreyting

Postfrá kaos » 07.sep 2016, 21:51

Myndin er ekki skýr, en mér sýnist að þessi vír 43 fari í jarðsamband. Ég hefði frekar veðjað á vír 2 (hinn vírinn frá hraðamælinum), en það sést ekki á þessum myndum hvert hann tengist eða hvernig hann er á litinn. Hraðaskynjarinn sjálfur (vehicle speed sensor) virðist skv. þessari mynd ekki tengjast beint við hraðamælinn, heldur tengist út af myndinni hægra meginn, á tengipunkti 3. Það er heldur ekki óhugsandi að hann tengist fyrst við vélar/skiptingar tölvu, og hún síðan gefi hraðamælinum merki. E.t.v. væri hægt að átta sig betur á þessu með því að skoða meira af teikningunum; áttu einhvern hlekk á pdf-ið í heild?

--
Kveðja, Kári.

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Hraðamælabreyting

Postfrá muggur » 07.sep 2016, 22:28

kaos wrote:Myndin er ekki skýr, en mér sýnist að þessi vír 43 fari í jarðsamband. Ég hefði frekar veðjað á vír 2 (hinn vírinn frá hraðamælinum), en það sést ekki á þessum myndum hvert hann tengist eða hvernig hann er á litinn. Hraðaskynjarinn sjálfur (vehicle speed sensor) virðist skv. þessari mynd ekki tengjast beint við hraðamælinn, heldur tengist út af myndinni hægra meginn, á tengipunkti 3. Það er heldur ekki óhugsandi að hann tengist fyrst við vélar/skiptingar tölvu, og hún síðan gefi hraðamælinum merki. E.t.v. væri hægt að átta sig betur á þessu með því að skoða meira af teikningunum; áttu einhvern hlekk á pdf-ið í heild?

--
Kveðja, Kári.


Hæ og takk fyrir Kári
Fann þetta á netinu undir https://www.rolo4x4.com.br/manual-4x4/44/.html
Teikningin sem ég var að reyna að klastra inn er á bls 20 í þessu skjali. Því miður er þetta pdf frekar gróft en með vilja getur maður greint þessa stafi.
kv. Muggur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


kaos
Innlegg: 125
Skráður: 08.okt 2014, 22:52
Fullt nafn: Kári Össurarson

Re: Hraðamælabreyting

Postfrá kaos » 08.sep 2016, 08:29

Ok, á næstu tveimur síðum sést hvernig blái vírinn frá hraðaskynjaranum tengist í pinna 2 á mælaborðinu. Engin viðkoma í vélar/skiptingar tölvu eftir allt saman. Þetta myndi vera hraðamerkið. Mínus ættirðu að geta fengið úr svarta/bláa vírnum (pinna 43 á mælaborðinu), og plús úr svarta/hvíta vírnum (pinna 38). Allt auðvitað með fyrirvara um að þessar teikningar eigi við þitt módel; ég þekki ekki hversu duglegir Mitsubishi hafa verið að hræra í rafkerfum milli árgerða.

--
Kveðja, Kári.

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Hraðamælabreyting

Postfrá muggur » 08.sep 2016, 08:37

kaos wrote:Ok, á næstu tveimur síðum sést hvernig blái vírinn frá hraðaskynjaranum tengist í pinna 2 á mælaborðinu. Engin viðkoma í vélar/skiptingar tölvu eftir allt saman. Þetta myndi vera hraðamerkið. Mínus ættirðu að geta fengið úr svarta/bláa vírnum (pinna 43 á mælaborðinu), og plús úr svarta/hvíta vírnum (pinna 38). Allt auðvitað með fyrirvara um að þessar teikningar eigi við þitt módel; ég þekki ekki hversu duglegir Mitsubishi hafa verið að hræra í rafkerfum milli árgerða.

--
Kveðja, Kári.


Frábært og Takk fyrir þetta Kári. Jamm það er spurning hversu duglegir þeir eru að breyta hlutum breytingana vegna.
Þá er bara að kaupa breytin og herja á rafmagnsfróða menn að setja þetta í.
kv. Muggur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


ÁstþórIngi
Innlegg: 19
Skráður: 18.okt 2013, 13:16
Fullt nafn: Ástþór Ingi Sævarsson
Bíltegund: Pajero
Staðsetning: Reyðarfjörður

Re: Hraðamælabreyting

Postfrá ÁstþórIngi » 08.sep 2016, 10:23

Sælir. Ég gerði þetta í pajero hjá mér og á mynd af tenginu sem þetta slaufast í. Sendu mér email-ið hjá þér og ég skal senda myndina á þig.

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Hraðamælabreyting

Postfrá muggur » 08.sep 2016, 11:34

ÁstþórIngi wrote:Sælir. Ég gerði þetta í pajero hjá mér og á mynd af tenginu sem þetta slaufast í. Sendu mér email-ið hjá þér og ég skal senda myndina á þig.

Sæll Ástþór og takk fyrir
You got mail/pm.
kv. Muggur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


jon mar
Innlegg: 18
Skráður: 10.sep 2014, 20:25
Fullt nafn: Jón Mar Jónsson
Bíltegund: '99 Pajero
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Hraðamælabreyting

Postfrá jon mar » 10.sep 2016, 09:54

Ég gerði þetta í vor í mínum 99 v6. Ég fór inná vírinn þar sem hann kemur inní body fyrir framan skiptiarminn. Þaðan fer þetta í allar áttir, tölvur og allskonar.

Mikil breyting var á þvi hvernig bíllinn skiptir sér fyrir og eftir hraðamælabreyti.

Eins fer skiptingin ekki í lockup ef hún fær ekki merki og kveikir rauða at ljósið mjög fljótt.

Ps. Þetta er ekki flókið að setja í og stilla.
Jón M
S: 693-9796
WET Motorsport - Vara og aukahlutir í bíla, vélar og tæki

MMC Pajero 35" '99
Ford Bronco '66

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Hraðamælabreyting

Postfrá muggur » 01.okt 2016, 11:38

Sæl(ir)
Sjálfum finnst mér skemmtilegast þegar svona þræðir enda með lýsingu á því hvernig hlutirnir voru leystir. Þannig að hér kemur mín lýsing á þessu en þetta hefði aldrei gengið nema með sálfræðihjálp þeirra Jóns Má og Ástþórs .-)

Allavega þá skreið ég undir bílinn og kíkti á vírana úr plögginu á millikassanum. Út úr því komu þrír vírar og var einn þeirra blár með silfruðum doppum. Næst skrúfaði ég mælaborðið úr og í plögginu þar var einmitt líka blár vír með silfruðum doppum. Þarna var búið að benda mér á að mætti slaufa í en mér fannst þetta ekki góður staður að hafa unitið í (bakvið mælaborðið) auk þess að ef að hraðamerkið fer í eitthvað tölvugimmik áður en það fer í hraðamælinn þá væri það ekki sniðugt (en m.v. upplýsingar hér og á google þá er það ekki raunin). Þannig að ég vildi fara inn á vírinn þar sem hann kemur inn í húsið á bílnum sem er fyrir framan skiptistöngina (sjálfskiptiarminn). Þar losaði ég lokið sem er fyrir ofan takkann fyrir driflásinn og innstunguna. Þar fyrir innan blöstu við tvö víraknippi. Annað í innstunguna og driflás-takkann og voru þau því afskrifuð. Hitt knippið er mikið þykkara (20-30 vírar) og hófst nú mikil leit að bláum vír með silfurdoppum. Það eru tveir svoleiðis vírar í knippinu en nánari skoðun leiddi í ljós að silfurdoppunar eru ólíkar. Allavega þá dró ég djúpt andann og klippti á bláa vírinn sem er neðstur á myndinni. Prófaði svo að keyra út götuna og viti menn, hraðamælirinn dauður.

Image

Þetta var síðan spurning um að splæsa vírana í breytinum inn á sitthvoran endann á bláa virnum. Rafmagn tók ég svo úr innstungunni, en sjá má grilla í straum tengið (hvítt) neðarlega til vinstri á myndinni og tengið fyrir jörðina er þar við hliðina á. Síðan tróð ég breytinum þarna inn og lokaði. Tíminn við þessa tengingu er svona 10 mínútur ef maður veit hvað maður er að gera.

Keyrði svo í átt að Kleifarvatni og stillti unitið þannig að nú sýnir mælirinn 50km/klst en gps 47 km/klst en fyrir breytingu, fyrir breytingu sýndi mælirinn 50 km/klst en gps 55 km/klst.

Þá er bara næst að lyfta bílnum því að dekkin fylla ansi vel upp í hjólskálarnar.

Image

Þakka kærlega fyrir hjálpina frá ykkur hérna á spjallinu.
kv. Muggur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Hraðamælabreyting

Postfrá Járni » 03.okt 2016, 10:45

Sælir, best að vera með fyrst ég er nýbúinn að þessu hjá mér.

2010 130 Defender, af 35" (þar sem mælir var réttur án sjánlegra breytinga) á 38".

Pantaði http://www.ashcroft-transmissions.co.uk ... n-kit.html sem er frá https://www.healtech-electronics.com/products/sh/
Tengdi inn á víra skv leiðbeiningum og stillti svo boxið þar til hraðamælir sýndi rétt.
Kostaði 88 með sendingu + eitthvað á pósthúsinu.
Land Rover Defender 130 38"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 21 gestur