Síða 1 af 1

Reynsla á GYS Rafsuðuvélum

Posted: 02.sep 2016, 19:52
frá creative
Sælir..

ég er að forvitnast hvort einhver hérna hafi reynslu á GYS rafsuðuvélum og geti vottað um ágæti þeirra.

ég er að leyta mér að svokallaðri 3 in one vél með Tig, MMA og Mig og ég hef gefist upp á að bíða eftir ESAB EMP 215IC frá JAK einfaldlega vengna þess að sölumenn þess fyrirtækis lofa alltaf vélini í næsta mánuði en ég er búin að bíða síðan miðjan apríl og nenni ómögulega að bíða lengur..

Ég fór í gastec í dag og skoðaði vél frá GYS sem gerir margt og hin vélin og hún er aðeins 2/3 að verði ESAB vélarinnar

Eru einhverjar skoðanir á Gys merkin eða er einhver með betri tillögu að góðri skúravél sem er með Tig og mig ?

Re: Reynsla á GYS Rafsuðuvélum

Posted: 02.sep 2016, 21:30
frá hobo
Ég gríp reglulega í svona vél http://gastec.is/vorur/rafsuda/tig_sudu ... ac-dc-201/
Þetta er Tig AC/DC vél og nota hana aðallega í álið.
Get ekki sett neitt út á hana, hún bara mjög þægileg og sýður án vandræða.

Re: Reynsla á GYS Rafsuðuvélum

Posted: 02.sep 2016, 22:36
frá Aparass
Hvað þurftir þú að borga fyrir þessa vél?

Re: Reynsla á GYS Rafsuðuvélum

Posted: 02.sep 2016, 22:51
frá creative
Fyrir Esab Hjá JAK var verðið 310 þúsund

fyrir Gys hjá Gastec var verðið 220 þúsund

Re: Reynsla á GYS Rafsuðuvélum

Posted: 03.sep 2016, 19:01
frá hobo
Aparass wrote:Hvað þurftir þú að borga fyrir þessa vél?


Ég á hana ekki en ég hringdi í Gastec og spurðist út í hana um daginn og minnir að verðið hafi verið eitthvað yfir 300þ. Ekki beint gefins.

Re: Reynsla á GYS Rafsuðuvélum

Posted: 03.sep 2016, 21:51
frá S.G.Sveinsson
Sæll ég notaði GYS pinna vél í skipaviðgerðum og í að sjóða vatnsrör og þetta bara gekk vel en önnur vélin sem við vorum með fór reyndar í klessu þeggar plötufrystir kramdi hana........ en það var ekki okkur að kenna.......

Re: Reynsla á GYS Rafsuðuvélum

Posted: 03.sep 2016, 23:15
frá Ormundur
Sá svona vél hjá Ístækni (Landvélum) og svo var Þór HF að auglýsa svona vél í síðustu viku
Hef ekki kynnt mér þessar vélar.

Re: Reynsla á GYS Rafsuðuvélum

Posted: 04.sep 2016, 10:05
frá sean
ég á svona vél frá gastec, virkar vel og gerir allt