GM 5.3vél, Jeep XJ body og Pajero hásingar????


Höfundur þráðar
Robert
Innlegg: 181
Skráður: 11.mar 2013, 18:16
Fullt nafn: Róbert Guðrúnarson

GM 5.3vél, Jeep XJ body og Pajero hásingar????

Postfrá Robert » 20.aug 2016, 16:53

Er alltaf að hugsa einhverja vitleisu
ég á ný upp gerða 5.3 vél, 4L60E skiptingu og 241 millikassa og lángar að smíða mér léttan og óðyran jeppa á 38" eða 44"
Er að hugsa um Jeep XJ þar sem ómugulegt er að finna Willis á verði nálægt mínu fjárhagi.
Var að velta fyrir mér Pajero hásingum með sjálfstæðu að framan eru þetta þungar hásingar, nógu sterkar og verð í varahluti.
Sá tildæmis 98 Pajero með ónýta vél á 50þúsund veit ekki einu sinni hvor meigin kúlan er í þeim.
Hefði hugsað mér að skera framan af bílnum og smíða nýja grind að framan.

Endilega komið með komment og ef þetta er alveg fáránlegt látið mig vita hausinn er bara alltaf á fullu.

Kv.Róbert



User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: GM 5.3vél, Jeep XJ body og Pajero hásingar????

Postfrá jongud » 21.aug 2016, 10:48

Þetta hefur verið gert hér á klakanum.
Man ekki hver var að þessu, en ef þú mætir á opið hús hjá 4X4 klúbbnum á miðvikudag þá get ég örugglega fundið einhvern sem hefur heyrt af þessu.
Ég hef ekki heyrt af brotnum framdrifum í þessum breyttu Pajeróum sem eru til, og það brýtur ENGINN afturdrifið nema með fantaskap.
Passaðu bara að skoða vel aftari hlutann á grindinni ef þú ferð að versla þér Pajeró.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: GM 5.3vél, Jeep XJ body og Pajero hásingar????

Postfrá jeepcj7 » 21.aug 2016, 11:08

Kúlan er vinstra megi í pajero drifin nokkuð góð framdrifið er með yfirliggjandi pinjón eftir ca.1990 og framöxlarnir er það sem fyrst lætur undan í hamagangi.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
Robert
Innlegg: 181
Skráður: 11.mar 2013, 18:16
Fullt nafn: Róbert Guðrúnarson

Re: GM 5.3vél, Jeep XJ body og Pajero hásingar????

Postfrá Robert » 21.aug 2016, 12:19

Takk fyrir svör, vill endilega heyra frá sem flestum.
Þannig að kúlan er réttu meigin
Koma orginal með lágu drifi hef ég lesið
endilega komið með kosti og galla er þetta þyngra eða léttara en:
Dana 44 maður gæti hugsanlega fengið á 100-1500
Patrol hásingar gæti hugsanlega fengið á 150-200

Byst við að maður þyrfti að bæta soldilli þyngd við að smíða sjálfstæðafjöðrun undir.

Er líka opin fyrir öðrum hásingum allar vísbendingar vel þegnar.

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: GM 5.3vél, Jeep XJ body og Pajero hásingar????

Postfrá jongud » 21.aug 2016, 17:21

Robert wrote:Takk fyrir svör, vill endilega heyra frá sem flestum.
Þannig að kúlan er réttu meigin
Koma orginal með lágu drifi hef ég lesið
endilega komið með kosti og galla er þetta þyngra eða léttara en:
Dana 44 maður gæti hugsanlega fengið á 100-1500
Patrol hásingar gæti hugsanlega fengið á 150-200

Byst við að maður þyrfti að bæta soldilli þyngd við að smíða sjálfstæðafjöðrun undir.

Er líka opin fyrir öðrum hásingum allar vísbendingar vel þegnar.


Afturhásingin í Pajero er ansi sterk, 9,5-tommu þvermál á kambinum og kemur original með loftlæsingu (má bara ekki fá mikinn þrýsting inn á sig).
Það er spurning hvort maður sé eitthvað bættari með að mixa Patrol afturhásingu undir í staðinn.
Það eru nokkrir búnir að setja dana 44 að framan undir Pajero, en ég hef ekki heyrt margar reynslusögur.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: GM 5.3vél, Jeep XJ body og Pajero hásingar????

Postfrá olei » 21.aug 2016, 19:20

Ég held að það sé svakaleg smíði að koma Pjaero klafafjöðrun með vindustöngum og öllu tilheyrandi undir XJ. Hugsanlegt væri að nota framendann af Pajero grindinni jafnvel alla leið frá vindustangabitanum. En þá er það spurningin hvernig er plássið fyrir vélina, afstöðu á drifskafti, og hvernig verður plássið fyrir tvöfalt púskerfi frá V8 niður með þessu krami? Mörg fleiri atriði sem þarf að velta fyrir sér. Þetta væri feiknarlegt project - sama hvernig á það er litið. Ef grunn-hugmyndin bak við verkefnið er að spara aura af því að Pajeroinn fæst fyrir svo lítið fé þá held ég að það sé mjög misráðið á móti því að finna bara hásingu. Tímakaupið í klafasmíðinni verður ekki hátt... :)

Það væri líka fremur sérkennilegt verkefni þar sem þeir Pajero eigendur sem ég þekki vildu gjarnan skipta því dóti út fyrir heila hásingu. Ein ástæða fyrir því á 38" bílum er t.d sú að þegar þeir sökkva í snjó sitja þeir á klafadótinu og bitanum sem fylgir því - gikkfastir, þegar hásingarbílar af svipuðu tagi geta hjakkað sig upp og haldið áfram að keyra í sömu aðstæðum.

Í þínum sporum mundi ég planta kraminu í XJ og sjá svo til með hvort að það reki ekki einhverjar hásingar á fjörurnar sem þú getur notað. Það er hellings verkefni bara að setja mótor og skiptinguna í og ganga frá því. Hásingaskipti gætu komið síðar og brotið upp verkefnið. Sem gæti verið gott mál.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: GM 5.3vél, Jeep XJ body og Pajero hásingar????

Postfrá Kiddi » 22.aug 2016, 01:18

Þetta þarf ekki að vera vitlaust. Ef þú útfærir fjöðrunina þokkalega (henda vindustöngunum og setja coilover td.) þá gæti þetta verið stórskemmtilegt tæki. Það þarf ekki allt að snúast um hjakk og festur, það eru nógu margir í þeirri deild.
Það getur síðan jafnvel verið betra að smíða í kringum sjálfstæða fjöðrun enda mikið fyrirsjáanlegra hvað hreyfist og hvert það fer. Þeir sem hafa smíðað þokkalega langa fjöðrun við framhásingu án þess að hækka bílinn upp úr öllu valdi kannast mögulega við hvað það getur verið mikið púsl að fá hluti til að semja við hvor aðra. ☺


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: GM 5.3vél, Jeep XJ body og Pajero hásingar????

Postfrá olei » 22.aug 2016, 21:21

Kiddi wrote: Það þarf ekki allt að snúast um hjakk og festur, það eru nógu margir í þeirri deild.

Hey, er nú hægt að velja sér deild þegar maður smíðar þessi apparöt?
Ákveða að maður ætli ekki að vera í hjakk og festu-deildinni og þá er maður bara laus við það!?

Ég er að fíflast... ég er líklega alltaf með einhverjar uber-hálendisferðir að vetri til í hausnum þegar ég spái í jeppasmíðar.
;)

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: GM 5.3vél, Jeep XJ body og Pajero hásingar????

Postfrá Kiddi » 23.aug 2016, 00:37

olei wrote:
Kiddi wrote: Það þarf ekki allt að snúast um hjakk og festur, það eru nógu margir í þeirri deild.

Hey, er nú hægt að velja sér deild þegar maður smíðar þessi apparöt?
Ákveða að maður ætli ekki að vera í hjakk og festu-deildinni og þá er maður bara laus við það!?

Ég er að fíflast... ég er líklega alltaf með einhverjar uber-hálendisferðir að vetri til í hausnum þegar ég spái í jeppasmíðar.
;)


Þetta var nú alls ekki illa meint. Það sem ég átti við var að það væri hægt að gera léttan jeppa með skemmtilegar hreyfingar með því að fara þessa leið, ef hún væri útfærð vel. Hvort jeppinn yrði ekki sá allra besti í öllum mögulegum afbrigðum af basli þarf ekki að vera höfuðatriði ☺ að því sögðu þá held ég að svona jeppi yrði áreiðanlega ekki til vandræða hvað drifgetu varðar heldur þvert á móti í mörgum aðstæðum en það fer auðvitað alfarið eftir því hvernig heppnast til með þyngdarpunkt og fleira.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: GM 5.3vél, Jeep XJ body og Pajero hásingar????

Postfrá olei » 23.aug 2016, 01:02

Maður rennir inn í Þórsmörk á jeppanum með loftpúðafjöðrun og allan pakkann og gefst upp fjótlega og tappar úr dekkjunum niður í 10 pund. Þessi 250 kg sem eru skoppandi undir tækinu að framan (hásing + dekk) bjóða bara ekki upp á annað. Auðvitað hefur sjálfstæð fjöðrun ótvíræða kosti í fjölmörgum tilvikum þó að henni fylgi vankantar þegar dyngjurnar eru orðnar botnlausar og allt það.

Enginn ágreiningur hér, takk fyrir áminninguna Kiddi. :)


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 30 gestir