Hvað þolir AC dæla að pumpa miklum þrýstingi?

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Hvað þolir AC dæla að pumpa miklum þrýstingi?

Postfrá Polarbear » 18.aug 2016, 23:32

Ég er með AC-dælu í krúsanum hjá mér og búinn að breyta henni í loftdælu (með því að loka smurgöngunum úr stimpilhúsinu og setja kopp á húsið fyrir smur)...

ég var bara að spá í hvað þessar dælur þola að pumpa upp miklum þrýstingi, nota aðallega til að pumpa í dekk en er líka með tjakk fyrir læsingarnar á kerfinu (ekki ARB lása) og var að láta hana pumpa í 100 psi, en þar sem ég þurfti aðeins meira setti ég 150 psi rofa á hana. Ég er með afloftun á lögninni þannig að hún byrjar alltaf að pumpa á 0 psi... (til að spara kúplinguna).

var bara að spá hvort það væri of mikið fyrir þessar dælur eða ekki... finn ekki mikið um þetta þarna úti.

kv,
Lalli



User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Hvað þolir AC dæla að pumpa miklum þrýstingi?

Postfrá svarti sambo » 19.aug 2016, 00:23

Veit ekki betur en að hún ætti að fara létt með það, þar sem að þetta væri vinnuþrýstingur, miðað við litla kælingu á vökva og R22. Annars ættir þú að geta fengið svar við þessu, hjá næsta kælivélaverkstæði. Og þá hvað svona dælur eru almennt gefnar upp fyrir mikinn þrýsting. Myndi halda að allt fyrir neðan 200 psi, væri í lagi.

Svo er spurning hvað þú finnur t.d. hér:
http://www.therangerstation.com/tech_li ... ssor.shtml
Fer það á þrjóskunni

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hvað þolir AC dæla að pumpa miklum þrýstingi?

Postfrá jongud » 19.aug 2016, 08:09

Rakst á þennan texta á netinu (http://bbs.homeshopmachinist.net/)

Samkvæmt þessu þá ætti dælan að þola þetta svo lengi sem hún er nógu köld.

High side pressure on a running R134a system can be over 400 PSI, usually it's between 250-300 PSI (Low side will be around 30 PSI). On a stopped system pressures will equalize at a static pressure which can be checked on the temperature/pressure curves (or read your manifold gauges).
Normally there's a pressure relief valve on the compressor housing (Sanden compressors) or just downstream on the high side pipework. This will be set for around 500 PSI. Thus, the manufacturers expect the housing to be good to 500 PSI burst pressure. I would suggest limiting the output pressure to no more than 300 PSI for any length of time, if you expect any amount of service life out of the compressor. At least the Sanden compressors are susceptible to piston seizures if run continuously at high discharge pressures.
Keep in mind that auto AC compressors are cooled by the returning refrigerant vapor into the suction side. A properly working auto AC system will be cold right up to the compressor's suction port. They are also lubricated by oil mist carried along in the refrigerant stream, unless you've got a very old York compressor of the sort that looks like a lawnmower engine.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Hvað þolir AC dæla að pumpa miklum þrýstingi?

Postfrá olei » 19.aug 2016, 23:36

150 psi þrýstingur er ekki vandamál út af fyrir sig. En samt sem áður þá veldur hærri þrýstingur meiri hita og meira álagi á dæluna þegar hún er að dæla lofti. Og þá er það spurningin hversu vel tókst til að smurvæða hana. Annarsvegar eru stimplarnir krítískur þáttur sem þarf að fá smurning, hinsvegar eru það fæturnir á stimpilstöngunum sem renna eftir skásettu- ál-plani og þurfa góða smurningu.

Allavega fyrir sumar aircon, sem eru með skáplani og róterandi cylinder þá er ekki auðvelt að smyrja þær, eða öllu heldur: hafa ýmsar tilraunir til þess ekki lukkast sem skyldi. EF dælan er ekki of vel smurð þá skiptir þrýstingurinn verulegu máli og ræður miklu um endinguna.

Sem dæmi: dæla sem er bara notuð til að pumpa í dekk og llifir við opinn pumpustút sér aldrei meiri þrýsting en 25 psi og lifir örugglega miklu lengur en dæla sem lifir við 150 psi ef smurning er takmörkuð. T.d vegna þess að þrýstingurinn frá stimpilstöngunum niður á skáplanið er 1/6 og ennfremur þá hitnar dælan miklu meira við að byggja upp 6x hærri þrýsting.

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Hvað þolir AC dæla að pumpa miklum þrýstingi?

Postfrá Polarbear » 20.aug 2016, 11:53

takk fyrir þetta. Ég er með Sanden dælu sem er svona skáplan-stimpildæla. Spurning hvernig best er að smyrja þetta? hálf fylla af loftpressuolíu? setja í þetta slatta af grafít feiti? ég sprauta öðru hvoru smá byssu-smur niður í loftinntakið, en hef ekki smurt mikið í koppinn frá því ég setti dæluna í... en hef svosem ekkerrt verið að láta hana dæla mikið heldur. kanski kominn hálftími af þrýstivinnu á hana á þessum 3 árum sem hún hefur verið í bílnum...

hvað hafa menn verið að gera til að smyrja þessar dælur? bara slúrk af koppafeiti öðru hvoru?

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Hvað þolir AC dæla að pumpa miklum þrýstingi?

Postfrá svarti sambo » 20.aug 2016, 12:00

Settu olíuskylju á þrýstihliðina og sendu olíuna til baka aftur inná pressuna. færð örugglega allt í þetta hjá íshúsinu. Svo þekkir Hafliði jeppabransann, þannig að hann ætti að geta leiðbeint þér og látið þig hafa allt í þetta verkefni.
Fer það á þrjóskunni


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Hvað þolir AC dæla að pumpa miklum þrýstingi?

Postfrá olei » 20.aug 2016, 12:05

Það sem ég hef séð í þessum skáplansdælum varðandi smurning er tvíþætt. Annarsvegar þarf að smyrja stimplana. Þá virkar náttúrulega að slurka smá olíu í loftinntakið eða setja upp kerfi með olíuskilju. Hinsvegar er það sveifarhúsið sem getur verið skraufþurrt þó svo að pressan sé látin éta olíu - þar kemur smurkoppurinn sterkur inn.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Hvað þolir AC dæla að pumpa miklum þrýstingi?

Postfrá svarti sambo » 20.aug 2016, 13:34

Fyrir mína parta. Þá er algjört must, að setja olíuskylju. Við viljum ekki fá olíuna inní dekkin.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Hvað þolir AC dæla að pumpa miklum þrýstingi?

Postfrá ellisnorra » 20.aug 2016, 22:16

Ég lét duga hjá mér að gefa henni tappa af einhverskonar olíu, helst ATF, fyrir og eftir þokkalega vinnu. Og til að olíuskilja, þá lét ég duga að hún blés inná kút og svo tók ég loftið af kútnum á öðrum stað, semsé tveir stútar á kútnum.
http://www.jeppafelgur.is/


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Hvað þolir AC dæla að pumpa miklum þrýstingi?

Postfrá olei » 21.aug 2016, 09:43

Polarbear wrote:takk fyrir þetta. Ég er með Sanden dælu sem er svona skáplan-stimpildæla. Spurning hvernig best er að smyrja þetta? hálf fylla af loftpressuolíu? setja í þetta slatta af grafít feiti? ég sprauta öðru hvoru smá byssu-smur niður í loftinntakið, en hef ekki smurt mikið í koppinn frá því ég setti dæluna í... en hef svosem ekkerrt verið að láta hana dæla mikið heldur. kanski kominn hálftími af þrýstivinnu á hana á þessum 3 árum sem hún hefur verið í bílnum...

hvað hafa menn verið að gera til að smyrja þessar dælur? bara slúrk af koppafeiti öðru hvoru?

Image

Svona?

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Hvað þolir AC dæla að pumpa miklum þrýstingi?

Postfrá Polarbear » 21.aug 2016, 10:09

[quote="olei"Image

Svona?[/quote]


já nákvæmlega svona dæla. Sanden SD7. Er búinn að loka gatinu sem er milli þrýstihliðarinnar og innra byrðisins, (eins og er gert við Extreme-air dælurnar).

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hvað þolir AC dæla að pumpa miklum þrýstingi?

Postfrá jongud » 21.aug 2016, 10:10

olei wrote:
Polarbear wrote:takk fyrir þetta. Ég er með Sanden dælu sem er svona skáplan-stimpildæla. Spurning hvernig best er að smyrja þetta? hálf fylla af loftpressuolíu? setja í þetta slatta af grafít feiti? ég sprauta öðru hvoru smá byssu-smur niður í loftinntakið, en hef ekki smurt mikið í koppinn frá því ég setti dæluna í... en hef svosem ekkerrt verið að láta hana dæla mikið heldur. kanski kominn hálftími af þrýstivinnu á hana á þessum 3 árum sem hún hefur verið í bílnum...

hvað hafa menn verið að gera til að smyrja þessar dælur? bara slúrk af koppafeiti öðru hvoru?

Image

Svona?


Þetta er akkúrat dæmigerð Sanden dæla. Ég er með gamla og slitna dælu þannig að ég nota gírolíu, og þrátt fyrir að hafa blindað á milli fremri og aftari hlutans þá kemur smá olíusmit. Þess vega er ég með olíuskilju, og læt hana aðeins blása út áður en ég set dekkjaslönguna upp á stútinn.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Hvað þolir AC dæla að pumpa miklum þrýstingi?

Postfrá villi58 » 21.aug 2016, 12:09

Ég snafsa mína af og til á veturnar inn um loftinntakið og hún er búin að endast í c.a. 16 ár. og læt hana keyra upp í 110 psi. vegna loftlæsinganna.
Hef ekkert smurt á skáplanið þannig að eitthvað kemst þangað af olíu, annars væri hún varla í lagi eftir allann þennann tíma.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Hvað þolir AC dæla að pumpa miklum þrýstingi?

Postfrá olei » 21.aug 2016, 12:29

Það er spurning hvort að þunn koppafeiti væri ekki málið í þessar dælur. T.d svokölluð "núll" feiti. Góða botnfylli í sveifarhúsið sem mundi þá smyrja það - síðan smitar hún líklega nóg til að smyrja stimplana en þó ekki svo mikið að veruleg olía fari út með loftinu. Kútur hirðir síðan rest ef einhver er.

Væri það ekki skemmtilega einfalt?

Ég tek síðan eftir því að þessi dæla er með allar stimpilstengurnar í sameiginlegum flangs sem leikur á skáplaninu. Ég hef séð dælur þar sem hver stöng situr stök á flangsinum. Þetta er sennilega betra system, stærri flötur við skáplanið, minni þrýstingur og minni hætta á að smurfilman rofni.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 14 gestir