Síða 1 af 1

fartölvustandur

Posted: 06.feb 2011, 17:10
frá LFS
hvernig eru menn að utfæra fartölvustanda jeppana hja ser ? er hægt að fa þettað keypt einhverstaðar eða þarf maður að smiða frá grunni ?

Re: fartölvustandur

Posted: 06.feb 2011, 18:09
frá KÁRIMAGG
viewtopic.php?f=32&t=1728
Ég á til svona borð án festinga ef þú hefur áhuga ekkert mál að smíða standinn undir þetta

Re: fartölvustandur

Posted: 06.feb 2011, 19:04
frá gunno1
Væri gaman að fá myndir af mismunandi útfærslum hjá mönnum á svona borðum sem menn hafa útbúið sjálfir.

Re: fartölvustandur

Posted: 06.feb 2011, 22:13
frá dabbi
ég útbjó þetta svona í krúsernum hjá mér, færði útvarpið niður og útbjó þessa festingu

IMG_0399.JPG

og smellti henni c.a hérna inn, utanum festingarbracketið fyrir útvarpið, boltaði hana bara í.
bord2.jpg

svo fronturinn kominn aftur á sinn stað
bord3.jpg

og svo borðið þar í, fór með tölvuna sjálfa í Augnarblik og bað hann um að beigja fyrir mig utanum hana ál, og þetta er niðurstaðan. sauð svo saman járnprófíla til að hnoða álið í, kemur bara mjög vel út
bord4.jpg

Þetta er reyndar fyrir Tablet vél, sem kemur sér mjög vel í þetta, passar alveig mjög vel í mælaborðið svona, og er ekkert fyrir.

Re: fartölvustandur

Posted: 12.feb 2011, 16:20
frá patrol
ég er með ram sistem i pattanum hjá mér sem er mjög stabilt og gott stillanlegt á alla kanta var mjög auðvelt að festa i bilinn og leifir mismunandi staðsetningu á tölvuni eftir hvort ég er einn að þvælast eða með cóara . ég á annað eins sistem sem er til sölu og ef þú ert i bænum getur þú kikt á þettað hjá mér . kv Tommi

Re: fartölvustandur

Posted: 12.feb 2011, 17:26
frá Hagalín
Tómas, áttu til mynd af þessu hjá þér? Hvaða módel af patrol ertu með?

Re: fartölvustandur

Posted: 12.feb 2011, 17:53
frá patrol
ég er með 95 árg en þetta er auðvelt að fixa i hvaða bil sem er þar sem hægt er að stilla þetta á alla vegu ég á enga mynd af þessu en mönnum velkomið að skoða þetta i bilnum hjá mér eða máta i bilana sina

Re: fartölvustandur

Posted: 12.feb 2011, 18:13
frá LFS
ég tók reyndar veggfestingu fyrir sjónvarp sem er hreyfanleg vinstri hægri og á sauð a hana prófil loðrett niður og festist hann hja girstongunum svo að driver og farþegi hafa góðan aðgang að henni eg hendi inn myndum þegar að þettað kemur úr polyhuðun !

Re: fartölvustandur

Posted: 12.feb 2011, 20:17
frá patrol
flott mál gaman þegar menn eru duglegir að bjarga sér vona bara að menn ath þegar þeir eru að smiða svona að þér séu ekki að búa til slisagildru þvi ég hef séð margar útgáfur af tölvuborðum sem menn hafa smiðað sjálfir og ekki gætt að þvi að EF menn lenda i veltu eða árekstri þá koma þeir til með að stórslasa sig og sina með þessum festingum . þannig að þegar ég var búin að skoða hvað menn voru að smiða þá fór ég i ram festinguna þar sem hún er hugsuð þannig að við visst mikið högg bognar eða brotnar hún frá til að forða meiðslum . kv Tommi