Síða 1 af 1
35" dekk
Posted: 03.aug 2016, 10:24
frá johnnyt
Hvernig eru 35 " BfG MT dekk að koma út á 12 tommu breiðum felgum ? Er kannski betra að hafa hann á 10 tommu breiðum ?
Mig grunar að bíllinn sé skemmtilegri á vegi á 10 tommuni en er mikill munur í snjó ?
Þetta fer undir LC90
Re: 35" dekk
Posted: 04.aug 2016, 14:28
frá brunki
sæll ég myndi telja að 10" komi betur út en 12 fyrir þessi dekk
Re: 35" dekk
Posted: 10.aug 2016, 22:25
frá Garpur
Sæll, ég er einmitt búinn að skoða þetta með mín 35" BFG At dekk sem eru á 10"breiðum felgum og ég var að hugsa um að setja þau á 12"breiðar aðallega fyrir lúkkið, ég talaði við þá á dekkjavekstæðinu hjá Benna sem ráðlögðu mér að nota frekar 10" áfram þar sem þessi dekk eru gefin fyrir max 11"breiðar felgur, vildu meina að það myndi teygja dekkin of mikið út sem væri ekki gott, hef þetta bara eftir þeim en ég hef séð þessa samsetningu samt þó nokkuð oft....
Kv.Almar
Re: 35" dekk
Posted: 11.aug 2016, 14:35
frá johnnyt
Var einmitt búin að sjá það að þau væru gefin upp fyrir max 11" breiðar felgur en maður hefur séð þetta á öðrum bílum að þeir eru með 35 " á 12 " breiðum felgum. Ég þóttist vita að hann verði kannski leiðinlegri á vegi en er svona að spá í þessu varðandi flot í snjó ( en er líka sammála að hann lúkkar flottari á breiðari felgum :) )
En engin sem hefur prófað þetta með BFG dekkin ?
Re: 35" dekk
Posted: 11.aug 2016, 18:59
frá Tollinn
Ég hef séð menn fara i jafnvel 12,5" án nokkurra vandræða. Ég er með DC 35" á 12" breiðum, ekkert mál. Sum 38" dekk eru ekki gefin upp fyrir meira en 12" breiðar felgur en menn eru að skella þeim á 14" og jafnvel 16".
kv Tolli
Re: 35" dekk
Posted: 11.aug 2016, 20:14
frá olei
Brósi var með 35" BFG AT-mynstur undir Toyota LC 80. Kantarnir á þeim eyðilögðust allt of fjótt- skemmdust við felgunar. Of breiðum felgum var kennt um, mig minnir að hann hafi verið á 12" breiðum felgum, frekar en 14". Þessu var bara rúllað á þjóðvegunum, aldrei keyrt á úrhleyptu.
Frekar dýrt spaug að þurfa að henda lítið slitnum gangi út af slíku veseni.
Re: 35" dekk
Posted: 11.aug 2016, 22:15
frá Höfuðpaurinn
Veit ekki með BFG MT, en BFG AT mun ég aldrei setja á breiðara en 10".
Hef séð hliðarnar gefa sig og þegar það gerist á þjóðveginum, þá gerist það með hvelli.