Sjálfskipting Ram2500


Höfundur þráðar
trebatur
Innlegg: 27
Skráður: 22.sep 2014, 11:36
Fullt nafn: Jón Ragnar Daðson
Bíltegund: Ram2500

Sjálfskipting Ram2500

Postfrá trebatur » 25.júl 2016, 15:55

Sælir.

Ég var að keyra í dag allt í einu vill Raminn ekki skipta upp úr 1 gír hann fér í R P N ekkert mál og í 1sta en gerir ekkert eftir það bara hækkar snúnings hraðamælirinn í botn. búinn að tengja við tölvu og ekkert kemur upp. nóg af sjálfskipti vökva á honum líka.
Þetta er 1999 model dodge ram 2500 cummins.

Any takes??



User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Sjálfskipting Ram2500

Postfrá jongud » 25.júl 2016, 16:16

Skrýtið að tölvan skuli ekki gefa neitt upp. Þetta er jú 47RE (elektrónísk sjálfskipting) og þær voru notaðar á milli 1994 og 2003.

Mér dettur í hug að skiptingin haldi að það sé svo skítkalt úti að hún vilji þess vegna ekki skipta upp. Er lesarinn þannig að hann sýni hvað tölvan telji vökvan vera heitan?

Þetta er eina hugdettan sem ég er með. Það væri þá bilaður hitanemi eða farinn vír að honum.

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Sjálfskipting Ram2500

Postfrá íbbi » 25.júl 2016, 16:19

myndi tala við ljónin, ramarnir með cummins eru þekktir fyrir að bryðja skiptingar og vandamálið því eflaust vel þekkt
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
trebatur
Innlegg: 27
Skráður: 22.sep 2014, 11:36
Fullt nafn: Jón Ragnar Daðson
Bíltegund: Ram2500

Re: Sjálfskipting Ram2500

Postfrá trebatur » 26.júl 2016, 00:26

Ég ræddi við einn mann á ljónstöðum. hann grunaði um að það væri eitthvað farið inni í skiptinguni sem kemur ekki upp i tölvu..
raminn var leiðilegur að skipta sér þegar hann var kaldur þurftu oft að gefa aðeins í svo hann skipti, en núna þegar hann er heitur þá vill hann ekkert gera nema vera í fyrsta gír, back og hlutlausum :(


Höfundur þráðar
trebatur
Innlegg: 27
Skráður: 22.sep 2014, 11:36
Fullt nafn: Jón Ragnar Daðson
Bíltegund: Ram2500

Re: Sjálfskipting Ram2500

Postfrá trebatur » 26.júl 2016, 12:44

http://www.dieseltruckresource.com/foru ... ft-221644/

Þetta lýsir dæmi mínu mjög vél.


Hrútur1
Innlegg: 36
Skráður: 29.apr 2013, 17:50
Fullt nafn: Jökull Einarsson
Bíltegund: Ram

Re: Sjálfskipting Ram2500

Postfrá Hrútur1 » 26.júl 2016, 21:19

Hefur þú athugað hvort pikkbarkinn sé rétt stilltur eða í lagi, hann hefur áhrif hvort eða hvenær hann skiptir upp eða niður


Höfundur þráðar
trebatur
Innlegg: 27
Skráður: 22.sep 2014, 11:36
Fullt nafn: Jón Ragnar Daðson
Bíltegund: Ram2500

Re: Sjálfskipting Ram2500

Postfrá trebatur » 27.júl 2016, 11:47

Pikkbarkinn?

Tók geymana ur sambandi af og á eftir það byrjaði hann að skipta sér ????

En svo drap eg a honum og startaði, þá er hann hættur að gíra sig upp?

Þannig að i hvert skipti sem eg fer eitthvað þarf eg að byrja á að aftengja geymana.


Hrútur1
Innlegg: 36
Skráður: 29.apr 2013, 17:50
Fullt nafn: Jökull Einarsson
Bíltegund: Ram

Re: Sjálfskipting Ram2500

Postfrá Hrútur1 » 28.júl 2016, 00:53

Pikkbarki, barki sem liggur frá skiptingu að eldsneytisgjöf, ef hann er of stífur skiptir hann sér seint eða illa og ef hann er of slakur lekur hann upp alla gírana of fljótt að mig minnir eða öfugt

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Sjálfskipting Ram2500

Postfrá jongud » 28.júl 2016, 08:36

trebatur wrote:Pikkbarkinn?

Tók geymana ur sambandi af og á eftir það byrjaði hann að skipta sér ????

En svo drap eg a honum og startaði, þá er hann hættur að gíra sig upp?

Þannig að i hvert skipti sem eg fer eitthvað þarf eg að byrja á að aftengja geymana.


Ég held að það sé ekki pikkbarki í neinni rafstýrðri skiptingu, mig minnir að það sé TPS skynjari á vélinni sem skiptingartölvan notist við.
Það er greinilegt að tölvan er að fá einhver bilanaboð sem gerir að hún neiti að skipta upp. En þau boð núllast út ef það er tekinn straumur af.


Hrútur1
Innlegg: 36
Skráður: 29.apr 2013, 17:50
Fullt nafn: Jökull Einarsson
Bíltegund: Ram

Re: Sjálfskipting Ram2500

Postfrá Hrútur1 » 28.júl 2016, 12:58

Ok kannski er önnur útfærsla á þessum bíl. Ram minn er 1999 árgerð og kallast 2000 mótel og er með þessa skiptingu, þar er barki frá gjöf niðrí skiptingu og það er líka rafmagns júnit og þetta vinnur allt saman hjá mér, Ps þurfti að fara gegnum þetta allt hjá mér þegar ég skipti um og setti gömlugerðina af Dana 60 hásingar undir og setti lógír þá ruglaðist allt hjá mér og þurfti að fara gegnum þetta alt


Hrútur1
Innlegg: 36
Skráður: 29.apr 2013, 17:50
Fullt nafn: Jökull Einarsson
Bíltegund: Ram

Re: Sjálfskipting Ram2500

Postfrá Hrútur1 » 28.júl 2016, 13:34

4748RESHD_1[1].jpg
4748RESHD_1[1].jpg (37.04 KiB) Viewed 4396 times
Ef þessi mynd er skoðuð vel eru þar tveir armar neðri armurinn er fyrir
gírana ( P R D ---) efri armurinn er fyrir barkan sem ég er að tala um.

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Sjálfskipting Ram2500

Postfrá jongud » 28.júl 2016, 16:59

Hrútur1 wrote:
4748RESHD_1[1].jpg
Ef þessi mynd er skoðuð vel eru þar tveir armar neðri armurinn er fyrir
gírana ( P R D ---) efri armurinn er fyrir barkan sem ég er að tala um.


Mikið rétt!

Þarna hef ég ég farið rangt með.
Það er einhver barki þarna á milli.


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Sjálfskipting Ram2500

Postfrá Brjotur » 29.júl 2016, 20:41

Síur og vökvi ? gamalt ?

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Sjálfskipting Ram2500

Postfrá íbbi » 30.júl 2016, 22:05

ef hann lagast tímabundið við að drepa à og starta aftur, bendir það til þess að þetta sè rafmagns/tölvutengt
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
trebatur
Innlegg: 27
Skráður: 22.sep 2014, 11:36
Fullt nafn: Jón Ragnar Daðson
Bíltegund: Ram2500

Re: Sjálfskipting Ram2500

Postfrá trebatur » 03.aug 2016, 15:37

Búinn að fara með hann í tölvu og það kemur ekkert upp..

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Sjálfskipting Ram2500

Postfrá JonHrafn » 03.aug 2016, 22:23

Geturu skipt honum handvirkt ? Ég er með 1996 cummins 47RE og lenti í að það fór öryggi fyrir sjálfskiptinguna, en ég gat skipt honum 1, 2, og síðan í drive fyrir 3ja gír en hann gerði það ekki sjálfur. Öryggið er í öryggjaboxinu í húddinu, spurning með oxiteringu eða einhverja skemmtilegri rafmagnsbilun fyrst þú færð ekki neitt frá skiptingunni í tölvulestri.


Höfundur þráðar
trebatur
Innlegg: 27
Skráður: 22.sep 2014, 11:36
Fullt nafn: Jón Ragnar Daðson
Bíltegund: Ram2500

Re: Sjálfskipting Ram2500

Postfrá trebatur » 04.aug 2016, 00:03

hann er bara í 1gír.
Testa að checka á örygginu á morgun..

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Sjálfskipting Ram2500

Postfrá svarti sambo » 04.aug 2016, 00:14

Ein ágiskun.
Skiftingatölvan er ekki að fá rétt gildi frá hraðamælinum. Gæti verið útleiðsla. Eða bara að skiftingatölvan er eitthvað bækluð.
Svo er spurning.
Eru ekki spólurofar í ventlakistunni ?
Og getur ekki verið að spólan fyrir annan gírinn sé brunnin eða fái ekki spennu.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
trebatur
Innlegg: 27
Skráður: 22.sep 2014, 11:36
Fullt nafn: Jón Ragnar Daðson
Bíltegund: Ram2500

Re: Sjálfskipting Ram2500

Postfrá trebatur » 04.aug 2016, 10:41

ef hún væri brunnin þá mundi hann væntanlega ekki skipta sér sem hann gerir.
kanski er þetta allt bæklað bara :)

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Sjálfskipting Ram2500

Postfrá svarti sambo » 04.aug 2016, 17:16

Sorrý.
Hefði átt að orða þetta öðruvísi. Meinti sambandsleysi.
En við að aftengja geymirinn, þá hljóta tölvurnar að endursetja sig. Þekki þessar skiftingar svo sem ekki neitt, en þetta eru bara hugmyndir.
Fer það á þrjóskunni


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 47 gestir